Hagnaður Arion banka 21,7 milljarður króna

Arion.banki_..Sm_.ra.tib_..jpg
Auglýsing

Hagn­aður Arion banka á árinu 2016 nam 21,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 49,7 millj­arða króna árið 2015. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um. Hösk­uldur Ólafs­son, banka­stjóri, segir upp­gjörið við­un­and­i. 



Hann gagn­rýnir stjórn­völd í land­inu fyrir að fram­lengja banka­skatt­inn svo­nefnda og segir hann fyrst og fremst stuðla að hærra vaxta­stigi í land­inu. Sér­stak­lega víkur hann að íbúða­lána­mark­aði þar sem hann segir sam­keppn­is­stöðu ekki vera jafna. „
Bankar keppa á inn­lendum mark­aði við líf­eyr­is­sjóði þegar kemur að veit­ingu íbúða­lána en líf­eyr­is­sjóðir greiða hvorki tekju­skatt né fjár­sýslu- eða banka­skatt. Ljóst er að sam­keppn­is­staðan á þessum mark­aði er ekki jöfn og aðgerðir stjórn­valda fela í sér ein­kenni­lega íhlutun á sam­keppn­is­mark­aði. Alls greiðir Arion banki um fimm millj­arða í skatta á árinu sem fyr­ir­tæki í öðrum atvinnu­greinum greiða ekki. Banka­skatt­ur­inn hefur haft tak­mörkuð áhrif á verð­lagn­ingu bank­anna hingað til enda átti hann að vera tíma­bund­inn. Þar sem skatt­ur­inn leggst á fjár­mögnun banka þá leiðir hann til kostn­að­ar­auka hjá við­skipta­vinum bank­anna og stuðlar þegar allt kemur til alls að hærra vaxta­stigi í land­inu. Mik­il­vægt er að þessi skatt­lagn­ing verði end­ur­skoð­uð,“ segir Hösk­uld­ur.

Arð­semi eigin fjár bank­ans var 10,5 pró­sent á árinu sam­an­borið við 28,1 pró­sent árið 2015. Reikn­aður hagn­aður af reglu­legri starf­semi nam 9,7 millj­örðum króna sam­an­borið við 14,1 millj­arð á árinu 2015. Arð­semi eigin fjár af reglu­legri starf­semi  nam 4,7% sam­an­borið við 8.7% á árinu 2015.

Heild­ar­eignir námu 1.036,0 millj­örðum króna sam­an­borið við 1.011,0 millj­arða króna í árs­lok 2015 og eigið fé hlut­hafa bank­ans nam 211,2 millj­örðum króna, sam­an­borið við 192,8 millj­arða króna í árs­lok 2015. Efna­hagur bank­ans er sterkur og á árinu 2016 var mikil áhersla lögð á trygga lausa­fjár­stöðu í aðdrag­anda afnáms fjár­magns­hafta, segir í til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans var í árs­lok 27,1% en var 24,2% í árs­lok 2015. Hlut­fall eig­in­fjár­þáttar A hækk­aði og nam 26,5% sam­an­borið við 23,4% í árs­lok 2015.

Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.



Kaup­þing á 87 pró­sent í bank­anum en ríkið 13 pró­sent. 



Til­kynn­ing Hösk­uldar Ólafs­sonar for­stjóra, vegna upp­gjörs­ins, fer hér á eft­ir:

„Af­koma Arion banka á árinu 2016 var við­un­andi og í takt við vænt­ing­ar. Grunn­starf­semi bank­ans stendur vel og fjár­hags­staða bank­ans heldur áfram að styrkj­ast. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans er 27,1% og lausa­fjár­hlut­fall 171,3%, sem er vel yfir þeim kröfum sem gerðar eru til bank­ans og afar sterkt í alþjóð­legum sam­an­burði. Arion banki er í dag alhliða fjár­mála­fyr­ir­tæki með sterka stöðu bæði á ein­stak­lings- og fyr­ir­tækja­mark­aði og lána­safn bank­ans end­ur­speglar það vel. Sú trausta staða sem bank­inn nýtur á þeim mörk­uðum sem hann starfar á og það fjöl­breytta þjón­ustu­fram­boð sem bank­inn býður sínum við­skipta­vinum felur í sér jákvæða áhættu­dreif­ingu. Sterk eig­in­fjár­staða leiðir til þess að umtals­verðir mögu­leikar eru fyrir bank­ann til arð­greiðslu eða ann­arrar ráð­stöf­unar eigin fjár. Árið 2016 ein­kennd­ist af fjár­fest­ingum til fram­tíðar í þjón­ustu sem við­skipta­vinir bank­ans óska eft­ir. Kaup bank­ans á trygg­inga­fé­lag­inu Verði eru gott dæmi um það en þau gengu í gegn á árinu. Þar með bæt­ast skaða­trygg­ingar við þjón­ustu­fram­boð bank­ans. Staða Varðar á trygg­inga­mark­aði er góð, félagið er með um 10% mark­aðs­hlut­deild og nýtur vin­sælda meðal sinna við­skipta­vina. Þjón­usta Varðar er því mik­il­vægur liður í því að veita við­skipta­vinum Arion banka alhliða fjár­mála­þjón­ustu.

