Drottningin missir af sinni fyrstu jólamessu

Elísabet II drottning gat ekki verið viðstödd jólamessu í dag vegna veikinda.

Elísabet drottning og eiginmaður hennar Filippus.
Elísabet drottning og eiginmaður hennar Filippus.
Auglýsing

Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing missti af sinni fyrstu jóla­messu síðan hún tók við völdum 1952 í dag. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem tals­maður hall­ar­innar veitti fjöl­miðlum þjást kon­ungs­hjónin af heift­ar­legu kvefi.

Elísa­bet drottn­ing varð níræð á árinu og er þegar orð­inn elsti kon­ung­borni þjóð­höfð­ingi í heimi. Eig­in­maður henn­ar, Fil­ippus prins, er 95 ára gam­all.

Kon­ungs­hjónin hafa haldið jólin á sveita­setr­inu í Sandring­ham á vest­an­verðu Englandi síðan árið 1988 og aldrei misst af jóla­messu í kirkju heil­agrar Maríu Magda­lenu.

Auglýsing

Áður en þau hófu að halda jólin á sveita­setr­inu voru kon­ung­leg jól haldin í Windsor-kast­ala í London þar sem Elísa­bet var við­stödd guðs­þjón­ustu síðan um miðjan sjö­unda ára­tug­inn. Fjöl­miðlar í Brelandi gera ekki ráð fyrir öðru en að Elísa­bet hafi alltaf mætt í jóla­messu.

Eig­in­maður henn­ar, Fil­ippus prins, var ekið í Range Rover-bif­reið til kirkj­unnar og gekk óstuddur frá bif­reið­inni. Karl Breta­prins, erf­ingi krún­unn­ar, gekk til kirkj­unnar ásamt Camillu eig­in­konu sinni og öðrum fjöl­skyldu­með­limum fyrir utan elsta son Karls. Vil­hjálmur og Kate kusu að eyða jól­unum með for­eldrum Kate og börnum sín­um.

Vegna kvefs­ins var ferð hjón­an­anna til Sandring­ham frestað um sól­ar­hring og þeim flogið með þyrlu á fimmtu­dag. Í til­kynn­ingu tals­manns hall­ar­innar segir að drottn­ingin muni halda sig inn­an­dyra á meðan kvefið gengur yfir og til þess að flýta bata. Hún mun svo taka þátt í ann­ari jóla­dag­skrá fjöl­skyld­unnar í dag.

Þrátt fyrir háan aldur heldur Elísa­bet drottn­ing áfram að taka þátt í opin­berum athöfn­um, þó þeim hafi fækkað í seinni tíð og muni fækka enn frekar á næsta ári. Erlendar heim­sóknir drottn­ing­ar­innar eru enn fremur orðnar mjög fáar. í breska blað­inu The Times á mið­viku­dag var sagt frá því að Fil­ippus prins hefði tekið þátt í fleiri opin­berum athöfnum á árinu en afa­synir hans tveir, Vil­hjálmur og Harry, og Kate til sam­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None