Spá Seðlabanka Íslands geri ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verið 5,5 prósent og um 2,5 til 3 prósent á næstu tveimur árum þar á eftir. Þetta kemur fram í nýjustu Peningmálum Seðlabanka Íslands, og er þar sagt að verðbólga muni þokast upp á við á næstunni og verða komin upp að 2,5 prósent verðbólgumarkaðinu áður en langt um líður. Verðbólgan án húsnæðisliðarins mælist nú neikvæð um 1 prósent, að því er fram komur í Peningamálum.
Í alþjóðlegu samhengi telst þetta mikill hagvöxtur, í reynd töluvert meiri en í flestum þróuðum ríkjum.
Peningamálum segir að vöxturinn í ferðaþjónustunni hafi verið um 37 prósent í fyrra og umfang hennar hafi verið fjórfalt miðað við árið 2010. Enn fremur er sagt að hagvöxtur erlendis sé víða að sækja í sig veðrið og eftirspurn að aukast. „Talið er að hagvöxtur í helstu iðnríkjum hafi sótt nokkuð í sig veðrið á seinni hluta síðasta árs og aukinnar bjartsýni gætir í alþjóðlegum efnahagsmálum. Verð á olíu og helstu hrávörum hefur hækkað og alþjóðleg verðbólga aukist. Aukin bjartsýni um efnahagshorfur og væntingar um aukna verðbólgu hafa leitt til töluverðrar hækkunar langtímavaxta í Bandaríkjunum og vextir í mörgum öðrum þróuðum ríkjum hafa fylgt í kjölfarið. Þrátt fyrir hækkun olíu- og hrávöruverðs eru horfur á að viðskiptakjör íslensks þjóðarbúskapar batni enn frekar í ár en viðskiptakjarabati og ör vöxtur ferðaþjónustu hafa verið helstu drifkraftar innlends efnahagsbata,“ segir í Peningamálum.
Talið er að verðbólga verði um 2% fram yfir mitt ár, en taki þá að þokast upp á við og verði komin í Seðlabankinn spáir því að verðbólgan muni fara að aukast aftur á seinni hluta ársins. „Horfur eru á að verðbólga fari tímabundið upp fyrir markmiðið er líður á spátímann þegar áhrif gengishækkunarinnar taka að fjara út en að hún verði nálægt markmiðinu í lok spátímans,“ segir í Peningamálum.
Sölutími fasteigna tveir mánuðir
Í umfjöllun um fasteignamarkaðinn segir að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað í desember um 15 prósent milli ára og leiguverð um tæp átta prósent. Kaupsamningum fjölgaði um 6,2 prósent milli ára í fyrra og meðalsölutíminn er nú rétt tæplega tveir mánuðir.
Líklega skýrast þessar verðhækkanir einkum af auknum kaupmætti og takmörkuðu framboði húsnæðis sem rekja má til lítillar íbúðafjárfestingar undanfarin ár og „stóraukinnar útleigu íbúða til ferðamanna,“ segir í Peningamálum. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun á fasteignaverði á næstu árum.
Í inngangi að ritinu segir að vaxandi spenna sé nú í hagkerfinu og að reyna muni á hagstjórnina, sem þurfi að vera aðhaldssöm.