Tvö hrunmál á dagskrá Hæstaréttar á næstu vikum

Guðmundur Örn Hauksson er einn þeirra sem ákærður er í SPRON-málinu.
Guðmundur Örn Hauksson er einn þeirra sem ákærður er í SPRON-málinu.
Auglýsing

Málflutningur í Hæstarétti í SPRON-málinu svokallaða fer fram í næsta miðvikudag, 11. janúar. Næstum eitt og hálft ár er síðan að héraðsdómur sýknaði fjóra fyrrverandi stjórnarmenn í sjóðnum og fyrrverandi forstjóri bankans af ákæru um umboðssvik.

Annað hrunmál, hið svokallaða Marple-mál, er einnig komið á dagskrá Hæstaréttar. Málflutningur fer fram í því 3. mars næstkomandi. Tveir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og einn hluthafi bankans voru sakfelldir í málinu í október 2015 en fyrrverandi fjármálastjóri hans var sýknaður.

Þá liggur fyrir að niðurstöðu í tveimur hrunmálum sem fékkst síðla árs 2016, hinum svokölluðu SpKef- og Aurum-málum, verður að mestu áfrýjað til Hæstaréttar.

Auglýsing

Allir sýknaðir fyrir héraðsdómi

Í SPRON-málinu eru fjórir fyrrverandi stjórn­ar­menn og fyrrum for­stjóri SPRON ákærðir fyrir umboðs­svik vegna tveggja millj­arða króna láns sem ­SPRON veitti Exista þann 30. sept­em­ber 2008, deg­inum eftir að Glitnir var þjóð­nýttur og íslenska banka­kerfið allt var á helj­ar­þröm.

Hinir ákærðu eru Guð­mundur Örn Hauks­son, fyrrum spari­sjóðs­stjóri og síðar for­stjóri SPRON, og stjórn­ar­menn­irnir Rann­veig Rist, sem er for­stjóri Rio Tinto Alcan, Mar­grét Guð­munds­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður N1, auk Ara Berg­manns Ein­ars­sonar og Jóhanns Ásgeirs Bald­urs. Þeim er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans í veru­lega hættu með því að fara út fyrir heim­ildir til lán­veit­inga þegar þau sam­þykktu lán­ið.

Þau voru öll sýknuð þann 25. júní 2015 en niðurstöðunni var áfrýjað til Hæstaréttar.

Fjárdráttur og umboðssvik

Í Marple-málinu eru Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings,  Magnús Guð­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri bank­ans í Lúxemborg, Skúli Þor­valds­son fjár­festir og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, ákærð. Hreiðar Már og Guðný Arna eru ákærð fyrir fjár­drátt og umboðs­svik. Magnús var ákærður fyrir hlut­deild í fjár­drætti og umboðs­svikum og Skúli var ákærður fyrir hylm­ing­u og peningaþvætti af gáleysi. ­Mál­ið, eins og emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara lagði það upp, snýst um til­færslu á um átta millj­örðum króna úr sjóðum Kaup­þings til félags­ins Marple Holding, í eigu Skúla, án þess að lög­mætar viðskiptalegar ákvarð­anir lægju þar að baki.

Þann 9. október 2015 voru Hreiðar Már, Magnús og Skúli sak­felldir í ­mál­inu.  Skúli var sýknaður af ákæru um hylmingu en sakfelldur fyrir peningaþvætti af gáleysi. Hreiðar Már og Skúli hlutu sex mán­aða dóma en Magnús var dæmdur í 18 mán­aða fang­elsi. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, var sýknuð af ákæru í mál­inu.

