Trump: Það yrði heiður að hitta Kim Jong-Un

Bandaríkjaforseti virðist í sálfræðihernaði vegna þeirra miklu spennu sem nú er á Kóreuskaga.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, ásamt herforingjum.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, ásamt herforingjum.
Auglýsing

„Það væri heiður að hitta Kim Jong-Un.“ Þetta sagði Don­ald J. Trump, Banda­ríkja­for­seti, fyrr í dag í við­tali við Bloomberg

Mikil spenna er nú á Kóreu­skaga en rík­is­fjöl­mið­ill Norð­ur­-Kóreu, KCNA, hafði eftir utan­rík­is­ráðu­neyti lands­ins í dag að lík­lega yrði því hraðað að byggja upp kjarn­orku­vopn til þess að vera betur und­ir­búin ef til hern­aðar kemur af hálfu Banda­ríkj­anna. Í frétt KCNA segir enn fremur að Banda­ríkin séu að sýna árás­ar­vilja sem þurfi að bregð­ast við. 

Ástandið á Kóreu­skaga hefur farið hratt versn­andi frá því Don­ald Trump tók við völd­um, og Norð­ur­-Kóreu­menn hófu að fjölga til­raunum sínum með lang­drægar flaug­ar. Banda­ríkja­her hefur verið að víg­bú­ast við landa­mæri Suð­ur­-Kóreu og Norð­ur­-Kóreu, og þá hefur liðs­afli á hafi úti einnig verið efld­ur. 

Auglýsing

Stjórn­völd í Japan og Suð­ur­-Kóreu hafa kraf­ist taf­ar­lausra aðgerða til að hindra frek­ari flug­skeyta­skot Norð­ur­-Kóreu, en síð­ustu þrjár til­raunir hers­ins þar í landi hafi mis­tek­ist. Fimm sér­tækar til­raunir lands­ins með kjarn­orku­vopn hafa verið fram­kvæmd­ar, en sam­þykktir Sam­ein­uðu þjóð­anna heim­ila þær ekki. 

Trump hefur sagt að her­ská hegðun stjórn­valda í Norð­ur­-Kóreu, með hinn óút­reikn­an­lega Kim Jong-Un í broddi fylk­ing­ar, sé óásætt­an­leg. Til­raunum verði að ljúka. Ef það ger­ist ekki, þá muni það hafa alvar­legar afleið­ing­ar.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None