Gunnar Bragi: Mistök sem verður að leiðrétta

Töluvert vantar upp á að samgönguáætlun sem Alþingi hefur þegar samþykkt sé fullfjármögnuð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017.

Gunnar_bragi.jpg
Auglýsing

Gunnar Bragi Sveins­son, land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, segir að það hljóti að vera „mi­s­tök” að aðeins séu 300 millj­ónir í fjár­laga­frum­varp­inu fyrir árið 2017 sem eyrna­merktar eru Dýra­fjarð­ar­göngum á Vest­fjörð­u­m. 

Í sam­göngu­á­ætlun fyrir árin 2015 til 2018 sam­þykkti Alþingi að á árinu 2017 yrðu 1,5 millj­örðum varið til þess að hefja fram­kvæmdir á Dýra­fjarð­ar­göngum sem nú eru í útboðs­ferli. Ekki var þó útfært end­an­lega hvernig átti að fjár­magna þessa hluti eins og fjár­laga­frum­varpið ber með sér.

Gunnar Bragi gagn­rýnir þetta á Face­book-­síðu sinni og segir að „leið­rétta” þurfi þessa hlut­i. „Ég kann ekki skýr­ingu á þessu en mun beita mér fyrir því að þetta verði lag­fært hið fyrsta og tel full­víst að þverpóli­tísk sam­staða sé um það á þing­inu. Vest­firð­ingar hafa beðið alltof lengi eftir þess­ari gíf­ur­lega mik­il­vægu sam­göngu­bót og hlakka ég til þess að verða vitni að fyrstu skóflustung­unni strax á næsta ári!“ segir Gunnar Bragi.

Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni Bene­dikts­son sagði í Kast­ljósi í gær að ekki væri svig­rúm til að full­fjár­magna sam­göngu­á­ætlun eins og hún hefur verið sam­þykkt.  Sam­tals vantar fimmtán millj­arða upp á. Í fjár­mála­frum­varp­inu segir að það þurfi að skera sam­göngu­á­ætlun niður sem fyrr­nefndri upp­hæð, ef ekki koma til neinar breyt­ing­ar. Heild­ar­fjár­heim­ild til sam­gangna fyrir árið 2017 er áætluð tæpir 29 millj­arð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None