Umferð á hringveginum eykst mikið milli ára

Umferð jókst hlutfallslega mun meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Mesta aukningin varð á austurlandi.

7DM_2064_raw_0596.JPG
Auglýsing

Árið 2016 var algert metár í umferð­inni á Hring­veg­inum en umferðin jókst um ríf­lega þrettán pró­sent „sem er gríð­ar­lega mikil aukn­ing á einu ári“ að því er segir á vef Vega­gerð­ar­inn­ar.

Aukn­ingin er nærri tvö­föld á við aukn­ing­una sem næst kemur á milli áranna 2006 og 2007 sem var 6,8 pró­sent. „Aldrei fyrr hafa jafn­margir bílar farið um mæli­punkta Vega­gerð­ar­innar á Hring­veg­in­um. Sama á við um nýlið­inn des­em­ber­mánuð en umferðin jókst um ríf­lega 21 pró­sent í mán­uð­inum og hefur umferð yfir vetr­ar­mán­uð­ina auk­ist gríð­ar­lega sem lík­lega má fyrst og fremst rekja til auk­innar vetr­ar­ferða­mennsku,“ segir í frétt á vef Vega­gerð­ar­inn­ar.

Mikil umferðaraukning í landinu hefur fylgt aukningu í ferðaþjónustu.Gera má ráð fyrir að mikil aukn­ing í ferða­þjón­ustu eigi stóran hlut í þessar umferð­ar­aukn­ingu en um 1,7 millj­ónir ferða­manna heim­sóttu landið á árinu 2016 og nam aukn­ingin í það minnsta 30 pró­sentum milli ára. End­an­legar tölur um fjöld­ann eiga þó eftir að ber­ast.

Auglýsing

Umferðin í des­em­ber 2016 jókst gríðar mikið en nið­ur­staðan varð rúm­lega 21 pró­sent aukn­ing árið 2016 miðað við sama mánuð árið 2015.  Þetta er mesta aukn­ing milli des­em­ber mán­uða frá því að þessi sam­an­tekt hófst.  Umferð jókst á öllum lands­svæðum en lang­mest mæld­ist aukn­ingin um mæli­snið á Aust­ur­landi eða um tæp­lega 52 pró­sent.  Minnst jókst umferð um mæli­snið um og í grennd við höf­uð­borg­ar­svæðið eða um 18 pró­sent.

Á vef Vega­gerð­ar­innar segir að góð færð kunni einnig að hafa sín áhrif á það, að umferð hefur auk­ist jafn mikið og raun ber vitni núna á vetr­ar­mán­uð­um. „Vafa­laust eru nokkrar ástæður fyrir því að umferðin á Hring­vegi eykst svona eins og hún hefur gert.  Vega­gerðin hefur bent á fylgni umferðar við hag­vöxt, aukn­ingu ferða­manna og síðan mætti ímynda sér að góð færð á vegum yfir vetr­ar­mán­uði hafi mikið að segja.  Þetta kunna að vera þrjár meg­in­á­stæður fyrir þess­ari miklu aukn­ingu á síð­asta ári.  Það verður því afar fróð­legt að fylgj­ast með þró­un­inni á þessu ári og sjá hvort þessi mikla aukn­ing haldi áfram eða hvort það hægi á henn­i,“ segir á vef Vega­gerð­ar­innar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None