Verðmiðinn á Icelandair og Össuri lækkað um 120 milljarða

Hlutabréfaverð tveggja af stærstu félögunum í kauphöllinni hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum.

kauphöll
Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair Group er nú 115 millj­arða en í lok apríl var hann 189 millj­arðar króna. Verð­miði Öss­urar er nú 155 millj­arðar en var um 200 millj­arðar í lok apr­íl. Þá stóð gengi bréfa félags­ins í 500 en það var 350 miðað stöðu mála í morg­un. Gengi bréfa Icelandair er nú 23,5 en í lok apríl var það tæp­lega 40.Sam­tals hafa félögin lækkað um tæp­lega 120 millj­arða króna í verði.

Óhætt er að segja að hlut­hafar þess­ara félaga hafi fengið að finna fyrir mik­ill dýfu á verði hluta­fjár. Líf­eyr­is­sjóðir eru stærstu eig­endur Icelanda­ir. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á stærsta hlut­inn, 14,7 pró­sent. Í til­felli Öss­urar er meira en helm­ingur hluta­hafa danskir sjóð­ir, og er William Dem­ant Invest þeirra stærstur með rúm­lega 42 pró­sent hlut.

Þrátt fyrir að lækkun á hluta­fénu þá hefur rekstur þess­ara félaga beggja verið nokkuð stöð­ug­ur, en þau gera bæði upp í Banda­ríkja­dal.Styrk­ing krón­unnar að und­an­förnu kemur að því leyt­inu til illa við félög­in. Banda­ríkja­dalur kostar nú 112 krónur en kost­aði um 136 krónur fyrir rúm­lega ári. Styrk­ing krón­unnar gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, tveimur stærstu við­skipta­myntum heims­ins, hefur verið umtals­verð á síð­ustu mán­uðum og nemur að með­al­tali um 16 pró­sent­u­m. 

Auglýsing

Icelandair og Össur eru ásamt Marel lang­sam­lega stærstu félögin sem skráð eru á markað á Íslandi. Heild­ar­eignir Icelandair námu í lok þriðja árs­fjórð­ungs 1,2 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur ríf­lega 140 millj­örðum króna. Heild­ar­eignir Öss­urar á sama tíma voru tæp­lega 740 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur ríf­lega 94 millj­örðum króna. 

Eigið fé Icelandair nemur tæp­lega 500 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða ríf­lega 60 millj­örðum króna, og hjá Öss­uri er eigið féð ríf­lega 450 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 55 millj­örðum króna. 

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None