Fjölgar enn á biðlistum eftir félagslegu húsnæði

948 einstaklingar bíða nú eftir félagslegri leiguíbúð í Reykjavík. Síðustu fimm mánuði hefur biðlistinn lengst um rúmlega hundrað einstaklinga.

Auglýsing
_abh3587_9954243815_o.jpg

948 ein­stak­lingar eru nú á biðlista eftir félags­legu hús­næði í Reykja­vík­ur­borg, sam­kvæmt nýjum tölum úr gagna­safni vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Það sem af er ári hafa fimm­tíu ein­stak­lingar bæst við biðlista eftir félags­legu hús­næði í borg­inn­i. 

Í byrjun síð­asta árs voru 723 ein­stak­lingar á biðlista, og í lok árs­ins voru 874 á list­an­um. Inn á milli tókst að fækka á biðlist­anum milli mán­aða, enda var 165 félags­legum íbúðum úthlutað á síð­asta ári, fleiri en á und­an­förnum árum. Frá nóv­em­ber á síð­asta ári hefur hins vegar fjölgað hratt á biðlist­an­um. 

Langstærsti hóp­­ur­inn sem er á biðlista eft­ir félags­­­legu leig­u­hús­næði í Reykja­vík eru ein­hleypir karl­­menn. Meira en helm­ingur þeirra sem eru á biðlista eftir slíku hús­næði til­­heyra þessum hópi, eða 495 tals­ins af 948.

Auglýsing

Næst­­stærsti hóp­­ur­inn sem bíður eftir félags­­­legu leig­u­hús­næði eru ein­hleypar kon­­ur, 231 tals­ins. Þriðji stærsti hóp­­ur­inn sem bíður eftir íbúð eru ein­­stæðar mæð­­ur, en þær eru 167. 25 hjón eða sam­býl­is­­fólk með börn bíða félags­­­legs leig­u­hús­næðis og 17 barn­­laus hjón eða sam­býl­is­­fólk. Þrettán ein­­stæðir feður eru á biðlista eftir félags­­­legu leig­u­hús­næð­i. 

Biðlistar eftir félags­­­legu hús­næði hafa lengst í borg­inni frá árinu 2013, en gagna­­safn borg­­ar­innar nær aftur til byrj­­unar árs­ins 2013 hvað þetta varð­­ar. Nú eru sem fyrr segir 948 á biðlista eftir félags­­­legu hús­næði í borg­inni, en fjöld­inn fór fyrst yfir 900 í febr­­úar síð­­ast­liðn­­um, þegar list­inn taldi 904. 

­Mest er eft­ir­­spurnin eftir eins til tveggja her­bergja íbúð­um, en 717 eru nú á biðlista eftir slíkum íbúð­­um. 151 er að bíða eftir þriggja her­bergja íbúð og 80 bíða eftir fjög­­urra her­bergja íbúð eða stærri. 

Biðlist­inn eftir íbúðum er lang­­lengstur í Vest­­ur­bæ, mið­­borg og Hlíð­um, þar sem 320 mans eru á biðlista eftir íbúð­um. 216 eru nú á biðlista eftir íbúð í Laug­­ar­­dal og Háa­­leiti og 163 í Breið­holti. 126 eru á biðlista eftir íbúð í Árbæ og Graf­­ar­holti og 123 í Graf­­ar­vogi og á Kjal­­ar­­nes­i. 

Biðlist­­arnir eru flokk­aðir niður eftir þjón­ust­u­mið­­stöðvum borg­­ar­inn­­ar. Lengdin á biðlist­unum hefur breyst nokkuð frá því árið 2013, en þá voru fleiri á biðlista eftir íbúðum í Breið­holti en í Vest­­ur­bæ, mið­­borg og Hlíð­u­m. Árið 2014 fækk­­aði á biðlista eftir félags­­­legu hús­næði í Breið­holti úr 230 í upp­­hafi árs í 160 í lok árs, á meðan biðlist­inn í Vest­­ur­bæ, mið­­borg og Hlíðum lengd­ist.

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None