Lögmaður hinna kærðu: Ásakanirnar eru rangar

peningar
Auglýsing

„Ásak­an­irnar sem fram koma í kærunni eru rang­ar.“ Þetta segir Heiðar Ásberg Atla­son hrl. í yfir­lýs­ingu þar sem hann hann hafnar því alfarið að atriði sem fram koma í kæru Skipta­stjóra EK 1923 ehf., Sveins Andra Sveins­sonar hrl., eigi við rök að styðj­ast. Hann segir að kæran, sem birt var í heild sinni á vef Kjarn­ans í morg­un, vera ekki í takt við stað­reyndi máls­ins, og að þeim upp­lýs­ingum hafi verið komið til skila.

„Kæran virð­ist sett fram í fljót­færni enda eru full­nægj­andi skýr­ingar á öllum þeim atriðum sem hún tekur til. Það vekur sér­staka furðu að eng­inn áhugi virð­ist hafa verið hjá við­kom­andi skipta­stjóra að fá þessar skýr­ingar fram áður en hann lagði fram kæruna. Und­ir­rit­aður hefur lagt fram aðfinnslur við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, fyrir hönd umbjóð­enda minna, vegna starfa skipta­stjór­ans auk þess sem kvörtun hefur verið send til úrskurð­ar­nefndar Lög­manna­fé­lags Íslands. Þá er ekki úti­lokað að frek­ari úrræðum verði beitt gegn skipta­stjór­anum haldi hann þessum rang­færslum til streit­u,“ segir Heiðar Ásberg í yfir­lýs­ingu.

Eins og greint var frá í morgun þá hefur Sveinn Andri Sveins­­son hrl. skipta­­stjóri EK 1923 ehf., sem áður hét Egg­ert Krist­jáns­­son Hf. heild­verzl­un, kært Skúla Gunnar Sig­­fús­­son, oft kenndan við Subway, og Guð­­mund Hjalta­­son, til emb­ættis Hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna meintra brota þeirra í tengslum við gjörn­inga EK og félags­­ins Sjö­st­­arn­­an. Eru þeir kærðir fyrir auð­g­un­­ar­brot, skjala­brot og ranga skýrslu­­gjöf, að því er segir í kærunni sem er frá 9. jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Auglýsing

Skúli var eig­andi í báðum félögum en Guð­­mundur var fram­­kvæmda­­stjóri Sjö­­stjörn­unn­­ar, sam­­kvæmt kæru, þegar meint brot áttu sér stað.

Í kærunni, er þeim lýst þannig, að þeir hafi með „ólög­­mætum hætti til­­einkað sér fyrir hönd Sjö­­stjörn­unnar ehf. 21,3 millj­­ónir króna með því að láta starfs­­mann Íslands­­­banka milli­­­færa þann 15. Mars 2016 milli­­­færa þá fjár­­hæð af bund­inni banka­­bók í eigu EK inn á reikn­ing Sjö­­stjörn­unn­­ar,“ eins og orð­rétt segir í kærunni. Með þessum hætti eru þeir sak­aðir um að hafa haldið eftir fjár­­munum með ótil­hlýð­i­­legum hætti frá öðrum kröf­u­höfum þrátt fyrir að gjald­­þrot félags­­ins væri yfir­­vof­and­i. 

Kæran er birt hér í heild sinni, en í lok hennar er gerð krafa um refs­ingu og að hugs­an­­lega geti komið til einka­rétt­­ar­­legrar kröfu á hendur þeim. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None