Sýknaður í héraði

Í SpKef-málinu er Geirmundur Kristinsson, fyrr­ver­andi spari­­­sjóðs­stjóri Spari­­­sjóðs­ins í Kefla­vík, ákærður fyrir umboðssvik.Annars vegar var hann ákærður fyrir að hafa mis­­notað aðstöðu sína til að lána félagi tengdu Suð­­ur­­nesja­­mönnum 100 millj­­ónir króna í formi yfir­­­drátt­­ar­láns, sem tap­að­ist að fullu. Hins vegar á Geir­­mundur að hafa fram­­selt stofn­bréf í Spari­­­sjóði Kefla­víkur að verð­­mæti 683 millj­­ónir króna til einka­hluta­­fé­lags­ins Foss­vogs­hyls ehf., sem varð síðar í eigu sonar Geir­­mund­­ar. Ekk­ert end­­ur­­gjald var tekið vegna þessa en skuld á Foss­vogs­hyl skráð í bækur dótt­­ur­­fé­lags spari­­­sjóðs­ins. Ekk­ert fékkst greitt upp í skuld­ina utan tæp­­lega 50 milljón króna arð­greiðslu á árinu 2008.

Ákæru­­valdið krafð­ist þess fyrir héraðsdómi að Geir­­mund­ur yrði dæmd­ur til að sæta óskil­orðs­bund­inni fang­els­is­refs­ingu í fjögur ár hið minnsta. Hann var hins vegar sýknaður 4. nóvember 2016. Þeirri niðurstöðu hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Einum sýknudómi áfrýjað en öðrum ekki

Aurum-málið snýst um sex millj­­­­arða króna lán­veit­ingu til félags­­­­ins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjár­­­­­­­magna kaup FS38, eign­­­­ar­­­­laust félag í eigu Pálma Har­alds­­­­son­­­­ar, á 25,7 pró­­­­sent hlut Fons hf., líka í eigu Pálma, í Aurum Holding Limited. Hluti láns­ins, einn millj­­­­arður króna, var ráð­stafað inn á per­­­­són­u­­­­legan banka­­­­reikn­ing Jóns Ásgeirs. Hann nýtti þann millj­­­­arð síðan í að borga meðal ann­­­­ars 705 millj­­­­óna króna yfir­­­­­­­drátt­­­­ar­heim­ild sína hjá Glitni. Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari, áður sér­­­­stakur sak­­­­sókn­­­­ari, vill meina að Jón Ásgeir hafi þannig fengið hlut í ávinn­ingi af brot­inu og notið hagn­að­­­­ar­ins.

Málið hefur farið tvívegis fyrir héraðsdóm. Í fyrra skiptið voru allir sak­born­ingar sýkn­að­ir. Rík­is­sak­sókn­ari fór hins vegar fram á ómerk­ingu á með­ferð máls­ins á grund­velli þess að einn með­­­­­­­dóm­­­­ari máls­ins hefði verið van­hæfur til að fjalla um það. Um­ræddur með­­­­­­­dóm­­­­ari er Sverrir Ólafs­­­­son, fjár­­­­­­­mála­verk­fræð­ing­­­­ur, en hann er bróðir Ólafs Ólafs­­­­son­­­­ar, kenndum við Sam­­­­skip, sem hlaut þungan fang­els­is­­­­dóm vegna aðildar sinnar að Al-Thani flétt­unni svoköll­uðu. Þetta lá ekki fyrir við með­­­­­ferð máls­ins í hér­­­aði. Hæst­i­­­réttur féllst á það.

Málið var aftur tekið fyrir í héraðsdómi síðastliðið haust og dómur féll 24. nóvember. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Magnús Agnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, voru dæmdir sekir. Lárus fékk eins árs fangelsisdóm en Magnús Agnar tveggja ára dóm. Bjarni Jó­hann­es­­son, fyrr­ver­andi við­skipta­­stjóri hjá bank­an­um, og Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi aðal­eig­andi Glitn­is, voru hins vegar sýkn­aðir í mál­inu.

Bæði Lárus og Magnús Arnar áfrýjuðu niðurstöðunni til Hæstaréttar. Ríkissaksóknari ákvað að áfrýja sýknu Jóns Ásgeirs þangað en ekki sýknu Bjarna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None