Upp­lýs­inga­tækni skip­aði stóran sess í starf­semi bank­ans á árinu. Hugað var að skipan upp­lýs­inga­tækni­mála innan bank­ans og unnið að útvist­un­ar­samn­ingum við Nýherja sem lokið var í jan­úar 2017. Nýherji sem er eitt fremsta upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tæki lands­ins sér nú um rekstr­ar­þátt upp­lýs­inga­kerfa bank­ans. Áfram starfar öfl­ugur hópur starfs­fólks á sviði upp­lýs­inga­tækni innan bank­ans en stærstur hluti þeirra sinnir hug­bún­að­ar­þró­un, m.a. þróun nýrra staf­rænna lausna en á árinu kynnti Arion banki nokkurn fjölda nýrra staf­rænna lausna. Við­skipta­vinir bank­ans geta nú til dæmis fengið stað­fest greiðslu­mat á aðeins nokkrum mín­útum á vef Arion banka. Við munum halda ótrauð áfram á þess­ari braut enda óska við­skipta­vinir okkar eftir því að geta sinnt sínum fjár­málum þegar og þar sem þeim hentar og við munum leggja okkur fram um að koma til móts við þeirra ósk­ir. Þannig er eft­ir­spurn eftir fjár­mála­þjón­ustu að þróast og breyt­ast og við leggjum áherslu á að breyt­ast með þeirri þró­un.

Á vor­mán­uðum opn­aði Arion banki útibú í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar á Kefla­vík­ur­flug­velli og tók þar með yfir alla fjár­mála­þjón­ustu á flug­vell­in­um, einu stærsta mark­aðs­torgi lands­ins. Mik­ill vöxtur hefur verið í ferða­þjón­ustu hér á landi og er því um spenn­andi tæki­færi að ræða fyrir bank­ann.

Dótt­ur­fé­lög Arion banka eru mik­il­vægur þáttur í stefnu og þjón­ustu­fram­boði bank­ans. Auk Varðar þá eru sjóða­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Stefnir og greiðslu­þjón­ustu fyr­ir­tækið Valitor mik­il­væg dótt­ur­fé­lög. Stefnir er stærsta sjóða­stýr­inga­fyr­ir­tæki lands­ins og greiðslu­þjón­ustu­fyr­ir­tækið Valitor er í mik­illi sókn í Dan­mörku og Bret­landi. Tekjur af alþjóð­legri starf­semi Valitor juk­ust um 50% á árinu 2016 og nema nú rúm­lega 60% af heild­ar­tekjum fyr­ir­tæk­is­ins. Félagið hefur um langt ára­bil haft umsvif á þessum mörk­uðum og er að skapa sér áhuga­verða stöðu. Með kaupum á Verði og fjár­fest­ingu í erlendri starf­semi Valitor er Arion banki að styrkja enn frekar fyr­ir­tækja­sam­stæðu bank­ans og búa undir fram­tíð­ina.

Arion banki gaf í tvígang út skulda­bréf í evrum til breiðs hóps fjár­festa á árinu. Í upp­hafi árs 2017 gaf bank­inn svo út við­bót­ar­út­gáfu við síð­ari útgáf­una, sem nú nemur 500 millj­ónum evra. Hafa kjör bank­ans á erlendum lána­mörk­uðum batnað mikið á und­an­förnum miss­erum sem er til marks um aukið traust skulda­bréfa­fjár­festa til bank­ans og íslensks hag­kerf­is. Jafn­framt hækk­aði Stand­ard & Poor´s á árinu láns­hæf­is­mat bank­ans úr BBB-/A-3 í BBB/A-2.

Það eru mikil von­brigði að stjórn­völd hafi ákveðið að fram­lengja banka­skatt­inn svo­kall­aða, sem átti að vera tíma­bund­inn en er nú hluti af lang­tíma rík­is­fjár­mála­á­ætl­un. Banka­skattur er skattur á fjár­mögnun bank­anna. Sam­bæri­legur skattur leggst ekki á aðrar inn­lendar atvinnu­greinar né á erlenda banka sem eru með umsvif hér á landi og lána til íslenskra fyr­ir­tækja. Hér er á ferð­inni sér­tæk skatt­lagn­ing sem gerir bönkum erfitt um vik í sam­keppni, bæði á inn­lendum mark­aði en einnig í sam­keppni við erlend fjár­mála­fyr­ir­tæki á íslenskum mark­aði. Bankar keppa á inn­lendum mark­aði við líf­eyr­is­sjóði þegar kemur að veit­ingu íbúða­lána en líf­eyr­is­sjóðir greiða hvorki tekju­skatt né fjár­sýslu- eða banka­skatt. Ljóst er að sam­keppn­is­staðan á þessum mark­aði er ekki jöfn og aðgerðir stjórn­valda fela í sér ein­kenni­lega íhlutun á sam­keppn­is­mark­aði. Alls greiðir Arion banki um fimm millj­arða í skatta á árinu sem fyrirtæki í öðrum atvinnu­greinum greiða ekki. Banka­skatt­ur­inn hefur haft tak­mörkuð áhrif á verð­lagn­ingu bank­anna hingað til enda átti hann að vera tíma­bund­inn. Þar sem skatt­ur­inn leggst á fjár­mögnun banka þá leiðir hann til kostn­að­ar­auka hjá við­skipta­vinum bank­anna og stuðlar þegar allt kemur til alls að hærra vaxta­stigi í land­inu. Mik­il­vægt er að þessi skatt­lagn­ing verði end­ur­skoð­uð.

Síð­ast­liðið sumar sendu Kaup­þing ehf., sem á 87% hluta­fjár Arion banka, og Arion banki frá sér til­kynn­ingu þar sem gerð var grein fyrir því að Arion banki og Kaup­þing væru að meta þá mögu­leika sem fyrir hendi væru varð­andi eign­ar­hlut Kaup­þings í bank­an­um. Jafn­framt var tekið fram að almennt hluta­fjár­út­boð væri meðal þeirra kosta sem verið væri að skoða. Þessi vinna varð­andi eign­ar­hlut Kaup­þings stendur enn yfir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None