Skoskir þingmenn munu hafna Brexit

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir atkvæðagreiðslu skoska þingsins um Brexit í dag vera eina þá mikilvægustu í sögu skoska þingsins. Hún hefur þó ekkert gildi í útgöngu Bretlands úr ESB.

Nicola Sturgeon
Auglýsing

Skoska þingið mun í dag hafna útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu í atkvæða­greiðslu í skoska þing­inu. Slík atkvæða­greiðsla hefur ekk­ert vægi þegar kemur að því að virkja 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans um að hefja útgöngu­ferlið, en samt segir Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, að atkvæða­greiðslan í dag sé ein sú mik­il­væg­asta í sögu skoska þings­ins. 

Ástæðan er sú að ef stjórn­völd í London halda áfram að hunsa stjórn­völd í Skotlandi og heldur áfram Brex­it-­leið­angrinum án þess að hafa Skota með í ráðum verður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands þeim mun lík­legri. 

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem Stur­geon leið­ir, mun allur greiða atkvæði gegn því að hefja útgöngu­ferl­ið. Það munu þing­menn Græn­ingja og frjáls­lyndra demókrata líka gera. Þing­menn Verka­manna­flokks­ins ætla að greiða atkvæði gegn útgöng­unni en hafa sett inn við­auka sem úti­lokar að haldin verði önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands. Ein­göngu þing­menn Íhalds­flokks­ins munu greiða atkvæði með því að hefja útgöngu­ferlið með virkjun 50. grein­ar­inn­ar. 

Auglýsing

„Al­menn­ingur í Skotlandi kaus með afger­andi hætti að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu – og aðeins einn af 59 þing­mönnum Skotlands í breska þing­inu hefur stutt að virkja 50. grein­ina,“ segir Nicola Stur­geon við Scotsman. „Um­ræð­urnar eru tæki­færi fyrir þjóð­þingið okkar til að ítreka skoðun skosku þjóð­ar­innar og gera það ljóst að sem þjóð erum við á móti þessu hörmu­lega harða Brexit sem er nú unnið að meðal íhalds­manna í West­min­st­er.“ 

Stur­geon segir málið vera próf­stein á það hvort hlustað sé á rödd Skotlands og hvort hægt sé að virða óskir Skota. Meiri­hluti Skota, 62%, greiddi atkvæði um að vera áfram innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Evr­ópu­sam­bandið hafði líka veru­leg áhrif á fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu Skota um sjálf­stæði, þar sem þeim var tjáð að þeir gætu ekki verið áfram sjálf­krafa aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu sem sjálf­stætt rík­i. 

Ráð­herr­ann hefur sagt að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði sé nán­ast óhjá­kvæmi­leg núna, eftir að ljóst varð að Brex­it-­á­ætl­anir stjórn­valda í London bera með sér útgöngu af innri mark­aði ESB. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None