Pútín er tilbúinn að hitta Trump

Pútín er sagður vera tilbúinn til að funda með Trump. Undirbúningur slíks fundar mun hins vegar taka marga mánuði, segir talsmaður Kremlar. Pútín hyggist eiga símtal við Trump á næstu dögum.

Donald Trump og Vladimír Pútín hafa þegar verið prentaðir saman á bolla. Það munu líða margir mánuðir þar til þeir drekka saman úr Reykjavíkurmerktu stellinu í Höfða ef marka má orð talsmans Kremlar.
Donald Trump og Vladimír Pútín hafa þegar verið prentaðir saman á bolla. Það munu líða margir mánuðir þar til þeir drekka saman úr Reykjavíkurmerktu stellinu í Höfða ef marka má orð talsmans Kremlar.
Auglýsing

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, er til­bú­inn til þess að funda með Don­ald Trump sem tók við emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna í gær. Þetta hafa fjöl­miðlar eftir Dmi­try Peskov, tals­manni Kremlar í Moskvu, í dag og að und­ir­bún­ingur fyrir slíkan muni taka marga mán­uði í und­ir­bún­ingi en ekki vik­ur.

Fyrir réttri viku síðan birti breska dag­blaðið The Sunday Times fréttir af því að Trump vilji funda með Pútín í Reykja­vík. Með fund­inum var Trump sagður vilja horfa til áhrif­anna sem leið­toga­fundur Ron­alds Reagan og Mik­hail Gor­bat­sjov hafði. Sá fundur fór fram í Reykja­vík árið 1986, eins og kunn­ugt er. Íslensk yfir­völd höfðu ekki haft neina afspurn af und­ir­bún­ingi fundar hér á landi. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, sagði íslensk stjórn­völd líta málið jákvæðum augum.

Und­an­farin ár hafa sam­skipti Banda­ríkj­anna og Rúss­lands minnkað og orðið kald­ari en þau hafa verið eftir fall Sov­ét­ríkj­anna árið 1991. Í valda­tíð Baracks Obama, sem lét af for­seta­emb­ætt­inu í gær, hafa Banda­ríki og Rúss­land eldað grátt silf­ur, meðal ann­ars vegna átaka í Úkra­ínu og í Sýr­landi.

Auglýsing

„Þetta mun ekki ger­ast á næstu vik­um, vonum það besta og að fund­ur­inn geti átt sér stað á næstu mán­uð­u­m,“ er haft eftir Peskov. Það væri hins vegar rangt að halda að sam­skipti ríkj­anna yrðu laus við allar „mót­sagnir og ágrein­ing“ í valda­tíð Trumps. „Þetta eru nefni­lega tvö stærstu ríki heims. Og við getum ekki verið til án þess að árekstrar verði.

Rúss­nesk stjórn­völd eru sögð hafa haft áhrif á kosn­inga­bar­átt­una í Banda­ríkj­unum í fyrra með því að dreifa fölskum upp­lýs­ingum og áróðri. Vla­dimír Pútín er sagður hafa fyr­ir­skipað tölvu­árásir á fram­boð Hill­ary Clinton til þess að tryggja sigur Don­alds Trump. Trump hafði talað vel um Pútín í aðdrag­anda kosn­ing­anna og sagst vera sá eini sem gæti lagað sam­skipti Banda­ríkj­anna við Rúss­land.

Í Rúss­landi hafa hátt settir ráða­menn, Pútín þar á með­al, lofað Trump opin­ber­lega og sagst vænta þess að hann muni aflétta við­skipta­þving­unum vest­ur­veld­anna gegn Rúss­landi sem fyrst voru settar þegar Rúss­land hrifs­aði til sín Krím­skaga af Úkra­ínu.

Pútín hefur enn ekki hringt í Don­ald Trump eftir að sá síð­ar­nefndi tók við stjórn­ar­taumunum í gær. Sím­talið mun eiga sér stað á næstu dög­um. Pútín er sagður hafa sleppt því að horfa á inn­setn­ing­ar­at­höfn­ina í Was­hington; það hafi verið allt of tíma­frekt verk­efni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None