Lögmaður hinna kærðu: Ásakanirnar eru rangar

peningar
Auglýsing

„Ásak­an­irnar sem fram koma í kærunni eru rang­ar.“ Þetta segir Heiðar Ásberg Atla­son hrl. í yfir­lýs­ingu þar sem hann hann hafnar því alfarið að atriði sem fram koma í kæru Skipta­stjóra EK 1923 ehf., Sveins Andra Sveins­sonar hrl., eigi við rök að styðj­ast. Hann segir að kæran, sem birt var í heild sinni á vef Kjarn­ans í morg­un, vera ekki í takt við stað­reyndi máls­ins, og að þeim upp­lýs­ingum hafi verið komið til skila.

„Kæran virð­ist sett fram í fljót­færni enda eru full­nægj­andi skýr­ingar á öllum þeim atriðum sem hún tekur til. Það vekur sér­staka furðu að eng­inn áhugi virð­ist hafa verið hjá við­kom­andi skipta­stjóra að fá þessar skýr­ingar fram áður en hann lagði fram kæruna. Und­ir­rit­aður hefur lagt fram aðfinnslur við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, fyrir hönd umbjóð­enda minna, vegna starfa skipta­stjór­ans auk þess sem kvörtun hefur verið send til úrskurð­ar­nefndar Lög­manna­fé­lags Íslands. Þá er ekki úti­lokað að frek­ari úrræðum verði beitt gegn skipta­stjór­anum haldi hann þessum rang­færslum til streit­u,“ segir Heiðar Ásberg í yfir­lýs­ingu.

Eins og greint var frá í morgun þá hefur Sveinn Andri Sveins­­son hrl. skipta­­stjóri EK 1923 ehf., sem áður hét Egg­ert Krist­jáns­­son Hf. heild­verzl­un, kært Skúla Gunnar Sig­­fús­­son, oft kenndan við Subway, og Guð­­mund Hjalta­­son, til emb­ættis Hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna meintra brota þeirra í tengslum við gjörn­inga EK og félags­­ins Sjö­st­­arn­­an. Eru þeir kærðir fyrir auð­g­un­­ar­brot, skjala­brot og ranga skýrslu­­gjöf, að því er segir í kærunni sem er frá 9. jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Auglýsing

Skúli var eig­andi í báðum félögum en Guð­­mundur var fram­­kvæmda­­stjóri Sjö­­stjörn­unn­­ar, sam­­kvæmt kæru, þegar meint brot áttu sér stað.

Í kærunni, er þeim lýst þannig, að þeir hafi með „ólög­­mætum hætti til­­einkað sér fyrir hönd Sjö­­stjörn­unnar ehf. 21,3 millj­­ónir króna með því að láta starfs­­mann Íslands­­­banka milli­­­færa þann 15. Mars 2016 milli­­­færa þá fjár­­hæð af bund­inni banka­­bók í eigu EK inn á reikn­ing Sjö­­stjörn­unn­­ar,“ eins og orð­rétt segir í kærunni. Með þessum hætti eru þeir sak­aðir um að hafa haldið eftir fjár­­munum með ótil­hlýð­i­­legum hætti frá öðrum kröf­u­höfum þrátt fyrir að gjald­­þrot félags­­ins væri yfir­­vof­and­i. 

Kæran er birt hér í heild sinni, en í lok hennar er gerð krafa um refs­ingu og að hugs­an­­lega geti komið til einka­rétt­­ar­­legrar kröfu á hendur þeim. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None