Lögmaður hinna kærðu: Ásakanirnar eru rangar

peningar
Auglýsing

„Ásak­an­irnar sem fram koma í kærunni eru rang­ar.“ Þetta segir Heiðar Ásberg Atla­son hrl. í yfir­lýs­ingu þar sem hann hann hafnar því alfarið að atriði sem fram koma í kæru Skipta­stjóra EK 1923 ehf., Sveins Andra Sveins­sonar hrl., eigi við rök að styðj­ast. Hann segir að kæran, sem birt var í heild sinni á vef Kjarn­ans í morg­un, vera ekki í takt við stað­reyndi máls­ins, og að þeim upp­lýs­ingum hafi verið komið til skila.

„Kæran virð­ist sett fram í fljót­færni enda eru full­nægj­andi skýr­ingar á öllum þeim atriðum sem hún tekur til. Það vekur sér­staka furðu að eng­inn áhugi virð­ist hafa verið hjá við­kom­andi skipta­stjóra að fá þessar skýr­ingar fram áður en hann lagði fram kæruna. Und­ir­rit­aður hefur lagt fram aðfinnslur við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, fyrir hönd umbjóð­enda minna, vegna starfa skipta­stjór­ans auk þess sem kvörtun hefur verið send til úrskurð­ar­nefndar Lög­manna­fé­lags Íslands. Þá er ekki úti­lokað að frek­ari úrræðum verði beitt gegn skipta­stjór­anum haldi hann þessum rang­færslum til streit­u,“ segir Heiðar Ásberg í yfir­lýs­ingu.

Eins og greint var frá í morgun þá hefur Sveinn Andri Sveins­­son hrl. skipta­­stjóri EK 1923 ehf., sem áður hét Egg­ert Krist­jáns­­son Hf. heild­verzl­un, kært Skúla Gunnar Sig­­fús­­son, oft kenndan við Subway, og Guð­­mund Hjalta­­son, til emb­ættis Hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna meintra brota þeirra í tengslum við gjörn­inga EK og félags­­ins Sjö­st­­arn­­an. Eru þeir kærðir fyrir auð­g­un­­ar­brot, skjala­brot og ranga skýrslu­­gjöf, að því er segir í kærunni sem er frá 9. jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Auglýsing

Skúli var eig­andi í báðum félögum en Guð­­mundur var fram­­kvæmda­­stjóri Sjö­­stjörn­unn­­ar, sam­­kvæmt kæru, þegar meint brot áttu sér stað.

Í kærunni, er þeim lýst þannig, að þeir hafi með „ólög­­mætum hætti til­­einkað sér fyrir hönd Sjö­­stjörn­unnar ehf. 21,3 millj­­ónir króna með því að láta starfs­­mann Íslands­­­banka milli­­­færa þann 15. Mars 2016 milli­­­færa þá fjár­­hæð af bund­inni banka­­bók í eigu EK inn á reikn­ing Sjö­­stjörn­unn­­ar,“ eins og orð­rétt segir í kærunni. Með þessum hætti eru þeir sak­aðir um að hafa haldið eftir fjár­­munum með ótil­hlýð­i­­legum hætti frá öðrum kröf­u­höfum þrátt fyrir að gjald­­þrot félags­­ins væri yfir­­vof­and­i. 

Kæran er birt hér í heild sinni, en í lok hennar er gerð krafa um refs­ingu og að hugs­an­­lega geti komið til einka­rétt­­ar­­legrar kröfu á hendur þeim. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None