„Þessar þjóðir verða að borga það sem þær skulda“

Bandaríkjaforseti ítrekar þá afstöðu sína að ríki NATO verði að borga fyrir varnir síðustu ára.

Angela Merkel og Donald Trump mæta á blaðamannafundinn eftir að hafa rætt saman í Hvíta húsinu í Washington. Viðstaddir gátu ekki hrist af sér vandræðatilfinningu með samskipti leiðtoganna.
Angela Merkel og Donald Trump mæta á blaðamannafundinn eftir að hafa rætt saman í Hvíta húsinu í Washington. Viðstaddir gátu ekki hrist af sér vandræðatilfinningu með samskipti leiðtoganna.
Auglýsing

Leið­togar Banda­ríkj­anna fund­uðu und­an­farna daga með leið­togum Þýska­lands og Kína, bæði í Was­hington og í Pek­ing. Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, heim­sótti Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta í Hvíta húsið og Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna fund­aði með starfs­bróður sínum í Kína og for­seta Kína, Xi Jin­p­ing.

Í Was­hington báru mál­efni Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO) hæst en Don­ald Trump hefur haft mörg orð um hern­að­ar­sam­starfið síðan hann var kjör­inn for­seti í vet­ur. Var þetta fyrsti fundur þeirra Merkel og Trump. Mis­mun­andi áherslur leið­tog­ana voru aug­ljósar á blaða­manna­fund­inum sem þau héldu eftir fund sinn, jafn­vel þó skila­boðin hafi stillt af og flutt í takt.

Ang­ela Merkel hefur ekki farið leynt með skoð­anir sínar á Don­ald Trump og hans hug­myndum um gang heims­mál­anna. Að sama skapi hefur Trump ekki dregið úr þegar hann talar um Merkel í Twitt­er-skila­boðum sín­um. Fyr­ir­fram var þess vegna búist við að fund­ur­inn yrði stirð­ur, enda þyrfti að taka á sam­skipta­málum áður en hægt væri að ræða stjórn­mál­in.

Eng­inn ein­angr­un­ar­sinni

„Það er alltaf gott að tala við hvort annað um hvort ann­að, heldur en ekki,“ sagði Ang­ela Merkel á blaða­manna­fund­in­um. Merkel tal­aði á þýsku. Hún und­ir­strik­aði áherslur sínar í mál­efnum flótta­fólks, hnatt­væð­ingar og við­skipta­samn­inga sem væru til hags­bóta fyrir báða aðila.

Á sinni ensku tal­aði Trump hins vegar áfam um „rót­tæk íslömsk hryðju­verk“ og ræddi um hug­myndir sínar um að „gera Amer­íku frá­bæra aft­ur“. Hann sagð­ist ekki vera ein­angr­un­ar­sinni og sagð­ist trúa á frjáls við­skipti.

Auglýsing

„Á fund­inum ítrek­aði ég styrkan stuðn­ing minn við NATO og mik­il­vægi þess að banda­menn okkar í banda­lag­inu borgi sinn hluta af kostn­aði við varn­irn­ar,“ sagði Trump. „Margar þjóðir skulda háar fjár­hæðir fyrir varnir síð­ustu ára og það er mjög ósann­gjarnt gagn­vart Banda­ríkj­un­um. Þessar þjóðir verða að borga það sem þær skulda.“

Auk Banda­ríkj­anna og Þýska­lands eru 28 þjóðir í NATO. Þeirra á meðal er Ísland, skráð sem ein stofn­þjóða hern­að­ar­banda­lags­ins.

Í kjöl­far fund­ar­ins flaug for­set­inn til Mar-a-Lago þar sem hann dvaldi á einka­setri sínu um helg­ina, þar sem hann spil­aði golf á Trump International Golf Cour­se. Á gær­morgun skrif­aði Trump á Twitter að jafn­vel þó fundur þeirra Merkel hafi verið frá­bær þá skuldi Þýska­land enn þá háar fjár­hæðir til NATO og Banda­ríkj­anna.

Þýska­land seg­ist ekk­ert skulda

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands.Ursula von der Leyen, varn­ar­mála­ráð­herra Þýska­lands, hefur hafnað því að Þýska­land skuldi Banda­ríkj­unum „háar upp­hæð­ir“. Í yfir­lýs­ingu sem hún sendi frá sér í dag, sunnu­dag, segir hún það ein­fald­lega rangt. „Það er eng­inn skulda­reikn­ingur hjá NATO.“

Sam­kvæmt sátt­mála NATO skuld­binda allar banda­lags­þjóð­irnar sig til þess að eyða tveimur pró­sentum af rík­is­út­gjöldum til varn­ar­mála. Von der Leyen segir rangt að öll þau útgjöld þurfi að renna til NATO.

