Forseti Mexíkó hafnar því algjörlega að greiða fyrir Trump-múrinn

Nieto
Auglýsing

For­seti Mexíkó, Enrique Pena Nieto, hafn­aði því algjör­lega í gær að Mexíkó muni borga fyrir bygg­ingu múrs á landa­mærum Mexíkó og Banda­ríkj­anna.

Nieto lýsti þessu yfir á árlegum fundi sínum með sendi­herrum Mexíkós í for­seta­höll­inni, en í ræðu sinni brást hann meðal ann­ars við því sem Don­ald J. Trump, verð­andi Banda­ríkja­for­seti, sagði á blaða­manna­fundi sínum skömmu áður. Á meðal þess sem Trump sagði var að hann ætl­aði sér að skatt­legja fjár­magns­flutn­ing fyr­ir­tækja frá Mexíkó út úr Banda­ríkj­un­um, og nota ávinn­ing­inn í að reisa múr á landa­mær­un­um. 

Nieto hafn­aði þessum hug­myndum og sagði þær algjör­lega á skjön við gild­andi frí­versl­un­ar­samn­inga. Hann sagð­ist enn fremur ætla að leita leiða til þess að eiga upp­byggi­leg sam­skipti við Trump og stjórn hans, og sagði full­viss um að þegar væri búið að skoða málin ofan í kjöl­inn þá væri það sam­eig­in­legur skiln­ingur stjórna í báðum lönd­um, að við­halda góðum sam­skiptum ríkj­anna.

Auglýsing

Nieto var harð­orður þegar kom að hug­myndum að láta almenn­ing í Mexíkó greiða fyrir bygg­ingu múrs­ins. „Við munum aldrei sætta okkur við neitt sem vegur að virð­ingu okkar sem sjálf­stæðri þjóð í sjálf­stæðu rík­i,“ sagði for­set­inn. „Það blasir við að okkur mun greina á við næstu rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna um ýmis­legt, til dæmis um múr­inn, sem Mexíkó mun að sjálf­sögðu ekki fjár­magna.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None