Lögmaður hinna kærðu: Ásakanirnar eru rangar

peningar
Auglýsing

„Ásak­an­irnar sem fram koma í kærunni eru rang­ar.“ Þetta segir Heiðar Ásberg Atla­son hrl. í yfir­lýs­ingu þar sem hann hann hafnar því alfarið að atriði sem fram koma í kæru Skipta­stjóra EK 1923 ehf., Sveins Andra Sveins­sonar hrl., eigi við rök að styðj­ast. Hann segir að kæran, sem birt var í heild sinni á vef Kjarn­ans í morg­un, vera ekki í takt við stað­reyndi máls­ins, og að þeim upp­lýs­ingum hafi verið komið til skila.

„Kæran virð­ist sett fram í fljót­færni enda eru full­nægj­andi skýr­ingar á öllum þeim atriðum sem hún tekur til. Það vekur sér­staka furðu að eng­inn áhugi virð­ist hafa verið hjá við­kom­andi skipta­stjóra að fá þessar skýr­ingar fram áður en hann lagði fram kæruna. Und­ir­rit­aður hefur lagt fram aðfinnslur við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, fyrir hönd umbjóð­enda minna, vegna starfa skipta­stjór­ans auk þess sem kvörtun hefur verið send til úrskurð­ar­nefndar Lög­manna­fé­lags Íslands. Þá er ekki úti­lokað að frek­ari úrræðum verði beitt gegn skipta­stjór­anum haldi hann þessum rang­færslum til streit­u,“ segir Heiðar Ásberg í yfir­lýs­ingu.

Eins og greint var frá í morgun þá hefur Sveinn Andri Sveins­­son hrl. skipta­­stjóri EK 1923 ehf., sem áður hét Egg­ert Krist­jáns­­son Hf. heild­verzl­un, kært Skúla Gunnar Sig­­fús­­son, oft kenndan við Subway, og Guð­­mund Hjalta­­son, til emb­ættis Hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna meintra brota þeirra í tengslum við gjörn­inga EK og félags­­ins Sjö­st­­arn­­an. Eru þeir kærðir fyrir auð­g­un­­ar­brot, skjala­brot og ranga skýrslu­­gjöf, að því er segir í kærunni sem er frá 9. jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Auglýsing

Skúli var eig­andi í báðum félögum en Guð­­mundur var fram­­kvæmda­­stjóri Sjö­­stjörn­unn­­ar, sam­­kvæmt kæru, þegar meint brot áttu sér stað.

Í kærunni, er þeim lýst þannig, að þeir hafi með „ólög­­mætum hætti til­­einkað sér fyrir hönd Sjö­­stjörn­unnar ehf. 21,3 millj­­ónir króna með því að láta starfs­­mann Íslands­­­banka milli­­­færa þann 15. Mars 2016 milli­­­færa þá fjár­­hæð af bund­inni banka­­bók í eigu EK inn á reikn­ing Sjö­­stjörn­unn­­ar,“ eins og orð­rétt segir í kærunni. Með þessum hætti eru þeir sak­aðir um að hafa haldið eftir fjár­­munum með ótil­hlýð­i­­legum hætti frá öðrum kröf­u­höfum þrátt fyrir að gjald­­þrot félags­­ins væri yfir­­vof­and­i. 

Kæran er birt hér í heild sinni, en í lok hennar er gerð krafa um refs­ingu og að hugs­an­­lega geti komið til einka­rétt­­ar­­legrar kröfu á hendur þeim. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None