Fjölgar enn á biðlistum eftir félagslegu húsnæði

948 einstaklingar bíða nú eftir félagslegri leiguíbúð í Reykjavík. Síðustu fimm mánuði hefur biðlistinn lengst um rúmlega hundrað einstaklinga.

Auglýsing
_abh3587_9954243815_o.jpg

948 ein­stak­lingar eru nú á biðlista eftir félags­legu hús­næði í Reykja­vík­ur­borg, sam­kvæmt nýjum tölum úr gagna­safni vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Það sem af er ári hafa fimm­tíu ein­stak­lingar bæst við biðlista eftir félags­legu hús­næði í borg­inn­i. 

Í byrjun síð­asta árs voru 723 ein­stak­lingar á biðlista, og í lok árs­ins voru 874 á list­an­um. Inn á milli tókst að fækka á biðlist­anum milli mán­aða, enda var 165 félags­legum íbúðum úthlutað á síð­asta ári, fleiri en á und­an­förnum árum. Frá nóv­em­ber á síð­asta ári hefur hins vegar fjölgað hratt á biðlist­an­um. 

Langstærsti hóp­­ur­inn sem er á biðlista eft­ir félags­­­legu leig­u­hús­næði í Reykja­vík eru ein­hleypir karl­­menn. Meira en helm­ingur þeirra sem eru á biðlista eftir slíku hús­næði til­­heyra þessum hópi, eða 495 tals­ins af 948.

Auglýsing

Næst­­stærsti hóp­­ur­inn sem bíður eftir félags­­­legu leig­u­hús­næði eru ein­hleypar kon­­ur, 231 tals­ins. Þriðji stærsti hóp­­ur­inn sem bíður eftir íbúð eru ein­­stæðar mæð­­ur, en þær eru 167. 25 hjón eða sam­býl­is­­fólk með börn bíða félags­­­legs leig­u­hús­næðis og 17 barn­­laus hjón eða sam­býl­is­­fólk. Þrettán ein­­stæðir feður eru á biðlista eftir félags­­­legu leig­u­hús­næð­i. 

Biðlistar eftir félags­­­legu hús­næði hafa lengst í borg­inni frá árinu 2013, en gagna­­safn borg­­ar­innar nær aftur til byrj­­unar árs­ins 2013 hvað þetta varð­­ar. Nú eru sem fyrr segir 948 á biðlista eftir félags­­­legu hús­næði í borg­inni, en fjöld­inn fór fyrst yfir 900 í febr­­úar síð­­ast­liðn­­um, þegar list­inn taldi 904. 

­Mest er eft­ir­­spurnin eftir eins til tveggja her­bergja íbúð­um, en 717 eru nú á biðlista eftir slíkum íbúð­­um. 151 er að bíða eftir þriggja her­bergja íbúð og 80 bíða eftir fjög­­urra her­bergja íbúð eða stærri. 

Biðlist­inn eftir íbúðum er lang­­lengstur í Vest­­ur­bæ, mið­­borg og Hlíð­um, þar sem 320 mans eru á biðlista eftir íbúð­um. 216 eru nú á biðlista eftir íbúð í Laug­­ar­­dal og Háa­­leiti og 163 í Breið­holti. 126 eru á biðlista eftir íbúð í Árbæ og Graf­­ar­holti og 123 í Graf­­ar­vogi og á Kjal­­ar­­nes­i. 

Biðlist­­arnir eru flokk­aðir niður eftir þjón­ust­u­mið­­stöðvum borg­­ar­inn­­ar. Lengdin á biðlist­unum hefur breyst nokkuð frá því árið 2013, en þá voru fleiri á biðlista eftir íbúðum í Breið­holti en í Vest­­ur­bæ, mið­­borg og Hlíð­u­m. Árið 2014 fækk­­aði á biðlista eftir félags­­­legu hús­næði í Breið­holti úr 230 í upp­­hafi árs í 160 í lok árs, á meðan biðlist­inn í Vest­­ur­bæ, mið­­borg og Hlíðum lengd­ist.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None