Tæplega 1.500 bílar seldust á hinum svokallaða gráa bílamarkaði fyrstu fjóra mánuði þessa árs, bílar sem fluttir eru inn framhjá bílaumboðunum. Þessi tala bendir til þess að vöxtur á þessum markaði sé hraður.
Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag.
Í fyrra voru til samanburðar keyptir 3.700 bílar á þessum markaði en 1.200 árið þar áður. Inni í þeim tölum eru notaðir bílar. „Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans færist í aukana að nýir og nýlegir bílar séu fluttir inn af einstaklingum og fyrirtækjum með þessum hætti, og sérstaklega virðist vera vinsælt að flytja inn nýlega rafmagns- og tengiltvinnbíla,“ segir í Morgunblaðinu.
Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu. Bandaríkjadalur kostar nú rúmlega 100 krónur, evran 112 krónur og pundið 130. Fyrir einu og hálfu ári var allt annað uppi á teningnum en þá Bandaríkjadalur 140 krónur, evran 150 krónur og pundið 206.
Þessar aðstæður hafa leitt til þess að vörur erlendis eru mun hagstæðari en áður.