15 milljóna króna sekt Samherja felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á útgerðarfyrirtækið Samherja vegna brota á gjaldeyrislögum. Bankinn þarf að greiða fjórar milljónir í málskostnað.

img_2895_raw_1807130243_10016410216_o.jpg
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur fellt úr gildi stjórn­valds­sekt sem Seðla­banki Íslands lagði á útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herja fyrir brot á gjald­eyr­is­lögum í fyrra. Sektin hljóð­aði upp á fimmtán millj­ónir króna. Seðla­bank­inn þarf einnig að greiða fjórar millj­ónir króna í máls­kostn­að. 

­Mál Seðla­bank­ans og Sam­herja á sér margra ára for­sögu, en það hófst með hús­leitum Seðla­bank­ans í höf­uð­stöðvum Sam­herja bæði í Reykja­vík og á Akur­eyri í mars árið 2012. Leit­irnar voru gerðar vegna gruns um brot á lögum um gjald­eyr­is­mál. Í fram­hald­inu kærði Seðla­­­bank­inn Sam­herja og tengd fyr­ir­tæki fyrir brot gegn gjald­eyr­is­lögum til sér­­­staks sak­­­sókn­­­ara, en svo kom í ljós að ekki var heim­ilt sam­­­kvæmt lag­anna bók­staf að kæra fyr­ir­tækin fyrir brot á lög­­­unum sem um rædd­i. Þá kærði bank­inn ein­stak­l­inga innan fyr­ir­tæk­is­ins, það er Þor­­­stein Má Bald­vins­­­son, for­­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, og ­þrjá aðra lyk­il­­­starfs­­­menn fyrir að brjóta gegn gjald­eyr­is­höft­un­­um. 

Í sept­­­em­ber 2015 felldi emb­ætti sér­­­staks sak­­­sókn­­­ara niður mál gegn þeim. Eftir að mál­inu lauk, hefur Sam­herji sótt á Seðla­­­bank­ann og hefur Þor­­­steinn Már ítrekað sagt að ein­hver verði að axla ábyrgð vegna þess­­­ara aðgerða gegn Sam­herja, þar sem fyr­ir­tækið hefði ekki brotið gegn lög­­­­um. 

Auglýsing

Eftir að mál­inu lauk hjá sér­stökum sak­sókn­ara skoð­aði Seðla­bank­inn hvort ástæða væri til að beita stjórn­valds­sekt­um, og lagði svo fram sátta­til­boð við Sam­herja síð­asta sum­ar. Það hljóð­aði upp á 8,5 millj­óna sekt í rík­is­sjóð, en Sam­herji hafn­aði því boði. Þá tók bank­inn þá stjórn­valds­á­kvörðun að Sam­herji skyldi greiða 15 millj­ónir króna. 

Í mál­inu fyrir hér­aðs­dómi hélt Sam­herji því fram að Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri og aðrir starfs­menn bank­ans hefðu verið van­hæfir til með­ferðar máls á hendur fyr­ir­tæk­inu. Starfs­fólk bank­ans, með banka­stjór­ann „í broddi fylk­ing­ar, hafi reitt afar hátt til höggs í rann­sókn sinni og öllum mála­til­bún­aði“ allt frá því að hús­leit var gerð árið 2012. Þá hafi Már tjáð sig opin­ber­lega um meint brot Sam­herj­a. 

Þá sagði Sam­herji að Seðla­bank­inn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur fyr­ir­tæk­inu og því hafi verið um að ræða end­ur­upp­töku máls sem fáist ekki stað­ist. Í þriðja lagi hafi sektin ekki byggst á gildum refsi­heim­ild­um, og í fjórða lagi að efn­is­lega hafi ekki verið til að dreifa brotum gegn gjald­eyr­is­lög­un­um. 

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur segir að ekk­ert hafi komið fram í mál­inu um að ákvörðun Seðla­bank­ans um að hefja með­ferð máls­ins að nýju í fyrra hafi byggt á nýjum gögnum eða vís­bend­ingum um slík gögn. Þó hefði verið ríkt til­efni til slíks rök­stuðn­ings. Bank­inn hafi ekki sýnt fram á fyrir dómi á hvaða grund­velli hafi verið heim­ilt að taka málið upp. 

Þor­­­steinn Már hefur einnig kært tvo yf­ir­­­­­menn í Seðla­­­bank­­­anum vegna máls­ins til lög­­­regl­unnar á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, þau Arnór Sig­hvats­­­son aðstoð­­­ar­­­seðla­­­banka­­­stjóra og Ing­i­­­björgu Guð­­­bjarts­dótt­­­ur, fram­­­kvæmda­­­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits bank­ans.

Byggir kæran meðal ann­­­ars á því að þau hafi ekki aðeins komið „rang­­­­færsl­um, vill­andi mála­til­­­­bún­­­­aði og ófull­nægj­andi upp­­­­lýs­ing­um“ til leiðar heldur einnig kom­ist undan því að koma „full­nægj­andi upp­­­­lýs­ingum til emb­ættis sér­­­­staks sak­­­­sókn­­­­ara við rann­­­­sókn í saka­­­­máli emb­ætt­is­ins“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None