Minnst 19 látnir og yfir 50 er slasaðir eftir sprengingu skömmu eftir að tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande lauk í Manchester Arena. Höllin tekur 21 þúsund manns í sæti en mikil skelfing greip um sig í kjölfar sprengingarinnar og hlutu gestir á tónleikunum út úr höllinni.
Lögreglan hefur staðfest að þetta sé rannsakað sem hryðjuverk.
Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er aðgerðum háttað eins og um hryðjuverk hafi verið að ræða. Lögreglan hefur þegar sprengt upp hluti sem grunur lék á að væri sprengja.
Auglýsing
Fréttin verður uppfærð. Beina útsendingu Sky News má sjá hér í meðfylgjandi Youtube tengli.