Vladimir Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði herferð gegn kosningaframboði Hillary Clinton með innbrotum í tölvukerfi og áhrifum á fjölmiðla, og var meðal annars fölskum fréttum beitt til að hafa áhrif á opinbera umræðu, og voru sérstakar aðferði tölvuhakkara notaðar til þess að tryggja góða dreifingu þeirra.
Frá þessu er greint í skýrslu bandarískra leyniþjónustustofnanna sem gerð var opinber í gærkvöldi. Eftir því sem á leið á herferð Rússa var byrjað að beita aðferðum, í gegnum tölvuárásir, til að ýta undir góða niðurstöðu Donalds Trump í kosningunum.
Markmið Rússa hafi verið að grafa undan trúverðugleika bandaríska kosningakerfisins, ófrægja Clinton og draga úr kjörþokka hennar, segir í skýrslunni.
Er sérstaklega vikið að því að Pútín sé æfur vegna lyfjahneykslis rússneskra íþróttamanna og einnig að gögn um viðskipti trúnaðarmanna hans, sem fram koma í Panamaskjölunum, hafi komist í dagsljósið. Þá er hann sagður kenna Hillary um að hafa hvatt til mikilla mótmæla gegn stjórn hans á árunum 2011 og 2012.
Aðrar þjóðir eru varaðar við því að Rússar eigi mögulega eftir að reyna að hafa áhrif á kosningar þeirra. Reynsla þeirra í Bandaríkjunum hafi gefið það góða raun. Bæði Frakkar og Þjóðverjar velja sér nýtt þing og nýja forystu í ár.
Á þeim 25 síðum sem gerðar voru opinberar í skýrslunni er nokkrum hlutum haldið frá opinberun, og er það sérstaklega merkt í skýrslunni. Á þriðgja tuga blaðsíðna í skýrslunni er enn haldið leyndum, en þær voru sýndar Barack Obama, forseta, og Donald Trump, verðandi forseta, í dag.
Trump segir í samtali við fréttamenn að hann hafi lært mikið af fundinum með yfirmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna, en hann hefur til þessa haldið því fram að ekkert hafi beinlínis komið fram sem styðji ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af