Pútín sagður hafa fyrirskipað tölvuárásir á framboð Hillary Clinton

Forseti Rússlandi vildi að tölvuárásum yrði beitt til að hjálpa Donald Trump að verða forseti, að því er segir í skýrslum leyniþjónustustofnanna Bandaríkjanna.

Putin pútín vladimír
Auglýsing

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði herferð gegn kosningaframboði Hillary Clinton með innbrotum í tölvukerfi og áhrifum á fjölmiðla, og var meðal annars fölskum fréttum beitt til að hafa áhrif á opinbera umræðu, og voru sérstakar aðferði tölvuhakkara notaðar til þess að tryggja góða dreifingu þeirra.

Frá þessu er greint í skýrslu bandarískra leyniþjónustustofnanna sem gerð var opinber í gærkvöldi. Eftir því sem á leið á herferð Rússa var byrjað að beita aðferðum, í gegnum tölvuárásir, til að ýta undir góða niðurstöðu Donalds Trump í kosningunum.

Markmið Rússa hafi verið að grafa undan trúverðugleika bandaríska kosningakerfisins, ófrægja Clinton og draga úr kjörþokka hennar, segir í skýrslunni.

Auglýsing

Er sérstaklega vikið að því að Pútín sé æfur vegna lyfjahneykslis rússneskra íþróttamanna og einnig að gögn um viðskipti trúnaðarmanna hans, sem fram koma í Panamaskjölunum, hafi komist í dagsljósið. Þá er hann sagður kenna Hillary um að hafa hvatt til mikilla mótmæla gegn stjórn hans á árunum 2011 og 2012.


Aðrar þjóðir eru varaðar við því að Rússar eigi mögulega eftir að reyna að hafa áhrif á kosningar þeirra. Reynsla þeirra í Bandaríkjunum hafi gefið það góða raun. Bæði Frakkar og Þjóðverjar velja sér nýtt þing og nýja forystu í ár.

Á þeim 25 síðum sem gerðar voru opinberar í skýrslunni er nokkrum hlutum haldið frá opinberun, og er það sérstaklega merkt í skýrslunni. Á þriðgja tuga blaðsíðna í skýrslunni er enn haldið leyndum, en þær voru sýndar Barack Obama, forseta, og Donald Trump, verðandi forseta, í dag.

Trump segir í samtali við fréttamenn að hann hafi lært mikið af fundinum með yfirmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna, en hann hefur til þessa haldið því fram að ekkert hafi beinlínis komið fram sem styðji ásakanir um að Rússar hafi haft afskipti af 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None