„Út­gjöld til varn­ar­mála renna einnig til frið­ar­gæslu á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna, evr­ópsk verk­efni og í fram­lög til bar­átt­unnar gegn hryðju­verkum Íslamska rík­is­ins,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Vand­ræða­leg stemmn­ing

Í evr­ópskum og banda­rískum fjöl­miðlum hefur verið fjallað um þann vand­ræða­brag sem var á fundi þeirra Merkels og Trumps. Tíst for­set­ans und­ir­strik­uðu enn frekar þá til­finn­ingu sem blaða­menn og ljós­mynd­arar föng­uðu á göngum Hvíta húss­ins.





Tvö atriði hafa staðið upp úr. Í einn skiptið mistókst leið­tog­unum að svið­setja handa­band á skrif­stofu for­set­ans, jafn­vel þó auð­velt sé að heyra köll ljós­mynd­ar­ana – og jafn­vel þó Merkel hafi sagt það berum orðum við Trump að ljós­mynd­ar­arnir hafi viljað handa­band. Þetta augna­blik má sjá að mynd­band­inu hér að neð­an.

Sean Spicer, upp­lýs­inga­full­trúi Hvíta húss­ins, hefur vikið fyr­ir­spurnum blaða­manna um handa­bandið sem aldrei varð og sagt að Trump hafi ein­fald­lega ekki heyrt köll ljós­mynd­ar­ana.



Hitt augna­blikið vakti aug­ljós og óvænt við­brögð Ang­elu Merkel. Trump sagði þá að þau hefðu bæði verið hleruð í tíð Baracks Obama, for­vera Trumps í starfi for­­seta. „Við eigum í það minnsta eitt­hvað sam­eig­in­­leg­t,“ sagði Trump við Merkel og upp­skar hlátur við­staddra og undr­andi við­brögð Merkel.



Tiller­son liðkar fyrir sam­skiptum

Á meðan und­ir­bjó Rex Tiller­son, utan­rík­is­ráð­herra Don­alds Trump, fundi sína með Wang Yi, utan­rík­is­ráð­herra Kína, og Xi Jin­p­in, for­seta Kína. Með fund­unum var ætl­unin að liðka fyrir sam­skiptum ríkj­anna áður en Xi Jin­p­ing heim­sækir Trump í Banda­ríkj­un­um.

Frétta­stofa Reuters greinir frá því að full­trúar bæði Kína og Banda­ríkj­anna hafi náð að halda sig við hand­rit­ið, þó Don­ald Trump hafi haft gagn­rýnt stjórn­völd í Kína á Twitt­er, rétt áður en Tiller­son lenti í Pek­ing.

Fund­ur­inn hafi gengið vel og vel fór á með banda­rískum og kín­verskum ráða­mönn­um, jafn­vel þó fá skref hafi verið stigin fram á við í þessum sam­ræð­um.

„Ef litið er á jákvæðu hlið­arnar þá var eng­inn vand­ræða­gangur í sam­skipt­unum eins og í Was­hington,“ skrifa blaða­menn Reuters.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tekur í höndina á Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, í Peking á laugardag.

Annað dæmi um „falskar fréttir“

Ang­ela Merkel kom til Banda­ríkj­anna ásamt hópi af þýskum við­skipta­mönnum enda þótti lík­legt að mál­efni frjálsra við­skipta milli ríkj­anna yrðu eitt aðal­at­rið­anna á fundi leið­tog­anna.

Don­ald Trump hefur til dæmis áður varað þýska bíla­fram­leið­endur að hann muni skylda 35 pró­sent toll­gjald á alla bíla sem fluttir væru inn á banda­rískan mark­að. Frá þessu greinir breska vefritið The Guar­di­an.

Þýskur blaða­maður spurði Trump um hvort áhrif hans veki Evr­ópu­sam­starfið og um gagn­rýni hans á „falskar frétt­ir“ í fjöl­miðl­um. „In­dæll, vina­legur blaða­mað­ur,“ sagði Trump á kald­hæð­inn hátt.

„Fyrst er að ég trúi ekki á ein­angr­andi stefnu­mörk­un. En ég trúi því samt að við­skipta­stefnan eigi að vera sann­gjörn og að Banda­ríkin hafi þurft að líða mjög, mjög ósann­gjarna með­ferð af hálfu margra landa síð­ustu ár. Það verður að stöðva. Ég er ekki ein­angr­un­ar­sinni. Ég vil frjáls við­skipti en einnig sann­gjörn við­skipt­i.“

Trump bætti við: „Ég veit ekki hvaða dag­blöð þú hefur verið að lesa en ég giska á að það sé enn eitt dæmi um, eins og þú seg­ir, falskar frétt­ir.“

Merkel gætti sig á að vera ekki ósam­mála en sagði árangur Þýska­lands vera sam­of­inn Evr­ópu­sam­starf­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None