Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 4,6 prósent og hefur verið ekki verið lægra í níu ár, eða frá því áður en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, var kjörinn í embættið fyrst, í nóvember 2008. Þá var fjármálakreppan í algleymingi og blikur á lofti um hvernig efnahagsmálin í heiminum myndu þróast.
Kreppan dýpkaði mikið á skömmum tíma, og náði hámarki í janúar 2009, þegar Obama tók við embætti. Hæst fór atvinnuleysið upp undir tíu prósent í Bandaríkjunum árið 2010 en hefur síðan farið jafnt og þétt lækkandi.
Fjárfestar búast nú við því að stýrivextir í Bandaríkjunum verði hækkaðir á tveggja daga vaxtaákvörðunarfundi bankans, dagana 13. til 14. desember, að því er fram kom í frétta breska ríkisútvarpsins BBC í gær.
Samtals urðu til 178 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í nóvember en á þessu ári hafa orðið til um 180 þúsund ný störf á mánuði. Í fyrra voru þau ríflega 220 þúsund. Þessi þróun á árinu er þó í takt við væntingar Seðlabanka Bandaríkjanna en líklegt þykir að hagvöxtur þessa stærsta hagkerfis heimsins verið á bilinu 2 til 3 prósent á þessu ári.
Donald J. Trump tekur við stjórnartaumunum sem forseti Bandaríkjanna í byrjun næsta árs, en hann vinnur nú að því að útfæra efnahagsstefnu sína.