Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun íbúa Norður-Kóreu

Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.

Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Auglýsing

Per­sónu­legur kostn­aður blaða­manns Reuters í vinnu­ferð til Norð­ur­-Kóreu á dög­unum nam um 2.500 Banda­ríkja­döl­um, eða því sem sem sam­svarar fimm ára með­al­launum í Norð­ur­-Kóreu. Upp­hæð­in nemur hátt í 300 þús­und íslenskum krón­um.

Blaða­mað­ur­inn Sue-Lin Wong var í hópi 121 blaða­manna sem voru staddir í Pjongj­ang, höf­uð­borg Norð­ur­-Kóreu, fyrir rúmri viku. Blaða­mönn­unum var boðið að fylgj­ast með skipu­lögðum hátíð­ar­höldum sem haldin voru vegna fæð­ing­araf­mælis Kim Il-sung.

Ef doll­ar­arnir sem Wong greiddi er reiknuð á svarta­mark­aðs­gengi norð­ur­-kóreska gjald­mið­ils­ins won nemur fjár­hæðin hins vegar launum meðal Norð­ur­-Kóreu búa í um 420 ár.

Öll við­skipti blaða­mann­anna fóru fram á geng­inu 100 norð­ur­-kóresk won á hvern doll­ar. Heima­maður í Norð­ur­-Kóreu tjáði Wong að svarta­mark­aðs­gengið á doll­ar­anum væri mikið hærra; ein­hvers staðar á bil­inu 8.400 og 8.300 won á hvern dollar og að gengið sveifl­að­ist til eftir því hversu langt væri liðið frá síð­ustu kjarn­orku­til­raun.

Auglýsing

Kóreu­skagi á suðu­punkti

Norð­ur­-kóreski her­inn stóð fyrir umfangs­mik­illi her­æf­ingu í dag. Á sama tíma komu banda­rískir kaf­bátar að höfn í Suð­ur­-Kóreu. Reuters greinir einnig frá þessu. Banda­ríkja­her hefur aukið víg­búnað sinn á Kóreu­skag­anum vegna gruns um að her Norð­ur­-Kóreu myndi standa fyrir kjarn­orku­til­raun í til­efni afmælis norð­ur­-kóreska hers­ins. Engar til­raun­ar­spreng­ingar hafa verið gerðar en skotið var úr lang­drægum fall­byssum í æfing­ar­skyni í Wonsan-hér­aði. Þar er flug­her­stöðin sem lang­dræg flug­skeyti hafa verið próf­uð.

Eins og komið hefur fram í umfjöllun Kjarn­ans hefur til­raunum Norð­ur­-Kóreu með lang­dræg flug­skeyti fjölgað á und­an­förnum mán­uð­um. Nágrannar þeirra í Japan og Suð­ur­-Kóreu hafa for­dæmt til­raun­irnar harð­lega og kraf­ist aðgerða af hálfu Sam­ein­uðu þjóð­anna og alþjóða­sam­fé­lags­ins. Don­ald J. Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur boðað alla þing­menn öld­ung­ar­deild­ar­inna til fundar í Hvíta hús­inu á morg­un, mið­viku­dag, þar sem fara á yfir þróun mála á Kóreu­skaga. 

Í yfir­lýs­ingum Kim Jong-un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu, segir að öllum hern­að­ar­til­burðum Banda­ríkja­hers verði mætt af hörku og við minnstu til­raun til árásar muni stríð brjót­ast út.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None