Skoskir þingmenn munu hafna Brexit

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, segir atkvæðagreiðslu skoska þingsins um Brexit í dag vera eina þá mikilvægustu í sögu skoska þingsins. Hún hefur þó ekkert gildi í útgöngu Bretlands úr ESB.

Nicola Sturgeon
Auglýsing

Skoska þingið mun í dag hafna útgöngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu í atkvæða­greiðslu í skoska þing­inu. Slík atkvæða­greiðsla hefur ekk­ert vægi þegar kemur að því að virkja 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans um að hefja útgöngu­ferlið, en samt segir Nicola Stur­ge­on, fyrsti ráð­herra Skotlands, að atkvæða­greiðslan í dag sé ein sú mik­il­væg­asta í sögu skoska þings­ins. 

Ástæðan er sú að ef stjórn­völd í London halda áfram að hunsa stjórn­völd í Skotlandi og heldur áfram Brex­it-­leið­angrinum án þess að hafa Skota með í ráðum verður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands þeim mun lík­legri. 

Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem Stur­geon leið­ir, mun allur greiða atkvæði gegn því að hefja útgöngu­ferl­ið. Það munu þing­menn Græn­ingja og frjáls­lyndra demókrata líka gera. Þing­menn Verka­manna­flokks­ins ætla að greiða atkvæði gegn útgöng­unni en hafa sett inn við­auka sem úti­lokar að haldin verði önnur þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um sjálf­stæði Skotlands. Ein­göngu þing­menn Íhalds­flokks­ins munu greiða atkvæði með því að hefja útgöngu­ferlið með virkjun 50. grein­ar­inn­ar. 

Auglýsing

„Al­menn­ingur í Skotlandi kaus með afger­andi hætti að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu – og aðeins einn af 59 þing­mönnum Skotlands í breska þing­inu hefur stutt að virkja 50. grein­ina,“ segir Nicola Stur­geon við Scotsman. „Um­ræð­urnar eru tæki­færi fyrir þjóð­þingið okkar til að ítreka skoðun skosku þjóð­ar­innar og gera það ljóst að sem þjóð erum við á móti þessu hörmu­lega harða Brexit sem er nú unnið að meðal íhalds­manna í West­min­st­er.“ 

Stur­geon segir málið vera próf­stein á það hvort hlustað sé á rödd Skotlands og hvort hægt sé að virða óskir Skota. Meiri­hluti Skota, 62%, greiddi atkvæði um að vera áfram innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Evr­ópu­sam­bandið hafði líka veru­leg áhrif á fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu Skota um sjálf­stæði, þar sem þeim var tjáð að þeir gætu ekki verið áfram sjálf­krafa aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu sem sjálf­stætt rík­i. 

Ráð­herr­ann hefur sagt að önnur atkvæða­greiðsla um sjálf­stæði sé nán­ast óhjá­kvæmi­leg núna, eftir að ljóst varð að Brex­it-­á­ætl­anir stjórn­valda í London bera með sér útgöngu af innri mark­aði ESB. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None