Trump: Fjölmargir kristnir hafa verið teknir af lífi í Miðausturlöndum

Donald Trump
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur varið ákvörðun sína um að banna komu fólks til Banda­­­ríkj­anna frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meiri­hluta og hætta mót­töku flótta­­fólks frá Sýr­landi með röð tísta á Twitt­er. Þar segir Trump að Banda­ríkin þurfi sterk landa­mæri og öfl­ugt mats­ferli á inn­flytj­endum strax. Til að und­ir­byggja þá skoðun sína biður Trump fólk að horfa á það sem sé að ger­ast í Evr­ópu, og raunar í öllum heim­in­um. Þar sé skelfi­legt ástand. Trump bætti síðan við að fjöl­margir kristnir ein­stak­lingar hafi verið teknir af lifi í Mið­aust­ur­lönd­um. Það megi ekki leyfa þeim hryll­ingi að halda áfram. Trump nefnir engin dæmi né tölur máli sínu til stuðn­ings. Þá tísti Trump einnig um New York Times fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið, og hvatti ein­hvern sem hefði „getu og sann­fær­ingu“ til þess að kaupa fyr­ir­tæk­ið, reka það með réttum hætti eða leggja það nið­ur.Trump und­ir­rit­aði fyr­ir­skipun um að banna komu fólks til Banda­­­ríkj­anna frá sjö ríkjum þar sem múslimar eru í miklum meiri­hluta í gær. Trump hefur einnig fyr­ir­­skipað að ekki verið tekið við flótta­­fólki frá Sýr­land­i. 

Auglýsing

Íslenskir ráða­menn hafa tjáð sig um aðgerðir Trump í gegnum sam­fé­lags­miðla í dag. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíðar og heil­brigð­is­ráð­herra, hvatti alla til að mót­mæla aðgerð­un­um. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra sagði í stöðu­upp­færslu á Face­book að það væri „for­­gangs­­mál að berj­­ast gegn hryðju­verkum en bar­áttan verður erf­ið­­ari og það gerir illt verra ef við mis­­munum fólki eftir trú­­ar­brögðum eða kyn­þætt­i.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None