Já.is má ekki birta myndir af heimilum fólks

Persónuvernd hefur úrskurðað að Já.is verði að fjarlægja tengingar milli skráningar í símaskrá og myndbirtingar af heimilum fólks.

Skrifstofur Kjarnans eru við Laugaveg 3. Ef skráningu Kjarnans er flett upp á vef Já birtist mynd af húsakynnum fyrirtækisins. Það sama á við um einstaklinga. Myndbirtingar af heimilum með skráningum einstaklinga eru nú óheimilar.
Skrifstofur Kjarnans eru við Laugaveg 3. Ef skráningu Kjarnans er flett upp á vef Já birtist mynd af húsakynnum fyrirtækisins. Það sama á við um einstaklinga. Myndbirtingar af heimilum með skráningum einstaklinga eru nú óheimilar.
Auglýsing

Per­sónu­vernd hefur úrskurðað að síma­skrár- og upp­lýs­inga­vef­ur­inn Já.is má ekki birta myndir af heim­ilum fólks með skrán­ingum á vefn­um. Já.is mun aftengja mynd­irnar á næstu dög­um, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Per­sónu­vernd hóf frum­kvæð­is­at­hugun á birt­ingum mynd­anna í nóv­em­ber í fyrra. Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, vöru- og við­skipta­þró­un­ar­stjóri Já, segir fyr­ir­tækið alltaf hafa átt í góðu sam­starfi við Per­sónu­vernd í tengslum við götu­mynda­safn sitt. Það verk­efni hófst árið 2013.

„Mynd­irnar verða teknar út strax á næstu dög­um,“ segir Mar­grét og bendir á að úrskurður Per­sónu­verndar snú­ist um ákveðið birt­ing­ar­form mynd­anna. Mynd­unum verður ekki eytt úr gagna­grunn­inum heldur verður klippt á teng­ing­una á milli þeirra og ein­stakra skrán­inga.

Úrskurður Per­sónu­verndar nær aðeins yfir skrán­ingar ein­stak­linga á vefnum en ekki fyr­ir­tækja eða félaga. Þess vegna mun áfram birt­ast mynd af höf­uð­stöðvum Kjarn­ans við Lauga­veg 3 á Já.is

Í athuga­semdum Já.is við athugun Per­sónu­verndar segir að þessi götu­mynd­ar­þjón­usta eigi sér mál­efna­legan til­gang og sé í eðli sínu nátengd kjarna­starf­semi Já hf., fyr­ir­tæk­is­ins sem rekur vef­inn. „At­vinnu- og sam­keppn­is­hags­munir telj­ist ótví­rætt til lög­mætra hags­muna, en Já hf. sé til dæmis í sam­keppni við Google á þessu svið­i.“

Auglýsing

Í götu­sjá Já.is eru öll and­lit, skrán­ing­ar­númer öku­tækja og þess háttar gerð ógrein­an­leg. Svip­aða þjón­ustu má sækja á vef­inn Google Maps og skoða götu­mynd stærstu þétt­býl­is­svæða á Íslandi. Mun­ur­inn á þjón­ustu Já.is og Google er hins vegar sá að götu­mynd Já.is er bein­tengd upp­lýs­ingum í síma­skránni.

Já.is bendir á að sam­kvæmt könn­unum sem fyr­ir­tækið hafi látið gera hafi lang flestir þeir sem skráðir voru á vef­inn sagst vita að mynd af heim­ili þeirra hafi verið tengt skrán­ingu þeirra á vefn­um. Í öllum til­vikum hafi fyr­ir­tækið orðið við beiðnum um að mynd­irnar séu fjar­lægðar og aftengdar skrán­ing­unni. Slíkar beiðnir væru hins vegar sjald­gæfar, í mesta lagi fimm á mán­uði.

Forsíða Já.is þar sem leita má að símanúmerum, heimilisfangi og öðrum upplýsingum.

Nið­ur­staða Per­sónu­verndar byggir á því að per­sónu­upp­lýs­ingar sem skráðar eru „í prent­uðum og raf­rænum skrám og í upp­lýs­inga­þjón­ustu um síma­númer skuli tak­markast við þær upp­lýs­ingar sem þarf til að bera kennsl á áskrif­anda nema áskrif­and­inn hafi veitt ótví­ræða heim­ild til ann­ars. Myndir af heim­ilum ein­stak­linga teljast, að mati Per­sónu­vernd­ar, ekki til slíkra upp­lýs­inga.“

Allir sem skráðir eru í gagna­grunn Já.is verða jafn­framt að hafa veitt ótví­rætt sam­þykki fyrir að vinna megi per­sónu­grein­an­leg gögn um sig og birta þau á vefn­um, sam­kvæmt úrskurð­in­um.

Öll vinnsla per­sónu­upp­lýs­inga verður jafn­framt að full­nægja þeim grunn­kröfum sem nefndar eru í lög­um. Í úrskurð­inum segir að vinnsla per­sónu­upp­lýs­ing­anna geti „vart talist sann­gjörn nema hinn skráði geti fengið vit­neskju um hana og eigi kost á full­nægj­andi upp­lýs­ingum um vinnu­brögð, vinnu­ferli og annað er lýtur að vinnsl­unni. Per­sónu­vernd telur að með vísan til þessa hafi Já.is borið að upp­lýsa hina skráðu og fræða þá um vinnsl­una, þ.e. birt­ingu mynda af heim­ilum þeirra, áður en hún fór fram.“

Já.is hefur frest til 19. júní næst­kom­andi til þess að lýsa fyrir Per­sónu­vernd hvernig félagið hygg­ist tryggja að birt­ing þess­ara per­sónu­upp­lýs­inga fari ekki í bága við lög um per­sónu­vernd.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent