Fjölgaði um 8.400 á vinnumarkaði á einu ári

verkamenn.jpg
Auglýsing

Mikil vöntun hefur verið á vinnu­afli að und­an­förnu, einkum í störfum sem tengj­ast ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði. Sam­kvæmt tölum sem Hag­stofa Íslands birt í morgun var atvinnu­leysi með allra lægsta móti á síðustum þremur mán­uðum síð­asta ára var það 2,5 pró­sent.

Á tíma­bil­inu voru að jafn­aði 196.700 manns á aldr­inum 16 til 74 ára á vinnu­mark­aði. Af þeim voru 191.700 starf­andi og 5.000 án vinnu og í atvinnu­leit.

Atvinnu­þátt­taka mæld­ist 83%, hlut­fall starf­andi mæld­ist 80,9% og atvinnu­leysi var 2,5%, að því er fram kemur á vef Hag­stofu Íslands. „Frá fjórða árs­fjórð­ungi 2015 fjölg­aði starf­andi fólki um 8.400 og hlut­fallið jókst um 1,9 pró­sentu­stig. Atvinnu­lausum fækk­aði á sama tíma um 900 manns og hlut­fall atvinnu­lausra af vinnu­afli lækk­aði um 0,6 pró­sentu­stig. Atvinnu­lausar konur voru 2.500 og var atvinnu­leysi á meðal kvenna 2,7%. Atvinnu­lausir karlar voru 2.500 eða 2,4%. Atvinnu­leysi var 2,8% á höf­uð­borg­ar-­svæð­inu og 2% utan þess,“ að því er segir á vef Hag­stofu Íslands. 

Auglýsing

Atvinnuleysi hefur minnkað hratt á undanförnum árum.

Flestar hag­spár gera ráð fyrir áfram­hald­andi 3 til 5 pró­sent hag­vexti næstu árin sem verður ekki síst knú­inn áfram af erlendum ferða­mönn­um. Í fyrra komu 1,8 millj­ónir ferða­manna til lands­ins en gert er ráð fyrir að þeir verði 2,3 millj­ónir á þessu ári. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None