Pútín sagður hafa fyrirskipað tölvuárásir á framboð Hillary Clinton

Forseti Rússlandi vildi að tölvuárásum yrði beitt til að hjálpa Donald Trump að verða forseti, að því er segir í skýrslum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna.

Putin pútín vladimír
Auglýsing

Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, fyr­ir­skip­aði her­ferð gegn kosn­inga­fram­boði Hill­ary Clinton með inn­brotum í tölvu­kerfi og áhrifum á fjöl­miðla, og var meðal ann­ars fölskum fréttum beitt til að hafa áhrif á opin­bera umræðu, og voru sér­stakar aðferði tölvu­hakk­ara not­aðar til þess að tryggja góða dreif­ingu þeirra.

Frá þessu er greint í skýrslu banda­rískra leyni­þjón­ustu­stofn­anna sem gerð var opin­ber í gær­kvöldi. Eftir því sem á leið á her­ferð Rússa var byrjað að beita aðferð­um, í gegnum tölvu­árás­ir, til að ýta undir góða nið­ur­stöðu Don­alds Trump í kosn­ing­un­um.

Mark­mið Rússa hafi verið að grafa undan trú­verð­ug­leika banda­ríska kosn­inga­kerf­is­ins, ófrægja Clinton og draga úr kjör­þokka henn­ar, segir í skýrsl­unni.

Auglýsing

Er sér­stak­lega vikið að því að Pútín sé æfur vegna lyfja­hneykslis rúss­neskra íþrótta­manna og einnig að gögn um við­skipti trún­að­ar­manna hans, sem fram koma í Panama­skjöl­un­um, hafi kom­ist í dags­ljós­ið. Þá er hann sagður kenna Hill­ary um að hafa hvatt til mik­illa mót­mæla gegn stjórn hans á árunum 2011 og 2012.Aðrar þjóðir eru var­aðar við því að Rússar eigi mögu­lega eftir að reyna að hafa áhrif á kosn­ingar þeirra. Reynsla þeirra í Banda­ríkj­unum hafi gefið það góða raun. Bæði Frakkar og Þjóð­verjar velja sér nýtt þing og nýja for­ystu í ár.

Á þeim 25 síðum sem gerðar voru opin­berar í skýrsl­unni er nokkrum hlutum haldið frá opin­ber­un, og er það sér­stak­lega merkt í skýrsl­unni. Á þriðgja tuga blað­síðna í skýrsl­unni er enn haldið leynd­um, en þær voru sýndar Barack Obama, for­seta, og Don­ald Trump, verð­andi for­seta, í dag.

Trump segir í sam­tali við frétta­menn að hann hafi lært mikið af fund­inum með yfir­mönnum leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna, en hann hefur til þessa haldið því fram að ekk­ert hafi bein­línis komið fram sem styðji ásak­anir um að Rússar hafi haft afskipti af 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None