Íslensku bankarnir sagðir á leið í sænsku kauphöllina

Dagens Industri segir að íslenska bankakerfið horfi til þess að tengjast sænska markaðnum meira, bæði í gegnum skuldabréfaútgáfu og einnig eignarhald til framtíðar.

Bankar
Auglýsing

Fram kemur í blað­inu Dag­ens Industri í Sví­þjóð í dag, að íslensku bank­arn­ir, Íslands­banki, Lands­bank­inn og Arion banki, horfi til þess að tengja sig meira inn á sænska mark­að­inn til fram­tíð­ar, bæði með skulda­bréfa­út­gáfu og einnig með því að sækja hlutafé þang­að. 

Er meðal ann­ars fjallað um það í blað­inu, að Arion banki horfi til tví­skrán­ingar á markað í gegnum kaup­höll­ina á Íslandi og í Sví­þjóð, en Nas­daq rekur báðar kaup­hall­irn­ar. 

Auglýsing
Í umfjöll­un­inni kemur fram að íslenska banka­kerfið byggi á grunni inn­lendrar starf­semi hinna föllnu banka, Kaup­þings, Glitnis og gamla Lands­bank­ans, og er fjallað nokkuð um það, að þeir hafi verið með umtals­verða starf­semi í Sví­þjóð fyrir fall þeirra. 

Dagens Industri, fjallar um áhuga á tengingu íslenska bankakerfisins við sænska markaðinn.Í umfjöll­un­inni er rætt við stjórn­endur íslensku bank­anna, meðal ann­ars Jón Guðna Ómars­son, fram­kvæmda­stjóra fjár­mála­sviðs Íslands­banka, og Hreiðar Bjarna­son, sem gegnir sömu stöðu hjá Lands­bank­anum en er nú starf­andi banka­stjóri eftir að Stein­þór Páls­son hætti. Þá er einnig fjallað um það að Mon­ika Canem­an, stjórn­ar­for­maður Arion banka, þekki vel til sænska mark­að­ar­ins en hún starf­aði í 24 ár hjá SEB bank­an­um, frá 1977 til 2001.Miklar breyt­ingar hafa orðið á íslensku fjár­mála­kerfi á und­an­förnum árum en íslenska ríkið á nú um 80 pró­sent af öllu kerf­inu. Þar af á ríkið 98 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um, Íslands­banka að öllu leyti, Íbúða­lána­sjóð, Byggða­stofn­un, LÍN og smærri eign­ar­hluti, beint og óbeint, í spari­sjóða­kerf­inu sömu­leið­is. Ríkið á 13 pró­sent í Arion banka en Kaup­þing á 87 pró­sent hluta­fjár, og vinnur að sölu á í það minnsta hluta eignar sinnar í bank­an­um, eins og áður hefur komið fram. 

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None