Drottningin missir af sinni fyrstu jólamessu

Elísabet II drottning gat ekki verið viðstödd jólamessu í dag vegna veikinda.

Elísabet drottning og eiginmaður hennar Filippus.
Elísabet drottning og eiginmaður hennar Filippus.
Auglýsing

Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing missti af sinni fyrstu jóla­messu síðan hún tók við völdum 1952 í dag. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem tals­maður hall­ar­innar veitti fjöl­miðlum þjást kon­ungs­hjónin af heift­ar­legu kvefi.

Elísa­bet drottn­ing varð níræð á árinu og er þegar orð­inn elsti kon­ung­borni þjóð­höfð­ingi í heimi. Eig­in­maður henn­ar, Fil­ippus prins, er 95 ára gam­all.

Kon­ungs­hjónin hafa haldið jólin á sveita­setr­inu í Sandring­ham á vest­an­verðu Englandi síðan árið 1988 og aldrei misst af jóla­messu í kirkju heil­agrar Maríu Magda­lenu.

Auglýsing

Áður en þau hófu að halda jólin á sveita­setr­inu voru kon­ung­leg jól haldin í Windsor-kast­ala í London þar sem Elísa­bet var við­stödd guðs­þjón­ustu síðan um miðjan sjö­unda ára­tug­inn. Fjöl­miðlar í Brelandi gera ekki ráð fyrir öðru en að Elísa­bet hafi alltaf mætt í jóla­messu.

Eig­in­maður henn­ar, Fil­ippus prins, var ekið í Range Rover-bif­reið til kirkj­unnar og gekk óstuddur frá bif­reið­inni. Karl Breta­prins, erf­ingi krún­unn­ar, gekk til kirkj­unnar ásamt Camillu eig­in­konu sinni og öðrum fjöl­skyldu­með­limum fyrir utan elsta son Karls. Vil­hjálmur og Kate kusu að eyða jól­unum með for­eldrum Kate og börnum sín­um.

Vegna kvefs­ins var ferð hjón­an­anna til Sandring­ham frestað um sól­ar­hring og þeim flogið með þyrlu á fimmtu­dag. Í til­kynn­ingu tals­manns hall­ar­innar segir að drottn­ingin muni halda sig inn­an­dyra á meðan kvefið gengur yfir og til þess að flýta bata. Hún mun svo taka þátt í ann­ari jóla­dag­skrá fjöl­skyld­unnar í dag.

Þrátt fyrir háan aldur heldur Elísa­bet drottn­ing áfram að taka þátt í opin­berum athöfn­um, þó þeim hafi fækkað í seinni tíð og muni fækka enn frekar á næsta ári. Erlendar heim­sóknir drottn­ing­ar­innar eru enn fremur orðnar mjög fáar. í breska blað­inu The Times á mið­viku­dag var sagt frá því að Fil­ippus prins hefði tekið þátt í fleiri opin­berum athöfnum á árinu en afa­synir hans tveir, Vil­hjálmur og Harry, og Kate til sam­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None