Pútín sagður hafa fyrirskipað tölvuárásir á framboð Hillary Clinton

Forseti Rússlandi vildi að tölvuárásum yrði beitt til að hjálpa Donald Trump að verða forseti, að því er segir í skýrslum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna.

Putin pútín vladimír
Auglýsing

Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, fyr­ir­skip­aði her­ferð gegn kosn­inga­fram­boði Hill­ary Clinton með inn­brotum í tölvu­kerfi og áhrifum á fjöl­miðla, og var meðal ann­ars fölskum fréttum beitt til að hafa áhrif á opin­bera umræðu, og voru sér­stakar aðferði tölvu­hakk­ara not­aðar til þess að tryggja góða dreif­ingu þeirra.

Frá þessu er greint í skýrslu banda­rískra leyni­þjón­ustu­stofn­anna sem gerð var opin­ber í gær­kvöldi. Eftir því sem á leið á her­ferð Rússa var byrjað að beita aðferð­um, í gegnum tölvu­árás­ir, til að ýta undir góða nið­ur­stöðu Don­alds Trump í kosn­ing­un­um.

Mark­mið Rússa hafi verið að grafa undan trú­verð­ug­leika banda­ríska kosn­inga­kerf­is­ins, ófrægja Clinton og draga úr kjör­þokka henn­ar, segir í skýrsl­unni.

Auglýsing

Er sér­stak­lega vikið að því að Pútín sé æfur vegna lyfja­hneykslis rúss­neskra íþrótta­manna og einnig að gögn um við­skipti trún­að­ar­manna hans, sem fram koma í Panama­skjöl­un­um, hafi kom­ist í dags­ljós­ið. Þá er hann sagður kenna Hill­ary um að hafa hvatt til mik­illa mót­mæla gegn stjórn hans á árunum 2011 og 2012.Aðrar þjóðir eru var­aðar við því að Rússar eigi mögu­lega eftir að reyna að hafa áhrif á kosn­ingar þeirra. Reynsla þeirra í Banda­ríkj­unum hafi gefið það góða raun. Bæði Frakkar og Þjóð­verjar velja sér nýtt þing og nýja for­ystu í ár.

Á þeim 25 síðum sem gerðar voru opin­berar í skýrsl­unni er nokkrum hlutum haldið frá opin­ber­un, og er það sér­stak­lega merkt í skýrsl­unni. Á þriðgja tuga blað­síðna í skýrsl­unni er enn haldið leynd­um, en þær voru sýndar Barack Obama, for­seta, og Don­ald Trump, verð­andi for­seta, í dag.

Trump segir í sam­tali við frétta­menn að hann hafi lært mikið af fund­inum með yfir­mönnum leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna, en hann hefur til þessa haldið því fram að ekk­ert hafi bein­línis komið fram sem styðji ásak­anir um að Rússar hafi haft afskipti af 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None