Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun íbúa Norður-Kóreu

Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.

Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Auglýsing

Per­sónu­legur kostn­aður blaða­manns Reuters í vinnu­ferð til Norð­ur­-Kóreu á dög­unum nam um 2.500 Banda­ríkja­döl­um, eða því sem sem sam­svarar fimm ára með­al­launum í Norð­ur­-Kóreu. Upp­hæð­in nemur hátt í 300 þús­und íslenskum krón­um.

Blaða­mað­ur­inn Sue-Lin Wong var í hópi 121 blaða­manna sem voru staddir í Pjongj­ang, höf­uð­borg Norð­ur­-Kóreu, fyrir rúmri viku. Blaða­mönn­unum var boðið að fylgj­ast með skipu­lögðum hátíð­ar­höldum sem haldin voru vegna fæð­ing­araf­mælis Kim Il-sung.

Ef doll­ar­arnir sem Wong greiddi er reiknuð á svarta­mark­aðs­gengi norð­ur­-kóreska gjald­mið­ils­ins won nemur fjár­hæðin hins vegar launum meðal Norð­ur­-Kóreu búa í um 420 ár.

Öll við­skipti blaða­mann­anna fóru fram á geng­inu 100 norð­ur­-kóresk won á hvern doll­ar. Heima­maður í Norð­ur­-Kóreu tjáði Wong að svarta­mark­aðs­gengið á doll­ar­anum væri mikið hærra; ein­hvers staðar á bil­inu 8.400 og 8.300 won á hvern dollar og að gengið sveifl­að­ist til eftir því hversu langt væri liðið frá síð­ustu kjarn­orku­til­raun.

Auglýsing

Kóreu­skagi á suðu­punkti

Norð­ur­-kóreski her­inn stóð fyrir umfangs­mik­illi her­æf­ingu í dag. Á sama tíma komu banda­rískir kaf­bátar að höfn í Suð­ur­-Kóreu. Reuters greinir einnig frá þessu. Banda­ríkja­her hefur aukið víg­búnað sinn á Kóreu­skag­anum vegna gruns um að her Norð­ur­-Kóreu myndi standa fyrir kjarn­orku­til­raun í til­efni afmælis norð­ur­-kóreska hers­ins. Engar til­raun­ar­spreng­ingar hafa verið gerðar en skotið var úr lang­drægum fall­byssum í æfing­ar­skyni í Wonsan-hér­aði. Þar er flug­her­stöðin sem lang­dræg flug­skeyti hafa verið próf­uð.

Eins og komið hefur fram í umfjöllun Kjarn­ans hefur til­raunum Norð­ur­-Kóreu með lang­dræg flug­skeyti fjölgað á und­an­förnum mán­uð­um. Nágrannar þeirra í Japan og Suð­ur­-Kóreu hafa for­dæmt til­raun­irnar harð­lega og kraf­ist aðgerða af hálfu Sam­ein­uðu þjóð­anna og alþjóða­sam­fé­lags­ins. Don­ald J. Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur boðað alla þing­menn öld­ung­ar­deild­ar­inna til fundar í Hvíta hús­inu á morg­un, mið­viku­dag, þar sem fara á yfir þróun mála á Kóreu­skaga. 

Í yfir­lýs­ingum Kim Jong-un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu, segir að öllum hern­að­ar­til­burðum Banda­ríkja­hers verði mætt af hörku og við minnstu til­raun til árásar muni stríð brjót­ast út.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None