Verðmiðinn á Icelandair og Össuri lækkað um 120 milljarða

Hlutabréfaverð tveggja af stærstu félögunum í kauphöllinni hefur lækkað mikið á undanförnum mánuðum.

kauphöll
Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair Group er nú 115 millj­arða en í lok apríl var hann 189 millj­arðar króna. Verð­miði Öss­urar er nú 155 millj­arðar en var um 200 millj­arðar í lok apr­íl. Þá stóð gengi bréfa félags­ins í 500 en það var 350 miðað stöðu mála í morg­un. Gengi bréfa Icelandair er nú 23,5 en í lok apríl var það tæp­lega 40.Sam­tals hafa félögin lækkað um tæp­lega 120 millj­arða króna í verði.

Óhætt er að segja að hlut­hafar þess­ara félaga hafi fengið að finna fyrir mik­ill dýfu á verði hluta­fjár. Líf­eyr­is­sjóðir eru stærstu eig­endur Icelanda­ir. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á stærsta hlut­inn, 14,7 pró­sent. Í til­felli Öss­urar er meira en helm­ingur hluta­hafa danskir sjóð­ir, og er William Dem­ant Invest þeirra stærstur með rúm­lega 42 pró­sent hlut.

Þrátt fyrir að lækkun á hluta­fénu þá hefur rekstur þess­ara félaga beggja verið nokkuð stöð­ug­ur, en þau gera bæði upp í Banda­ríkja­dal.Styrk­ing krón­unnar að und­an­förnu kemur að því leyt­inu til illa við félög­in. Banda­ríkja­dalur kostar nú 112 krónur en kost­aði um 136 krónur fyrir rúm­lega ári. Styrk­ing krón­unnar gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal, tveimur stærstu við­skipta­myntum heims­ins, hefur verið umtals­verð á síð­ustu mán­uðum og nemur að með­al­tali um 16 pró­sent­u­m. 

Auglýsing

Icelandair og Össur eru ásamt Marel lang­sam­lega stærstu félögin sem skráð eru á markað á Íslandi. Heild­ar­eignir Icelandair námu í lok þriðja árs­fjórð­ungs 1,2 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur ríf­lega 140 millj­örðum króna. Heild­ar­eignir Öss­urar á sama tíma voru tæp­lega 740 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur ríf­lega 94 millj­örðum króna. 

Eigið fé Icelandair nemur tæp­lega 500 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða ríf­lega 60 millj­örðum króna, og hjá Öss­uri er eigið féð ríf­lega 450 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 55 millj­örðum króna. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Allt að tólf mánaða bið eftir sálfræðiviðtali fyrir börn
Mik­ill munur er á biðtíma eftir tíma með sálfræðing eftir lands­hlut­um. Á Suðurlandi getur biðin eftir tíma verið allt að tíu mánuðir en hjá geðheilsuteymum höfuðborgarsvæðisins er ekki bið eftir sálfræðiþjónustu.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar 43 nýrra hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið. Ísland er í öðru sæti í heiminum hvað varðar hlutfall rafbíla og tengiltvinnbíla af fjölda nýskráðra bifreiða.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Róbert Wessman
Róbert Wessman stækkar hlut sinn í Sýn
Félög sem Róbert Wessman fer með yfirráð yfir eiga nú 7,64 prósent hlut í fjar­skipta- og fjöl­miðla­fé­laginu Sýn.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Miðflokkurinn birti þessa mynd á meðan að málþófið stóð yfir.
Málþóf Miðflokksins og annað annríki kostaði 40 milljónir
Málþóf í vor gerði það að verkum að yfirvinna starfsmanna Alþingis í tengslum við þingsalinn var tvöfalt meiri en vanalega. Álagið var álíka mikið hjá þeim sem starfa á nefndarsviði. Afleiðingin var óvæntur kostnaður upp á tugi milljóna.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None