Tvö hrunmál á dagskrá Hæstaréttar á næstu vikum

Guðmundur Örn Hauksson er einn þeirra sem ákærður er í SPRON-málinu.
Guðmundur Örn Hauksson er einn þeirra sem ákærður er í SPRON-málinu.
Auglýsing

Mál­flutn­ingur í Hæsta­rétti í SPRON-­mál­inu svo­kall­aða fer fram í næsta mið­viku­dag, 11. jan­ú­ar. Næstum eitt og hálft ár er síðan að hér­aðs­dómur sýkn­aði fjóra fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn í sjóðnum og fyrr­ver­andi for­stjóri bank­ans af ákæru um umboðs­svik.

Annað hrun­mál, hið svo­kall­aða Marp­le-­mál, er einnig komið á dag­skrá Hæsta­rétt­ar. Mál­flutn­ingur fer fram í því 3. mars næst­kom­andi. Tveir fyrr­ver­andi stjórn­endur Kaup­þings og einn hlut­hafi bank­ans voru sak­felldir í mál­inu í októ­ber 2015 en fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri hans var sýkn­að­ur.

Þá liggur fyrir að nið­ur­stöðu í tveimur hrun­málum sem fékkst síðla árs 2016, hinum svoköll­uðu SpKef- og Aur­um-­mál­um, verður að mestu áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Auglýsing

Allir sýkn­aðir fyrir hér­aðs­dómi

Í SPRON-­mál­inu eru fjórir fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­menn og fyrrum for­­stjóri SPRON ákærðir fyrir umboðs­­svik vegna tveggja millj­­arða króna láns sem ­SPRON veitti Exista þann 30. sept­­em­ber 2008, deg­inum eftir að Glitnir var þjóð­nýttur og íslenska banka­­kerfið allt var á helj­­ar­­þröm.

Hinir ákærðu eru Guð­­mundur Örn Hauks­­son, fyrrum spari­­­sjóðs­­stjóri og síðar for­­stjóri SPRON, og stjórn­­­ar­­menn­irnir Rann­veig Rist, sem er for­­stjóri Rio Tinto Alcan, Mar­grét Guð­­munds­dótt­ir, stjórn­­­ar­­for­­maður N1, auk Ara Berg­­manns Ein­­ar­s­­sonar og Jóhanns Ásgeirs Bald­­urs. Þeim er gefið að sök að hafa mis­­notað aðstöðu sína hjá spari­­­sjóðnum og stefnt fé hans í veru­­lega hættu með því að fara út fyrir heim­ildir til lán­veit­inga þegar þau sam­­þykktu lán­ið.

Þau voru öll sýknuð þann 25. júní 2015 en nið­ur­stöð­unni var áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Fjár­dráttur og umboðs­svik

Í Marp­le-­mál­inu eru Hreiðar Már Sig­­urðs­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri Kaup­­þings,  Magnús Guð­­munds­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóri bank­ans í Lúx­em­borg, Skúli Þor­­valds­­son fjár­­­festir og Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri bank­ans, ákærð. Hreiðar Már og Guðný Arna eru ákærð fyrir fjár­­­drátt og umboðs­­svik. Magnús var ákærður fyrir hlut­­deild í fjár­­drætti og umboðs­svikum og Skúli var ákærður fyrir hylm­ing­u og pen­inga­þvætti af gáleysi. ­Mál­ið, eins og emb­ætti sér­­staks sak­­sókn­­ara lagði það upp, snýst um til­­­færslu á um átta millj­­örðum króna úr sjóðum Kaup­­þings til félags­­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­­­mætar við­skipta­legar ákvarð­­anir lægju þar að baki.

Þann 9. októ­ber 2015 voru Hreiðar Már, Magnús og Skúli sak­­felldir í ­mál­inu.  Skúli var sýkn­aður af ákæru um hylm­ingu en sak­felldur fyrir pen­inga­þvætti af gáleysi. Hreiðar Már og Skúli hlutu sex mán­aða dóma en Magnús var dæmdur í 18 mán­aða fang­elsi. Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­­­mála­­stjóri bank­ans, var sýknuð af ákæru í mál­inu.

