Trump: Fjölmargir kristnir hafa verið teknir af lífi í Miðausturlöndum

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur varið ákvörðun sína um að banna komu fólks til Banda­­­ríkj­anna frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meiri­hluta og hætta mót­töku flótta­­fólks frá Sýr­landi með röð tísta á Twitt­er. Þar segir Trump að Banda­ríkin þurfi sterk landa­mæri og öfl­ugt mats­ferli á inn­flytj­endum strax. Til að und­ir­byggja þá skoðun sína biður Trump fólk að horfa á það sem sé að ger­ast í Evr­ópu, og raunar í öllum heim­in­um. Þar sé skelfi­legt ástand. Trump bætti síðan við að fjöl­margir kristnir ein­stak­lingar hafi verið teknir af lifi í Mið­aust­ur­lönd­um. Það megi ekki leyfa þeim hryll­ingi að halda áfram. Trump nefnir engin dæmi né tölur máli sínu til stuðn­ings. Þá tísti Trump einnig um New York Times fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið, og hvatti ein­hvern sem hefði „getu og sann­fær­ingu“ til þess að kaupa fyr­ir­tæk­ið, reka það með réttum hætti eða leggja það nið­ur.Trump und­ir­rit­aði fyr­ir­skipun um að banna komu fólks til Banda­­­ríkj­anna frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meiri­hluta í gær. Trump hefur einnig fyr­ir­­skipað að ekki verið tekið við flótta­­fólki frá Sýr­land­i. 

Auglýsing

Íslenskir ráða­menn hafa tjáð sig um aðgerðir Trump í gegnum sam­fé­lags­miðla í dag. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíðar og heil­brigð­is­ráð­herra, hvatti alla til að mót­mæla aðgerð­un­um. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book að það væri „for­­gangs­­mál að berj­­ast gegn hryðju­verkum en bar­áttan verður erf­ið­­ari og það gerir illt verra ef við mis­­munum fólki eftir trú­­ar­brögðum eða kyn­þætt­i.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None