Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun íbúa Norður-Kóreu

Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.

Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Auglýsing

Per­sónu­legur kostn­aður blaða­manns Reuters í vinnu­ferð til Norð­ur­-Kóreu á dög­unum nam um 2.500 Banda­ríkja­döl­um, eða því sem sem sam­svarar fimm ára með­al­launum í Norð­ur­-Kóreu. Upp­hæð­in nemur hátt í 300 þús­und íslenskum krón­um.

Blaða­mað­ur­inn Sue-Lin Wong var í hópi 121 blaða­manna sem voru staddir í Pjongj­ang, höf­uð­borg Norð­ur­-Kóreu, fyrir rúmri viku. Blaða­mönn­unum var boðið að fylgj­ast með skipu­lögðum hátíð­ar­höldum sem haldin voru vegna fæð­ing­araf­mælis Kim Il-sung.

Ef doll­ar­arnir sem Wong greiddi er reiknuð á svarta­mark­aðs­gengi norð­ur­-kóreska gjald­mið­ils­ins won nemur fjár­hæðin hins vegar launum meðal Norð­ur­-Kóreu búa í um 420 ár.

Öll við­skipti blaða­mann­anna fóru fram á geng­inu 100 norð­ur­-kóresk won á hvern doll­ar. Heima­maður í Norð­ur­-Kóreu tjáði Wong að svarta­mark­aðs­gengið á doll­ar­anum væri mikið hærra; ein­hvers staðar á bil­inu 8.400 og 8.300 won á hvern dollar og að gengið sveifl­að­ist til eftir því hversu langt væri liðið frá síð­ustu kjarn­orku­til­raun.

Auglýsing

Kóreu­skagi á suðu­punkti

Norð­ur­-kóreski her­inn stóð fyrir umfangs­mik­illi her­æf­ingu í dag. Á sama tíma komu banda­rískir kaf­bátar að höfn í Suð­ur­-Kóreu. Reuters greinir einnig frá þessu. Banda­ríkja­her hefur aukið víg­búnað sinn á Kóreu­skag­anum vegna gruns um að her Norð­ur­-Kóreu myndi standa fyrir kjarn­orku­til­raun í til­efni afmælis norð­ur­-kóreska hers­ins. Engar til­raun­ar­spreng­ingar hafa verið gerðar en skotið var úr lang­drægum fall­byssum í æfing­ar­skyni í Wonsan-hér­aði. Þar er flug­her­stöðin sem lang­dræg flug­skeyti hafa verið próf­uð.

Eins og komið hefur fram í umfjöllun Kjarn­ans hefur til­raunum Norð­ur­-Kóreu með lang­dræg flug­skeyti fjölgað á und­an­förnum mán­uð­um. Nágrannar þeirra í Japan og Suð­ur­-Kóreu hafa for­dæmt til­raun­irnar harð­lega og kraf­ist aðgerða af hálfu Sam­ein­uðu þjóð­anna og alþjóða­sam­fé­lags­ins. Don­ald J. Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur boðað alla þing­menn öld­ung­ar­deild­ar­inna til fundar í Hvíta hús­inu á morg­un, mið­viku­dag, þar sem fara á yfir þróun mála á Kóreu­skaga. 

Í yfir­lýs­ingum Kim Jong-un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu, segir að öllum hern­að­ar­til­burðum Banda­ríkja­hers verði mætt af hörku og við minnstu til­raun til árásar muni stríð brjót­ast út.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None