Sýkn­aður í hér­aði

Í SpKef-­mál­inu er Geir­mundur Krist­ins­son, fyrr­ver­andi spari­­­­­sjóðs­­stjóri Spari­­­­­sjóðs­ins í Kefla­vík, ákærður fyrir umboðs­svik.Ann­ars vegar var hann ákærður fyrir að hafa mis­­­notað aðstöðu sína til að lána félagi tengdu Suð­­­ur­­­nesja­­­mönnum 100 millj­­­ónir króna í formi yfir­­­­­drátt­­­ar­láns, sem tap­að­ist að fullu. Hins vegar á Geir­­­mundur að hafa fram­­­selt stofn­bréf í Spari­­­­­sjóði Kefla­víkur að verð­­­mæti 683 millj­­­ónir króna til einka­hluta­­­fé­lags­ins Foss­vogs­hyls ehf., sem varð síðar í eigu sonar Geir­­­mund­­­ar. Ekk­ert end­­­ur­­­gjald var tekið vegna þessa en skuld á Foss­vogs­hyl skráð í bækur dótt­­­ur­­­fé­lags spari­­­­­sjóðs­ins. Ekk­ert fékkst greitt upp í skuld­ina utan tæp­­­lega 50 milljón króna arð­greiðslu á árinu 2008.

Ákæru­­­valdið krafð­ist þess fyrir hér­aðs­dómi að Geir­­­mund­ur yrði dæmd­ur til að sæta óskil­orðs­bund­inni fang­els­is­refs­ingu í fjögur ár hið minnsta. Hann var hins vegar sýkn­aður 4. nóv­em­ber 2016. Þeirri nið­ur­stöðu hefur nú verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Einum sýknu­dómi áfrýjað en öðrum ekki

Aur­um-­málið snýst um sex millj­­­­­arða króna lán­veit­ingu til félags­­­­­ins FS38 í júlí 2008. Lánið var veitt til að fjár­­­­­­­­­magna kaup FS38, eign­­­­­ar­­­­­laust félag í eigu Pálma Har­alds­­­­­son­­­­­ar, á 25,7 pró­­­­­sent hlut Fons hf., líka í eigu Pálma, í Aurum Hold­ing Limited. Hluti láns­ins, einn millj­­­­­arður króna, var ráð­stafað inn á per­­­­­són­u­­­­­legan banka­­­­­reikn­ing Jóns Ásgeirs. Hann nýtti þann millj­­­­­arð síðan í að borga meðal ann­­­­­ars 705 millj­­­­­óna króna yfir­­­­­­­­­drátt­­­­­ar­heim­ild sína hjá Glitni. Hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ari, áður sér­­­­­stakur sak­­­­­sókn­­­­­ari, vill meina að Jón Ásgeir hafi þannig fengið hlut í ávinn­ingi af brot­inu og notið hagn­að­­­­­ar­ins.

Málið hefur farið tví­vegis fyrir hér­aðs­dóm. Í fyrra skiptið voru allir sak­­born­ingar sýkn­að­­ir. Rík­­is­sak­­sókn­­ari fór hins vegar fram á ómerk­ingu á með­­­ferð máls­ins á grund­velli þess að einn með­­­­­­­­­dóm­­­­­ari máls­ins hefði verið van­hæfur til að fjalla um það. Um­ræddur með­­­­­­­­­dóm­­­­­ari er Sverrir Ólafs­­­­­son, fjár­­­­­­­­­mála­verk­fræð­ing­­­­­ur, en hann er bróðir Ólafs Ólafs­­­­­son­­­­­ar, kenndum við Sam­­­­­skip, sem hlaut þungan fang­els­is­­­­­dóm vegna aðildar sinnar að Al-T­hani flétt­unni svoköll­uðu. Þetta lá ekki fyrir við með­­­­­­­ferð máls­ins í hér­­­­aði. Hæst­i­­­­réttur féllst á það.

Málið var aftur tekið fyrir í hér­aðs­dómi síð­ast­liðið haust og dómur féll 24. nóv­em­ber. Lárus Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, og Magnús Agnar Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, voru dæmdir sek­ir. Lárus fékk eins árs fang­els­is­dóm en Magnús Agnar tveggja ára dóm. Bjarni Jó­hann­es­­­son, fyrr­ver­andi við­­skipta­­­stjóri hjá bank­an­um, og Jón Ásgeir Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi aðal­­eig­andi Glitn­is, voru hins vegar sýkn­aðir í mál­inu.

Bæði Lárus og Magnús Arnar áfrýj­uðu nið­ur­stöð­unni til Hæsta­rétt­ar. Rík­is­sak­sókn­ari ákvað að áfrýja sýknu Jóns Ásgeirs þangað en ekki sýknu Bjarna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None