Meirihluti telur engan kynþátt, menningarheim eða trúarbrögð öðrum æðri

Niðurstöður alþjóðlegrar Gallup-könnunnar benda til frjálslyndra viðhorfa meirihluta þjóða í flestum heimshlutum, sérstaklega á Vesturlöndum

usa-charleston-shooting_19391115049_o.jpg
Auglýsing

Nið­ur­stöður skýrslu Alþjóð­leg­u Gallup­sam­tak­anna benda til þess að meiri­hluti íbúa 66 þjóða lítur svo á að eng­inn kyn­þátt­ur, menn­ing­ar­heimur eða trú­ar­brögð sé öðrum æðri. Nið­ur­stöð­urnar eru sér­stak­lega afger­andi meðal íbúa á Vest­ur­lönd­um. 

Spurt var um hversu sam­mála við­mæl­endur væru eft­ir­far­andi full­yrð­ing­um:

  1. Til er einn kyn­þáttur sem er öðrum æðri

  2. Til er einn menn­ing­ar­heimur sem er öðrum æðri

  3. Til eru ein trú­ar­brögð sem eru öðrum æðri.

Könn­unin var lögð fyrir 66.541 ein­stak­ling í 66 löndum á tíma­bil­inu októ­ber-des­em­ber 2016. Vik­mörk í könn­un­inni eru 3-5%, miðað við 95% örygg­is­bil.

Meiri­hluti við­mæl­anda í Vest­ur­-­Evr­ópu, Norð­ur­-Am­er­íku og Ástr­alíu hafna full­yrð­ing­unum þremur með nokkuð afger­and­i hætti, en nið­ur­stöður ann­arra heims­hluta eru tví­sýnni.

Auglýsing

Sam­kvæmt Kancho Stoychech, for­seta Alþjóð­leg­u Gallup­sam­tak­anna, eru líkur á því að tengsl séu milli óstöð­ug­leika þjóða ann­ar­s ­vegar og við­horfa þeirra til kyn­þátt­ar, menn­ing­ar­heims og trú­ar­bragða hins ­veg­ar.

Við­horf Íslend­inga virð­ast til­tölu­lega frjáls­lynd, en hlut­fall þeirra sem segj­ast ósam­mála full­yrð­ing­unum þremur er þriðja hæsta ­meðal aðspurðra þjóða. Aðeins er hlut­fall við­mæl­enda í Sví­þjóð og Frakk­land­i hærra.

Á Íslandi var könn­unin lögð fyrir Við­horfa­hóp Gallup undir lok nóv­em­ber 2016. Heild­ar­út­taks­stærð var 1.792 og þátt­töku­hlut­fall var 59,4%.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiFólk