Portúgal sigraði í Eurovision-keppninni sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í kvöld. Portúgal fékk 758 stig, 143 stigum meira en Búlgaría sem hafnaði í öðru sæti.
Veðbankar höfðu spáð Ítalíu sigri í keppninni í kvöld. Francesco Gabani og dansandi górillan fluttu lag sitt með prýði en portúgalski hjartaknúsarinn Salvador Sobral kom sá og sigraði.
Sobral hafði verið spáð öðru sæti í keppninni. Í öðru sæti urðu hins vegar Búlgaría. Í þriðja sæti varð Moldovía.
Keppnin var ekkert sérstaklega spennandi enda tók Portúgal forystuna snemma. Búlgaría var líka fljótlega með afgerandi stöðu í öðru sæti.
Keppnin mun þess vegna fara fram í Portúgal á næsta ári. Ísland mun þar reyna að komast áfram upp úr undanriðli sínum en undanfarin ár hefur framlag Íslands ekki notið nægilegrar hylli evrópskra Eurovision-aðdáenda. Ísland hefur ekki komist upp úr undanriðli sínum í síðustu þrjú skipti.