Níu látnir í Berlín eftir að keyrt var inn í mannfjölda á jólamarkaði

Berlín
Auglýsing

Að minnsta kosti níu eru látnir og fjöldi manns slas­að­ist þegar vöru­bíl var ekið inn í mann­­mergð á jóla­­mark­aði í mið­borg Berlín­­ar, á Breitscheid­tplatz, nú fyrir stundu. Breska rík­is­út­varpið BBC seg­ir níu hafa far­ist og að minnsta kosti 50 manns hafi slasast, sumir alvar­lega.Auglýsing

Upp­lýs­ingar eru að ber­ast af vett­vangi, en öku­maður bíls­ins er sagður á flótta. Upp­fært 22:00:  Utan­rík­is­ráðu­neytið hvetur Íslend­inga, sem eru nú í Berlín, til að láta vita af sér. Í yfir­lýs­ingu frá ráðu­neyti Lilju Daggar Alfreðs­dótt­ur, utan­rík­is­ráð­herra, er þetta árétt­að. „Hvetur utan­rík­is­ráðu­neytið alla Íslend­inga í Berlín sem ekki hafa látið aðstand­endur vita af sér að gera það hið fyrsta en fjöl­margir Íslend­ingar eru búsettir í borg­inni, auk þess sem margir ferða­menn eru þar að jafn­aði. Þá hvetur ráðu­neytið Íslend­inga í Berlín til að nýta sér sam­fé­lags­miðla til að láta vini og ætt­ingja vita að þeir séu óhultir. Borg­ara­þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafa ekki borist neinar upp­lýs­ingar sem gefa til kynna að Íslend­ingar hafi orðið fyrir árásinni í kvöld.

Borg­ara­þjón­ustan er í beinu sam­bandi við neyð­arteymi þýsku stjórn­sýsl­unn­ar, sem sett er á fót við atburði sem þessa, og tekur saman upp­lýs­ingar um fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar. Utan­rík­is­ráðu­neytið hvetur alla Íslend­inga sem eru á svæð­inu að fylgj­ast vel með til­mælum yfir­valda á staðn­um. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöð­um.

Ef aðstand­endur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæð­inu og ná ekki sam­bandi við það, eru þeir hvattir til að hafa sam­band við borg­ara­þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í síma 5459900,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Upp­fært 02:50: Tólf eru nú sagðir látn­ir, sam­kvæmt fréttum breska rík­is­út­varps­ins BBC, og í það minnsta 48 slas­að­ir. 

Fréttin verður upp­færð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None