Verðmiðinn á Icelandair og Össuri lækkað um 120 milljarða

Hlutabréfaverð tveggja af stærstu félögunum í kauphöllinni hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum.

kauphöll
Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair Group er nú 115 millj­arða en í lok apríl var hann 189 millj­arðar króna. Verð­miði Öss­urar er nú 155 millj­arðar en var um 200 millj­arðar í lok apr­íl. Þá stóð gengi bréfa félags­ins í 500 en það var 350 miðað stöðu mála í morg­un. Gengi bréfa Icelandair er nú 23,5 en í lok apríl var það tæp­lega 40.Sam­tals hafa félögin lækkað um tæp­lega 120 millj­arða króna í verði.

Óhætt er að segja að hlut­hafar þess­ara félaga hafi fengið að finna fyrir mik­ill dýfu á verði hluta­fjár. Líf­eyr­is­sjóðir eru stærstu eig­endur Icelanda­ir. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á stærsta hlut­inn, 14,7 pró­sent. Í til­felli Öss­urar er meira en helm­ingur hluta­hafa danskir sjóð­ir, og er William Dem­ant Invest þeirra stærstur með rúm­lega 42 pró­sent hlut.

Þrátt fyrir að lækkun á hluta­fénu þá hefur rekstur þess­ara félaga beggja verið nokkuð stöð­ug­ur, en þau gera bæði upp í Banda­ríkja­dal.Styrk­ing krón­unnar að und­an­förnu kemur að því leyt­inu til illa við félög­in. Banda­ríkja­dalur kostar nú 112 krónur en kost­aði um 136 krónur fyrir rúm­lega ári. Styrk­ing krón­unnar gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, tveimur stærstu við­skipta­myntum heims­ins, hefur verið umtals­verð á síð­ustu mán­uðum og nemur að með­al­tali um 16 pró­sent­u­m. 

Auglýsing

Icelandair og Össur eru ásamt Marel lang­sam­lega stærstu félögin sem skráð eru á markað á Íslandi. Heild­ar­eignir Icelandair námu í lok þriðja árs­fjórð­ungs 1,2 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur ríf­lega 140 millj­örðum króna. Heild­ar­eignir Öss­urar á sama tíma voru tæp­lega 740 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur ríf­lega 94 millj­örðum króna. 

Eigið fé Icelandair nemur tæp­lega 500 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða ríf­lega 60 millj­örðum króna, og hjá Öss­uri er eigið féð ríf­lega 450 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 55 millj­örðum króna. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None