Eignarhaldsfélag Hörpu ehf., félag í meirihluta eigu Helga Magnússonar, stjórnarmanns í Marels og fjárfestis, seldi eina milljón hluti í Marel í dag á genginu 309, og markaðsvirði þessara bréfa því 309 milljónir.
Marel hefur aldrei verið verðmeira en rekststrartölur þess fyrir árið í fyrra sýna mikla sókn og var sölumetið slegið hjá félaginu á síðasta fjórðungi ársins. Félagið er nú meira en 220 milljarða króna virði.
Verðmiðinn á Marel rauk upp um 7,39 prósent, þegar tölurnar voru kynntar, en uppgjör félagsins fyrir síðasta fjórðung síðasta árs var töluvert umfram væntingar. Þannig jukust tekjur milli ára úr 815 milljónum evra í 983 milljónir evra, eða sem nemur tæplega 120 milljörðum króna. Pantanastaða félagsins þykir góð og greinilegur byr í seglum félagsins þessi misserin, samkvæmt uppgjörskynningu félagsins.
Eftir söluna á Eignarhaldsfélag Hörpu ennþá 2,7 milljónir hluta í Marel, eða sem nemur um 834 milljónum króna, samkvæmt tilkynningu til kauphallar vegna viðskiptanna.