Íslensku bankarnir sagðir á leið í sænsku kauphöllina

Dagens Industri segir að íslenska bankakerfið horfi til þess að tengjast sænska markaðnum meira, bæði í gegnum skuldabréfaútgáfu og einnig eignarhald til framtíðar.

Bankar
Auglýsing

Fram kemur í blað­inu Dag­ens Industri í Sví­þjóð í dag, að íslensku bank­arn­ir, Íslands­banki, Lands­bank­inn og Arion banki, horfi til þess að tengja sig meira inn á sænska mark­að­inn til fram­tíð­ar, bæði með skulda­bréfa­út­gáfu og einnig með því að sækja hlutafé þang­að. 

Er meðal ann­ars fjallað um það í blað­inu, að Arion banki horfi til tví­skrán­ingar á markað í gegnum kaup­höll­ina á Íslandi og í Sví­þjóð, en Nas­daq rekur báðar kaup­hall­irn­ar. 

Auglýsing
Í umfjöll­un­inni kemur fram að íslenska banka­kerfið byggi á grunni inn­lendrar starf­semi hinna föllnu banka, Kaup­þings, Glitnis og gamla Lands­bank­ans, og er fjallað nokkuð um það, að þeir hafi verið með umtals­verða starf­semi í Sví­þjóð fyrir fall þeirra. 

Dagens Industri, fjallar um áhuga á tengingu íslenska bankakerfisins við sænska markaðinn.Í umfjöll­un­inni er rætt við stjórn­endur íslensku bank­anna, meðal ann­ars Jón Guðna Ómars­son, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs Íslands­banka, og Hreiðar Bjarna­son, sem gegnir sömu stöðu hjá Lands­bank­anum en er nú starf­andi banka­stjóri eftir að Stein­þór Páls­son hætti. Þá er einnig fjallað um það að Mon­ika Canem­an, stjórn­ar­for­maður Arion banka, þekki vel til sænska mark­að­ar­ins en hún starf­aði í 24 ár hjá SEB bank­an­um, frá 1977 til 2001.Miklar breyt­ingar hafa orðið á íslensku fjár­mála­kerfi á und­an­förnum árum en íslenska ríkið á nú um 80 pró­sent af öllu kerf­inu. Þar af á ríkið 98 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, Íslands­banka að öllu leyti, Íbúða­lána­sjóð, Byggða­stofn­un, LÍN og smærri eign­ar­hluti, beint og óbeint, í spari­sjóða­kerf­inu sömu­leið­is. Ríkið á 13 pró­sent í Arion banka en Kaup­þing á 87 pró­sent hluta­fjár, og vinnur að sölu á í það minnsta hluta eignar sinnar í bank­an­um, eins og áður hefur komið fram. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None