Lögmaður hinna kærðu: Ásakanirnar eru rangar

peningar
Auglýsing

„Ásak­an­irnar sem fram koma í kærunni eru rang­ar.“ Þetta segir Heiðar Ásberg Atla­son hrl. í yfir­lýs­ingu þar sem hann hann hafnar því alfarið að atriði sem fram koma í kæru Skipta­stjóra EK 1923 ehf., Sveins Andra Sveins­sonar hrl., eigi við rök að styðj­ast. Hann segir að kæran, sem birt var í heild sinni á vef Kjarn­ans í morg­un, vera ekki í takt við stað­reyndi máls­ins, og að þeim upp­lýs­ingum hafi verið komið til skila.

„Kæran virð­ist sett fram í fljót­færni enda eru full­nægj­andi skýr­ingar á öllum þeim atriðum sem hún tekur til. Það vekur sér­staka furðu að eng­inn áhugi virð­ist hafa verið hjá við­kom­andi skipta­stjóra að fá þessar skýr­ingar fram áður en hann lagði fram kæruna. Und­ir­rit­aður hefur lagt fram aðfinnslur við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, fyrir hönd umbjóð­enda minna, vegna starfa skipta­stjór­ans auk þess sem kvörtun hefur verið send til úrskurð­ar­nefndar Lög­manna­fé­lags Íslands. Þá er ekki úti­lokað að frek­ari úrræðum verði beitt gegn skipta­stjór­anum haldi hann þessum rang­færslum til streit­u,“ segir Heiðar Ásberg í yfir­lýs­ingu.

Eins og greint var frá í morgun þá hefur Sveinn Andri Sveins­­son hrl. skipta­­stjóri EK 1923 ehf., sem áður hét Egg­ert Krist­jáns­­son Hf. heild­verzl­un, kært Skúla Gunnar Sig­­fús­­son, oft kenndan við Subway, og Guð­­mund Hjalta­­son, til emb­ættis Hér­­aðs­sak­­sókn­­ara vegna meintra brota þeirra í tengslum við gjörn­inga EK og félags­­ins Sjö­st­­arn­­an. Eru þeir kærðir fyrir auð­g­un­­ar­brot, skjala­brot og ranga skýrslu­­gjöf, að því er segir í kærunni sem er frá 9. jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Auglýsing

Skúli var eig­andi í báðum félögum en Guð­­mundur var fram­­kvæmda­­stjóri Sjö­­stjörn­unn­­ar, sam­­kvæmt kæru, þegar meint brot áttu sér stað.

Í kærunni, er þeim lýst þannig, að þeir hafi með „ólög­­mætum hætti til­­einkað sér fyrir hönd Sjö­­stjörn­unnar ehf. 21,3 millj­­ónir króna með því að láta starfs­­mann Íslands­­­banka milli­­­færa þann 15. Mars 2016 milli­­­færa þá fjár­­hæð af bund­inni banka­­bók í eigu EK inn á reikn­ing Sjö­­stjörn­unn­­ar,“ eins og orð­rétt segir í kærunni. Með þessum hætti eru þeir sak­aðir um að hafa haldið eftir fjár­­munum með ótil­hlýð­i­­legum hætti frá öðrum kröf­u­höfum þrátt fyrir að gjald­­þrot félags­­ins væri yfir­­vof­and­i. 

Kæran er birt hér í heild sinni, en í lok hennar er gerð krafa um refs­ingu og að hugs­an­­lega geti komið til einka­rétt­­ar­­legrar kröfu á hendur þeim. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None