15 milljóna króna sekt Samherja felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabanki Íslands lagði á útgerðarfyrirtækið Samherja vegna brota á gjaldeyrislögum. Bankinn þarf að greiða fjórar milljónir í málskostnað.

img_2895_raw_1807130243_10016410216_o.jpg
Auglýsing

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur hefur fellt úr gildi stjórn­valds­sekt sem Seðla­banki Íslands lagði á útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herja fyrir brot á gjald­eyr­is­lögum í fyrra. Sektin hljóð­aði upp á fimmtán millj­ónir króna. Seðla­bank­inn þarf einnig að greiða fjórar millj­ónir króna í máls­kostn­að. 

­Mál Seðla­bank­ans og Sam­herja á sér margra ára for­sögu, en það hófst með hús­leitum Seðla­bank­ans í höf­uð­stöðvum Sam­herja bæði í Reykja­vík og á Akur­eyri í mars árið 2012. Leit­irnar voru gerðar vegna gruns um brot á lögum um gjald­eyr­is­mál. Í fram­hald­inu kærði Seðla­­­bank­inn Sam­herja og tengd fyr­ir­tæki fyrir brot gegn gjald­eyr­is­lögum til sér­­­staks sak­­­sókn­­­ara, en svo kom í ljós að ekki var heim­ilt sam­­­kvæmt lag­anna bók­staf að kæra fyr­ir­tækin fyrir brot á lög­­­unum sem um rædd­i. Þá kærði bank­inn ein­stak­l­inga innan fyr­ir­tæk­is­ins, það er Þor­­­stein Má Bald­vins­­­son, for­­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, og ­þrjá aðra lyk­il­­­starfs­­­menn fyrir að brjóta gegn gjald­eyr­is­höft­un­­um. 

Í sept­­­em­ber 2015 felldi emb­ætti sér­­­staks sak­­­sókn­­­ara niður mál gegn þeim. Eftir að mál­inu lauk, hefur Sam­herji sótt á Seðla­­­bank­ann og hefur Þor­­­steinn Már ítrekað sagt að ein­hver verði að axla ábyrgð vegna þess­­­ara aðgerða gegn Sam­herja, þar sem fyr­ir­tækið hefði ekki brotið gegn lög­­­­um. 

Auglýsing

Eftir að mál­inu lauk hjá sér­stökum sak­sókn­ara skoð­aði Seðla­bank­inn hvort ástæða væri til að beita stjórn­valds­sekt­um, og lagði svo fram sátta­til­boð við Sam­herja síð­asta sum­ar. Það hljóð­aði upp á 8,5 millj­óna sekt í rík­is­sjóð, en Sam­herji hafn­aði því boði. Þá tók bank­inn þá stjórn­valds­á­kvörðun að Sam­herji skyldi greiða 15 millj­ónir króna. 

Í mál­inu fyrir hér­aðs­dómi hélt Sam­herji því fram að Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri og aðrir starfs­menn bank­ans hefðu verið van­hæfir til með­ferðar máls á hendur fyr­ir­tæk­inu. Starfs­fólk bank­ans, með banka­stjór­ann „í broddi fylk­ing­ar, hafi reitt afar hátt til höggs í rann­sókn sinni og öllum mála­til­bún­aði“ allt frá því að hús­leit var gerð árið 2012. Þá hafi Már tjáð sig opin­ber­lega um meint brot Sam­herj­a. 

Þá sagði Sam­herji að Seðla­bank­inn hefði verið búinn að fella niður málið á hendur fyr­ir­tæk­inu og því hafi verið um að ræða end­ur­upp­töku máls sem fáist ekki stað­ist. Í þriðja lagi hafi sektin ekki byggst á gildum refsi­heim­ild­um, og í fjórða lagi að efn­is­lega hafi ekki verið til að dreifa brotum gegn gjald­eyr­is­lög­un­um. 

Hér­aðs­dómur Reykja­víkur segir að ekk­ert hafi komið fram í mál­inu um að ákvörðun Seðla­bank­ans um að hefja með­ferð máls­ins að nýju í fyrra hafi byggt á nýjum gögnum eða vís­bend­ingum um slík gögn. Þó hefði verið ríkt til­efni til slíks rök­stuðn­ings. Bank­inn hafi ekki sýnt fram á fyrir dómi á hvaða grund­velli hafi verið heim­ilt að taka málið upp. 

Þor­­­steinn Már hefur einnig kært tvo yf­ir­­­­­menn í Seðla­­­bank­­­anum vegna máls­ins til lög­­­regl­unnar á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, þau Arnór Sig­hvats­­­son aðstoð­­­ar­­­seðla­­­banka­­­stjóra og Ing­i­­­björgu Guð­­­bjarts­dótt­­­ur, fram­­­kvæmda­­­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits bank­ans.

Byggir kæran meðal ann­­­ars á því að þau hafi ekki aðeins komið „rang­­­­færsl­um, vill­andi mála­til­­­­bún­­­­aði og ófull­nægj­andi upp­­­­lýs­ing­um“ til leiðar heldur einnig kom­ist undan því að koma „full­nægj­andi upp­­­­lýs­ingum til emb­ættis sér­­­­staks sak­­­­sókn­­­­ara við rann­­­­sókn í saka­­­­máli emb­ætt­is­ins“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None