Níu látnir í Berlín eftir að keyrt var inn í mannfjölda á jólamarkaði

Berlín
Auglýsing

Að minnsta kosti níu eru látnir og fjöldi manns slas­að­ist þegar vöru­bíl var ekið inn í mann­­mergð á jóla­­mark­aði í mið­borg Berlín­­ar, á Breitscheid­tplatz, nú fyrir stundu. Breska rík­is­út­varpið BBC seg­ir níu hafa far­ist og að minnsta kosti 50 manns hafi slasast, sumir alvar­lega.Auglýsing

Upp­lýs­ingar eru að ber­ast af vett­vangi, en öku­maður bíls­ins er sagður á flótta. Upp­fært 22:00:  Utan­rík­is­ráðu­neytið hvetur Íslend­inga, sem eru nú í Berlín, til að láta vita af sér. Í yfir­lýs­ingu frá ráðu­neyti Lilju Daggar Alfreðs­dótt­ur, utan­rík­is­ráð­herra, er þetta árétt­að. „Hvetur utan­rík­is­ráðu­neytið alla Íslend­inga í Berlín sem ekki hafa látið aðstand­endur vita af sér að gera það hið fyrsta en fjöl­margir Íslend­ingar eru búsettir í borg­inni, auk þess sem margir ferða­menn eru þar að jafn­aði. Þá hvetur ráðu­neytið Íslend­inga í Berlín til að nýta sér sam­fé­lags­miðla til að láta vini og ætt­ingja vita að þeir séu óhultir. Borg­ara­þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafa ekki borist neinar upp­lýs­ingar sem gefa til kynna að Íslend­ingar hafi orðið fyrir árásinni í kvöld.

Borg­ara­þjón­ustan er í beinu sam­bandi við neyð­arteymi þýsku stjórn­sýsl­unn­ar, sem sett er á fót við atburði sem þessa, og tekur saman upp­lýs­ingar um fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar. Utan­rík­is­ráðu­neytið hvetur alla Íslend­inga sem eru á svæð­inu að fylgj­ast vel með til­mælum yfir­valda á staðn­um. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöð­um.

Ef aðstand­endur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæð­inu og ná ekki sam­bandi við það, eru þeir hvattir til að hafa sam­band við borg­ara­þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í síma 5459900,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Upp­fært 02:50: Tólf eru nú sagðir látn­ir, sam­kvæmt fréttum breska rík­is­út­varps­ins BBC, og í það minnsta 48 slas­að­ir. 

Fréttin verður upp­færð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None