Já.is má ekki birta myndir af heimilum fólks

Persónuvernd hefur úrskurðað að Já.is verði að fjarlægja tengingar milli skráningar í símaskrá og myndbirtingar af heimilum fólks.

Skrifstofur Kjarnans eru við Laugaveg 3. Ef skráningu Kjarnans er flett upp á vef Já birtist mynd af húsakynnum fyrirtækisins. Það sama á við um einstaklinga. Myndbirtingar af heimilum með skráningum einstaklinga eru nú óheimilar.
Skrifstofur Kjarnans eru við Laugaveg 3. Ef skráningu Kjarnans er flett upp á vef Já birtist mynd af húsakynnum fyrirtækisins. Það sama á við um einstaklinga. Myndbirtingar af heimilum með skráningum einstaklinga eru nú óheimilar.
Auglýsing

Per­sónu­vernd hefur úrskurðað að síma­skrár- og upp­lýs­inga­vef­ur­inn Já.is má ekki birta myndir af heim­ilum fólks með skrán­ingum á vefn­um. Já.is mun aftengja mynd­irnar á næstu dög­um, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Per­sónu­vernd hóf frum­kvæð­is­at­hugun á birt­ingum mynd­anna í nóv­em­ber í fyrra. Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, vöru- og við­skipta­þró­un­ar­stjóri Já, segir fyr­ir­tækið alltaf hafa átt í góðu sam­starfi við Per­sónu­vernd í tengslum við götu­mynda­safn sitt. Það verk­efni hófst árið 2013.

„Mynd­irnar verða teknar út strax á næstu dög­um,“ segir Mar­grét og bendir á að úrskurður Per­sónu­verndar snú­ist um ákveðið birt­ing­ar­form mynd­anna. Mynd­unum verður ekki eytt úr gagna­grunn­inum heldur verður klippt á teng­ing­una á milli þeirra og ein­stakra skrán­inga.

Úrskurður Per­sónu­verndar nær aðeins yfir skrán­ingar ein­stak­linga á vefnum en ekki fyr­ir­tækja eða félaga. Þess vegna mun áfram birt­ast mynd af höf­uð­stöðvum Kjarn­ans við Lauga­veg 3 á Já.is

Í athuga­semdum Já.is við athugun Per­sónu­verndar segir að þessi götu­mynd­ar­þjón­usta eigi sér mál­efna­legan til­gang og sé í eðli sínu nátengd kjarna­starf­semi Já hf., fyr­ir­tæk­is­ins sem rekur vef­inn. „At­vinnu- og sam­keppn­is­hags­munir telj­ist ótví­rætt til lög­mætra hags­muna, en Já hf. sé til dæmis í sam­keppni við Google á þessu svið­i.“

Auglýsing

Í götu­sjá Já.is eru öll and­lit, skrán­ing­ar­númer öku­tækja og þess háttar gerð ógrein­an­leg. Svip­aða þjón­ustu má sækja á vef­inn Google Maps og skoða götu­mynd stærstu þétt­býl­is­svæða á Íslandi. Mun­ur­inn á þjón­ustu Já.is og Google er hins vegar sá að götu­mynd Já.is er bein­tengd upp­lýs­ingum í síma­skránni.

Já.is bendir á að sam­kvæmt könn­unum sem fyr­ir­tækið hafi látið gera hafi lang flestir þeir sem skráðir voru á vef­inn sagst vita að mynd af heim­ili þeirra hafi verið tengt skrán­ingu þeirra á vefn­um. Í öllum til­vikum hafi fyr­ir­tækið orðið við beiðnum um að mynd­irnar séu fjar­lægðar og aftengdar skrán­ing­unni. Slíkar beiðnir væru hins vegar sjald­gæfar, í mesta lagi fimm á mán­uði.

Forsíða Já.is þar sem leita má að símanúmerum, heimilisfangi og öðrum upplýsingum.

Nið­ur­staða Per­sónu­verndar byggir á því að per­sónu­upp­lýs­ingar sem skráðar eru „í prent­uðum og raf­rænum skrám og í upp­lýs­inga­þjón­ustu um síma­númer skuli tak­markast við þær upp­lýs­ingar sem þarf til að bera kennsl á áskrif­anda nema áskrif­and­inn hafi veitt ótví­ræða heim­ild til ann­ars. Myndir af heim­ilum ein­stak­linga teljast, að mati Per­sónu­vernd­ar, ekki til slíkra upp­lýs­inga.“

Allir sem skráðir eru í gagna­grunn Já.is verða jafn­framt að hafa veitt ótví­rætt sam­þykki fyrir að vinna megi per­sónu­grein­an­leg gögn um sig og birta þau á vefn­um, sam­kvæmt úrskurð­in­um.

Öll vinnsla per­sónu­upp­lýs­inga verður jafn­framt að full­nægja þeim grunn­kröfum sem nefndar eru í lög­um. Í úrskurð­inum segir að vinnsla per­sónu­upp­lýs­ing­anna geti „vart talist sann­gjörn nema hinn skráði geti fengið vit­neskju um hana og eigi kost á full­nægj­andi upp­lýs­ingum um vinnu­brögð, vinnu­ferli og annað er lýtur að vinnsl­unni. Per­sónu­vernd telur að með vísan til þessa hafi Já.is borið að upp­lýsa hina skráðu og fræða þá um vinnsl­una, þ.e. birt­ingu mynda af heim­ilum þeirra, áður en hún fór fram.“

Já.is hefur frest til 19. júní næst­kom­andi til þess að lýsa fyrir Per­sónu­vernd hvernig félagið hygg­ist tryggja að birt­ing þess­ara per­sónu­upp­lýs­inga fari ekki í bága við lög um per­sónu­vernd.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent