Trump sagður boða „tæra þjóðernishyggju“

Ræða Donalds Trumps fær ekki háa einkunn hjá mörgum af stærstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Í New York Times er ræða hans þegar hann tók við sem forseti, sögðu hafa verið myrk, köld og ógnvekjandi.

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, sem tók við embætti forseta Banda­ríkj­anna i gær, númer 45 í röðinni, lét strax til sín taka eftir að hann var orðinn forseti.  

Á vef breska ríkisútvarpsins BBC var hann sagður vera tilbúinn með tilskipanir sem draga til baka mörg af stefnumálum Baracks Obama, þar á meðal mál sem tengjast umhverfismálum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hefur vefsíða Hvíta hússins, sem hélt utan um gögn er vörðuðu vinnu yfirvalda þegar kom að loftslagsbreytingum, verið fjarlægð.

Trump hefur sérstaklega gefið til kynna að hann ætli að draga Obamacare,  heilbrigðisstefnuna sem Barack Obama barðist sem mest fyrir á sínum valdatíma, til baka en um 20 milljónir Bandaríkjamenn hafa fengið heilbrigðistryggingu í gegnum þá stefnu. Obama hefur sérstaklega varað við þessu og sagt að stjórnvöld verði að tryggja að það komi eitthvað annað sambærilegt í staðinn. 

Auglýsing

Fastlega er búist við því að Trump kynni fljótt stefnu sína í efnahagsmálum, meðal annars sem snúa að viðskiptasamningum við Mexíkó og fleiri ríki. 

Í ræðu sinni í gær lagði hann áherslu á að Bandaríkin þyrftu að ná vopnum sínum aftur og í þetta skiptið yrði enginn „skilinn útundan“. Þá boðaði hann sérstakan dag sem tileinkaður verður föðurlandsást og talaði fyrir því að Bandaríkjamenn þyrftu að vita alla daga að Bandaríkinu „væru frábær“. 

Í fjölmiðlum hefur Trump verið gagnrýndur fyrir ræðu sína, en einnig fengið mikið hrós frá stuðningsmönnum sínum á samfélagsmiðlum. Í New York Times var hann sagður hafa boðað „tæra þjóðernishyggju“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None