Elísabet II Englandsdrottning missti af sinni fyrstu jólamessu síðan hún tók við völdum 1952 í dag. Samkvæmt þeim upplýsingum sem talsmaður hallarinnar veitti fjölmiðlum þjást konungshjónin af heiftarlegu kvefi.
Elísabet drottning varð níræð á árinu og er þegar orðinn elsti konungborni þjóðhöfðingi í heimi. Eiginmaður hennar, Filippus prins, er 95 ára gamall.
Konungshjónin hafa haldið jólin á sveitasetrinu í Sandringham á vestanverðu Englandi síðan árið 1988 og aldrei misst af jólamessu í kirkju heilagrar Maríu Magdalenu.
Áður en þau hófu að halda jólin á sveitasetrinu voru konungleg jól haldin í Windsor-kastala í London þar sem Elísabet var viðstödd guðsþjónustu síðan um miðjan sjöunda áratuginn. Fjölmiðlar í Brelandi gera ekki ráð fyrir öðru en að Elísabet hafi alltaf mætt í jólamessu.
Eiginmaður hennar, Filippus prins, var ekið í Range Rover-bifreið til kirkjunnar og gekk óstuddur frá bifreiðinni. Karl Bretaprins, erfingi krúnunnar, gekk til kirkjunnar ásamt Camillu eiginkonu sinni og öðrum fjölskyldumeðlimum fyrir utan elsta son Karls. Vilhjálmur og Kate kusu að eyða jólunum með foreldrum Kate og börnum sínum.
Vegna kvefsins var ferð hjónananna til Sandringham frestað um sólarhring og þeim flogið með þyrlu á fimmtudag. Í tilkynningu talsmanns hallarinnar segir að drottningin muni halda sig innandyra á meðan kvefið gengur yfir og til þess að flýta bata. Hún mun svo taka þátt í annari jóladagskrá fjölskyldunnar í dag.
Þrátt fyrir háan aldur heldur Elísabet drottning áfram að taka þátt í opinberum athöfnum, þó þeim hafi fækkað í seinni tíð og muni fækka enn frekar á næsta ári. Erlendar heimsóknir drottningarinnar eru enn fremur orðnar mjög fáar. í breska blaðinu The Times á miðvikudag var sagt frá því að Filippus prins hefði tekið þátt í fleiri opinberum athöfnum á árinu en afasynir hans tveir, Vilhjálmur og Harry, og Kate til samans.