Umferð á hringveginum eykst mikið milli ára

Umferð jókst hlutfallslega mun meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Mesta aukningin varð á austurlandi.

7DM_2064_raw_0596.JPG
Auglýsing

Árið 2016 var algert metár í umferð­inni á Hring­veg­inum en umferðin jókst um ríf­lega þrettán pró­sent „sem er gríð­ar­lega mikil aukn­ing á einu ári“ að því er segir á vef Vega­gerð­ar­inn­ar.

Aukn­ingin er nærri tvö­föld á við aukn­ing­una sem næst kemur á milli áranna 2006 og 2007 sem var 6,8 pró­sent. „Aldrei fyrr hafa jafn­margir bílar farið um mæli­punkta Vega­gerð­ar­innar á Hring­veg­in­um. Sama á við um nýlið­inn des­em­ber­mánuð en umferðin jókst um ríf­lega 21 pró­sent í mán­uð­inum og hefur umferð yfir vetr­ar­mán­uð­ina auk­ist gríð­ar­lega sem lík­lega má fyrst og fremst rekja til auk­innar vetr­ar­ferða­mennsku,“ segir í frétt á vef Vega­gerð­ar­inn­ar.

Mikil umferðaraukning í landinu hefur fylgt aukningu í ferðaþjónustu.Gera má ráð fyrir að mikil aukn­ing í ferða­þjón­ustu eigi stóran hlut í þessar umferð­ar­aukn­ingu en um 1,7 millj­ónir ferða­manna heim­sóttu landið á árinu 2016 og nam aukn­ingin í það minnsta 30 pró­sentum milli ára. End­an­legar tölur um fjöld­ann eiga þó eftir að ber­ast.

Auglýsing

Umferðin í des­em­ber 2016 jókst gríðar mikið en nið­ur­staðan varð rúm­lega 21 pró­sent aukn­ing árið 2016 miðað við sama mánuð árið 2015.  Þetta er mesta aukn­ing milli des­em­ber mán­uða frá því að þessi sam­an­tekt hófst.  Umferð jókst á öllum lands­svæðum en lang­mest mæld­ist aukn­ingin um mæli­snið á Aust­ur­landi eða um tæp­lega 52 pró­sent.  Minnst jókst umferð um mæli­snið um og í grennd við höf­uð­borg­ar­svæðið eða um 18 pró­sent.

Á vef Vega­gerð­ar­innar segir að góð færð kunni einnig að hafa sín áhrif á það, að umferð hefur auk­ist jafn mikið og raun ber vitni núna á vetr­ar­mán­uð­um. „Vafa­laust eru nokkrar ástæður fyrir því að umferðin á Hring­vegi eykst svona eins og hún hefur gert.  Vega­gerðin hefur bent á fylgni umferðar við hag­vöxt, aukn­ingu ferða­manna og síðan mætti ímynda sér að góð færð á vegum yfir vetr­ar­mán­uði hafi mikið að segja.  Þetta kunna að vera þrjár meg­in­á­stæður fyrir þess­ari miklu aukn­ingu á síð­asta ári.  Það verður því afar fróð­legt að fylgj­ast með þró­un­inni á þessu ári og sjá hvort þessi mikla aukn­ing haldi áfram eða hvort það hægi á henn­i,“ segir á vef Vega­gerð­ar­innar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None