Þingfararkostnaður nam 168 milljónum í fyrra

Þingfararkostnaður, sem bætist ofan á þingfararkaup alþingismanna, nam 4,7 milljónum á hvern þingmann að meðaltali í fyrra. Búið er að lækka þessar greiðslur til að koma til móts við gagnrýni á launahækkun.

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Auglýsing

Þing­far­ar­kostn­aður alþing­is­manna nam rúm­lega 168 millj­ónum króna í fyrra, sem sam­svarar með­al­kostn­aði upp á rúmar 4,7 millj­ónir króna á hvern þing­mann. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Unnar Brár Kon­ráðs­dótt­ur, for­seta Alþing­is, við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata. 

Þetta eru greiðslur sem þing­menn fá ofan á þing­far­ar­kaup sitt, sem er nú 1.101.194 krónur á mán­uði. Þing­menn eiga rétt á greiðslum vegna hús­næð­is- og dval­ar­kostn­að­ar, ferða­kostn­aðar í kjör­dæmi og starfs­kostn­aði. Að með­al­tali er því auka­greiðsla vegna þessa um 396 þús­und krónur á mán­uði, en sú tala gefur ekki rétta mynd vegna þess að þing­menn eiga mis­mun­andi rétt á greiðslum eftir búset­u. 

Alþing­is­menn fyrir kjör­dæmi utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fá til dæmis 134 þús­und krónur í hús­næð­is- og dval­ar­kostnað á mán­uði. Hins vegar geta þing­menn í þessum kjör­dæmum fengið borgað fyrir að keyra milli Reykja­víkur og heim­il­is, og þá fá þeir aðeins greiddan þriðj­ung af hús­næð­is- og dval­ar­kostn­aði, eða 44.680 krón­ur. Þeir þing­menn sem eiga aðal­heim­ili utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins en halda annað heim­ili í Reykja­vík geta óskað eftir því að fá 40 pró­senta álag á þessar greiðsl­ur, sem eru 53.616 krón­ur. 

Auglýsing

Ákveðið var í byrjun þessa árs að lækka greiðslur vegna ferða­kostn­aðar og starfs­kostn­aðar þing­manna, til þess að koma til móts við mikla gagn­rýni á launa­hækk­anir sem kjara­ráð úrskurð­aði um á kjör­dag í fyrra. 

„Ferða­­kostn­aður lækkar um 54 þús. kr. sem jafna má til um 100 þús. kr. í launa­greiðslu, og starfs­­kostn­aður lækkar um 50 þús. kr.; sam­an­lagt má jafna þess­­ari lækkun við 150 þús. kr. fyrir skatt. Sam­­kvæmt þessum breyt­ingum eiga því greiðslur til þing­­mann­na, þ.e. þing­far­­ar­­kaup og fastar mán­að­­ar­­legar greiðsl­­ur, að vera innan þeirrar launa­­þró­un­ar  sem orðið hefur frá því að kjara­ráð hóf að úrskurða um þing­far­­ar­­kaup árið 2006,“ sagði þá í til­kynn­ingu frá for­seta Alþing­is. 

Ferða­kostn­aður alþing­is­manna inn­an­lands er einnig greiddur af Alþingi, og hann nam ríf­lega 66 millj­ónum króna í fyrra, eða um milljón á hvern þing­mann að með­al­tali. Það skipt­ist niður í far­gjöld, dval­ar­kostn­að, leigu­bíla­kostn­að, bíla­leigu­bíla­kostnað og greiðslur vegna akst­urs á eigin bíl­u­m. 

Mestur er kostn­að­ur­inn vegna akst­urs þing­manna á eigin bíl­um, tæp­lega 37 millj­ónir króna, en skrif­stofa Alþingis hefur mark­visst reynt að ná þessum kostn­aði niður og fá þing­menn til að nota bíla­leigu­bíla í stað eigin bíla. Kjarn­inn greindi frá þessu árið 2015. Skrif­stofa Alþingis gerði samn­inga við bíla­leigu­fyr­ir­tæki í þessum til­gangi, og kostn­aður við bíla­leigu­bíla var tæp­lega 15 millj­ónir króna í fyrra. Í svörum Unnar Brár sést að þetta virð­ist hafa hjálpað til við að minnka kostn­að, frá árinu 2013 hafa greiðslur þings­ins vegna akst­urs þing­manna á eigin bílum farið úr tæpum 59 millj­ónum niður í tæpar 37 millj­ón­ir, og á sama tíma jókst kostn­aður við bíla­leigu­bíla úr rúmum átta millj­ónum í tæpar 15. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent