Þingfararkostnaður nam 168 milljónum í fyrra

Þingfararkostnaður, sem bætist ofan á þingfararkaup alþingismanna, nam 4,7 milljónum á hvern þingmann að meðaltali í fyrra. Búið er að lækka þessar greiðslur til að koma til móts við gagnrýni á launahækkun.

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Auglýsing

Þing­far­ar­kostn­aður alþing­is­manna nam rúm­lega 168 millj­ónum króna í fyrra, sem sam­svarar með­al­kostn­aði upp á rúmar 4,7 millj­ónir króna á hvern þing­mann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Unnar Brár Kon­ráðs­dótt­ur, for­seta Alþing­is, við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata. 

Þetta eru greiðslur sem þing­menn fá ofan á þing­far­ar­kaup sitt, sem er nú 1.101.194 krónur á mán­uði. Þing­menn eiga rétt á greiðslum vegna hús­næð­is- og dval­ar­kostn­að­ar, ferða­kostn­aðar í kjör­dæmi og starfs­kostn­aði. Að með­al­tali er því auka­greiðsla vegna þessa um 396 þús­und krónur á mán­uði, en sú tala gefur ekki rétta mynd vegna þess að þing­menn eiga mis­mun­andi rétt á greiðslum eftir búset­u. 

Alþing­is­menn fyrir kjör­dæmi utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fá til dæmis 134 þús­und krónur í hús­næð­is- og dval­ar­kostnað á mán­uði. Hins vegar geta þing­menn í þessum kjör­dæmum fengið borgað fyrir að keyra milli Reykja­víkur og heim­il­is, og þá fá þeir aðeins greiddan þriðj­ung af hús­næð­is- og dval­ar­kostn­aði, eða 44.680 krón­ur. Þeir þing­menn sem eiga aðal­heim­ili utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en halda annað heim­ili í Reykja­vík geta óskað eftir því að fá 40 pró­senta álag á þessar greiðsl­ur, sem eru 53.616 krón­ur. 

Auglýsing

Ákveðið var í byrjun þessa árs að lækka greiðslur vegna ferða­kostn­aðar og starfs­kostn­aðar þing­manna, til þess að koma til móts við mikla gagn­rýni á launa­hækk­anir sem kjara­ráð úrskurð­aði um á kjör­dag í fyrra. 

„Ferða­­kostn­aður lækkar um 54 þús. kr. sem jafna má til um 100 þús. kr. í launa­greiðslu, og starfs­­kostn­aður lækkar um 50 þús. kr.; sam­an­lagt má jafna þess­­ari lækkun við 150 þús. kr. fyrir skatt. Sam­­kvæmt þessum breyt­ingum eiga því greiðslur til þing­­mann­na, þ.e. þing­far­­ar­­kaup og fastar mán­að­­ar­­legar greiðsl­­ur, að vera innan þeirrar launa­­þró­un­ar  sem orðið hefur frá því að kjara­ráð hóf að úrskurða um þing­far­­ar­­kaup árið 2006,“ sagði þá í til­kynn­ingu frá for­seta Alþing­is. 

Ferða­kostn­aður alþing­is­manna inn­an­lands er einnig greiddur af Alþingi, og hann nam ríf­lega 66 millj­ónum króna í fyrra, eða um milljón á hvern þing­mann að með­al­tali. Það skipt­ist niður í far­gjöld, dval­ar­kostn­að, leigu­bíla­kostn­að, bíla­leigu­bíla­kostnað og greiðslur vegna akst­urs á eigin bíl­u­m. 

Mestur er kostn­að­ur­inn vegna akst­urs þing­manna á eigin bíl­um, tæp­lega 37 millj­ónir króna, en skrif­stofa Alþingis hefur mark­visst reynt að ná þessum kostn­aði niður og fá þing­menn til að nota bíla­leigu­bíla í stað eigin bíla. Kjarn­inn greindi frá þessu árið 2015. Skrif­stofa Alþingis gerði samn­inga við bíla­leigu­fyr­ir­tæki í þessum til­gangi, og kostn­aður við bíla­leigu­bíla var tæp­lega 15 millj­ónir króna í fyrra. Í svörum Unnar Brár sést að þetta virð­ist hafa hjálpað til við að minnka kostn­að, frá árinu 2013 hafa greiðslur þings­ins vegna akst­urs þing­manna á eigin bílum farið úr tæpum 59 millj­ónum niður í tæpar 37 millj­ón­ir, og á sama tíma jókst kostn­aður við bíla­leigu­bíla úr rúmum átta millj­ónum í tæpar 15. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent