Eigið fé FSu nemur 88 prósentum af öllu eigin fé framhaldsskólanna

Ríkisendurskoðun telur að fjárveitingar til framhaldsskólanna rati ekki á rétta staði. Mikið ójafnræði ríkir á milli skólana og ekki er tekið tillit til aðstæðna hvers skóla fyrir sig.

Fjórðungur framhaldsskóla landsins hafa neikvætt eigið fé og voru 40 prósent þeirra reknir með halla á síðasta ári.
Fjórðungur framhaldsskóla landsins hafa neikvætt eigið fé og voru 40 prósent þeirra reknir með halla á síðasta ári.
Auglýsing

Fjöl­brauta­skóli Suð­ur­lands, FSu, var með jákvæðan höf­uð­stól sem nam 73 millj­ónum króna og 84 millj­óna rekstr­ar­af­gang í lok árs 2016. Eig­in­fjár­staða allra fram­halds­skól­anna var jákvæð um 83 millj­ónir í lok sama árs. Þetta kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar til Alþing­is. 

Rekstur fram­halds­skól­anna hefur staðið höllum fæti undan farin ár. Gerð var úttekt á þróun á rekstri fram­halds­skól­ana á árunum 2008-2013 af hálfu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Sú úttekt sýndi að 16 af 28 fram­halds­skólum hefðu verið reknir með halla árið 2013 og sam­eig­in­leg rekstr­ar­af­koma skól­anna hefði verið nei­kvæð um 109 millj­ónir króna og eig­in­fjár­staða þeirra nei­kvæð um 99 millj­ón­ir. Í þeirri úttekt kemur fram að fjár­hags­vanda fram­halds­skól­ana megi rekja til sam­dráttar í fjár­veit­ingum und­an­far­inna ára. 

Jafnt yfir alla gengið

Við­brögð mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins voru að meðal ann­ars að lækka launa­stiku reikni­for­rits sem ráðu­neytið not­ast við til að áætla rekstr­ar­kostn­að. Sam­kvæmt Rík­is­end­ur­skoðun olli það því að sam­dráttur fjár­veit­inga dreifð­ist jafnt á alla skóla. Í umfjöllun Kjarn­ans kemur fram að það sé álit Rík­is­end­ur­skoð­unar að flatur nið­ur­skurður af þessum toga sé vafa­sam­ur. „Ekki aðeins leggst hann mis­­þungt á ein­staka skóla og mest á bók­­náms­­skóla þar sem laun vega hlut­­falls­­lega þyngst heldur vinnur hann einnig gegn þeirri við­­leitni að for­­gangs­raða í skóla­­kerf­inu og taka á vanda­­málum ein­stakra skóla.“

Auglýsing

Í lok árs 2016 voru 11 af 27 fram­halds­skólum reknir með halla og voru þar af sjö skólar með nei­kvæða eig­in­fjár­stöðu. Hinir fjórir skól­arnir sem reknir voru með halla þurftu að ganga á jákvætt eigið fé til að mæta halla í rekstri. 

Þótt að eig­in­fjár­staða fram­halds­skól­anna í heild sé jákvæð þá eru 40 pró­sent þeirra reknir með halla og 25 pró­sent þeirra með nei­kvæða eig­in­fjár­stöðu. Rík­is­end­ur­skoðun telur að mennta­mála­ráðu­neytið hafi brugð­ist við fjár­hags­vanda fram­halds­skól­ana í heild í stað þess að taka sér­stak­lega á rekstr­ar­vanda ein­stakra skóla. Þetta hefur leitt til þess að FSu standi nán­ast einn undir því að sam­an­lögð eig­in­fjár­staða fram­halds­skól­anna er jákvæð. „Mikið ójafn­ræði er því milli ein­stakra skóla og hvetur Rík­is­end­ur­skoðun ráðu­neytið til að bæta úr því.“ segir í skýrsl­unni.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent