Drottningin missir af sinni fyrstu jólamessu

Elísabet II drottning gat ekki verið viðstödd jólamessu í dag vegna veikinda.

Elísabet drottning og eiginmaður hennar Filippus.
Elísabet drottning og eiginmaður hennar Filippus.
Auglýsing

Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing missti af sinni fyrstu jóla­messu síðan hún tók við völdum 1952 í dag. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem tals­maður hall­ar­innar veitti fjöl­miðlum þjást kon­ungs­hjónin af heift­ar­legu kvefi.

Elísa­bet drottn­ing varð níræð á árinu og er þegar orð­inn elsti kon­ung­borni þjóð­höfð­ingi í heimi. Eig­in­maður henn­ar, Fil­ippus prins, er 95 ára gam­all.

Kon­ungs­hjónin hafa haldið jólin á sveita­setr­inu í Sandring­ham á vest­an­verðu Englandi síðan árið 1988 og aldrei misst af jóla­messu í kirkju heil­agrar Maríu Magda­lenu.

Auglýsing

Áður en þau hófu að halda jólin á sveita­setr­inu voru kon­ung­leg jól haldin í Windsor-kast­ala í London þar sem Elísa­bet var við­stödd guðs­þjón­ustu síðan um miðjan sjö­unda ára­tug­inn. Fjöl­miðlar í Brelandi gera ekki ráð fyrir öðru en að Elísa­bet hafi alltaf mætt í jóla­messu.

Eig­in­maður henn­ar, Fil­ippus prins, var ekið í Range Rover-bif­reið til kirkj­unnar og gekk óstuddur frá bif­reið­inni. Karl Breta­prins, erf­ingi krún­unn­ar, gekk til kirkj­unnar ásamt Camillu eig­in­konu sinni og öðrum fjöl­skyldu­með­limum fyrir utan elsta son Karls. Vil­hjálmur og Kate kusu að eyða jól­unum með for­eldrum Kate og börnum sín­um.

Vegna kvefs­ins var ferð hjón­an­anna til Sandring­ham frestað um sól­ar­hring og þeim flogið með þyrlu á fimmtu­dag. Í til­kynn­ingu tals­manns hall­ar­innar segir að drottn­ingin muni halda sig inn­an­dyra á meðan kvefið gengur yfir og til þess að flýta bata. Hún mun svo taka þátt í ann­ari jóla­dag­skrá fjöl­skyld­unnar í dag.

Þrátt fyrir háan aldur heldur Elísa­bet drottn­ing áfram að taka þátt í opin­berum athöfn­um, þó þeim hafi fækkað í seinni tíð og muni fækka enn frekar á næsta ári. Erlendar heim­sóknir drottn­ing­ar­innar eru enn fremur orðnar mjög fáar. í breska blað­inu The Times á mið­viku­dag var sagt frá því að Fil­ippus prins hefði tekið þátt í fleiri opin­berum athöfnum á árinu en afa­synir hans tveir, Vil­hjálmur og Harry, og Kate til sam­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None