Skoskir þingmenn munu hafna Brexit

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir atkvæðagreiðslu skoska þingsins um Brexit í dag vera eina þá mikilvægustu í sögu skoska þingsins. Hún hefur þó ekkert gildi í útgöngu Bretlands úr ESB.

Nicola Sturgeon
Auglýsing

Skoska þingið mun í dag hafna útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu í atkvæða­greiðslu í skoska þing­inu. Slík atkvæða­greiðsla hefur ekk­ert vægi þegar kemur að því að virkja 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans um að hefja útgöngu­ferlið, en samt segir Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, að atkvæða­greiðslan í dag sé ein sú mik­il­væg­asta í sögu skoska þings­ins. 

Ástæðan er sú að ef stjórn­völd í London halda áfram að hunsa stjórn­völd í Skotlandi og heldur áfram Brex­it-­leið­angrinum án þess að hafa Skota með í ráðum verður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands þeim mun lík­legri. 

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem Stur­geon leið­ir, mun allur greiða atkvæði gegn því að hefja útgöngu­ferl­ið. Það munu þing­menn Græn­ingja og frjáls­lyndra demókrata líka gera. Þing­menn Verka­manna­flokks­ins ætla að greiða atkvæði gegn útgöng­unni en hafa sett inn við­auka sem úti­lokar að haldin verði önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands. Ein­göngu þing­menn Íhalds­flokks­ins munu greiða atkvæði með því að hefja útgöngu­ferlið með virkjun 50. grein­ar­inn­ar. 

Auglýsing

„Al­menn­ingur í Skotlandi kaus með afger­andi hætti að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu – og aðeins einn af 59 þing­mönnum Skotlands í breska þing­inu hefur stutt að virkja 50. grein­ina,“ segir Nicola Stur­geon við Scotsman. „Um­ræð­urnar eru tæki­færi fyrir þjóð­þingið okkar til að ítreka skoðun skosku þjóð­ar­innar og gera það ljóst að sem þjóð erum við á móti þessu hörmu­lega harða Brexit sem er nú unnið að meðal íhalds­manna í West­min­st­er.“ 

Stur­geon segir málið vera próf­stein á það hvort hlustað sé á rödd Skotlands og hvort hægt sé að virða óskir Skota. Meiri­hluti Skota, 62%, greiddi atkvæði um að vera áfram innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Evr­ópu­sam­bandið hafði líka veru­leg áhrif á fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu Skota um sjálf­stæði, þar sem þeim var tjáð að þeir gætu ekki verið áfram sjálf­krafa aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu sem sjálf­stætt rík­i. 

Ráð­herr­ann hefur sagt að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði sé nán­ast óhjá­kvæmi­leg núna, eftir að ljóst varð að Brex­it-­á­ætl­anir stjórn­valda í London bera með sér útgöngu af innri mark­aði ESB. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None