Losun Evrópulanda jókst í fyrsta sinn síðan 2010

Nýtt losunarbókhald Evrópusambandsins í loftslagsmálum þykir sýna fram á að hægt er að draga úr losun um leið og stuðlað er að hagvexti.

Vindmyllugarður í svissnesku Ölpunum.
Vindmyllugarður í svissnesku Ölpunum.
Auglýsing

Sam­an­lögð losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá Evr­ópu­sam­band­inu og Íslands jókst í fyrsta sinn síðan árið 2010 árið 2015. Aukn­ingin nemur 0,5 pró­sentum milli áranna 2014 og 2015.

Tölur og yfir­lit um losun hvers og eins lands er áætluð út frá los­un­ar­bók­haldi ein­stakra landa sem skilað var í ár fyrir árið 2015.

Auknum sam­göngum í Evr­ópu er kennt um meiri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Fram­farir í orku­spar­neytn­ari sam­göngu­tækjum duga ekki til þess að stemma stigu við auknar sam­göng­ur, hvort sem það er á landi eða í lofti.

Vega­sam­göngur valda fimmt­ungi allrar meng­unar Evr­ópu­landa. Losun frá þessum geira jókst annað árið í röð, nú um 1,6 pró­sent árið 2015. Losun frá flug­sam­göngum innan Evr­ópu nemur um fjórum pró­sentum af heild­ar­los­un­inni. Þar jókst los­unin um 3,3 pró­sent.

Umhverf­is­stofnun Evr­ópu fjallar um þetta á vef sín­um.

Þar segir enn fremur að aukn­ingin los­un­ar­innar sé lítil í sam­an­burði við mesta hag­vöxt í Evr­ópu síðan árið 2007. Árið 2015 nam hag­vöxtur 2,2 pró­sent­um. Árið áður hafði losun í Evr­ópu minnkað um fjögur pró­sent.

Á árunum 1990 til 2015 hefur Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) tek­ist að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um 22,1 pró­sent, sam­kvæmt los­un­ar­bók­haldi sam­bands­ins. Mark­mið ESB var að minnka losun um 20 pró­sent til árs­ins 2020, á seinna skuld­bind­ing­ar­tíma­bili Kyoto-­bók­un­ar­inn­ar. Á sama tíma hefur hag­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins vaxið um 50 pró­sent.

„[...] sem sýnir að efna­hags­vöxtur til langs tíma er mögu­legur um leið og dregið er úr útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ar,“ segir í frétt Umhverf­is­stofn­unar Evr­ópu.

Helstu ástæður þess að losun hefur minnkað í Evr­ópu­sam­band­inu er sagðar vera áhrif Evr­ópu­lög­gjafar og lög­gjafar ein­stakra landa um lofts­lags­mál. Aukin reglu­setn­ing hefur leitt til auk­innar notk­unar end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa, notk­unar umhverf­is­væns elds­neytis og fram­farir í orku­sparn­aði.

Þá hafa kerf­is­lægar breyt­ingar í átt að þjón­ustu­mið­aðra hag­kerfis stuðlað að því að losun er minni. Það þarf hins vegar ekki að þýða að los­unin hafi horf­ið, heldur hefur vöru­fram­leiðsla færst frá Evr­ópu til ann­arra heims­hluta á tíma­bil­inu.

Aðrar ástæður sem taldar eru til eru áhrif efna­hags­hruns­ins árið 2008 og mild­ari vetur sem hafa gert orku­þörf til hús­hit­unar minni.

Auglýsing

Bret­land best og við­skipta­kerfið virkar

Aðrar nið­ur­stöður los­un­ar­bók­halds­ins fyrir árið 2015 sýna að Bret­land stendur sig best í minnkun los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Mest aukn­ing los­unar var hins vegar frá Spáni, Ítalíu og Hollandi.

Við­skipta­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ildir – sem Ísland er aðili að í gegnum EES-­samn­ing­inn – virð­ist jafn­framt virka til þess að knýja á um minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Í það minnsta ef þeir geirar sem falla undir við­skipta­kerfið eru bornir saman við þá geira sem ekki falla þar und­ir. Minnkun útstreymis frá geir­unum sem falla undir kerfið nam 0,7 pró­sentum á milli ára árið 2015 (þar eru flug­sam­göngur milli landa und­an­skild­ar), sam­an­borið við geirana sem ekki falla undir við­skipta­kerfið þar sem útstreymi jókst um 1,4 pró­sent.

Losun frá Íslandi eykst meira

Sé þróun los­unar frá Íslandi borin saman við sam­starfs­ríkin í Evr­ópu­sam­band­inu sést að Íslandi hefur ekki tek­ist eins vel til og Evr­ópu­sam­and­inu.

Útstreymi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá Íslandi jókst um 1,9 pró­­sent á milli ára 2014 og 2015 og hefur útstreymið ekki verið hærra síðan árið 2010.

Útstreymi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá Íslandi hafði auk­ist um 28 pró­­sent árið 2015 miðað við við­mið­un­­ar­árið 1990. Losun frá Íslandi náði hæstu hæðum árið 2008 vegna stór­auk­inna umsvifa stór­iðju hér á landi. Í kjöl­far efna­hags­­þreng­inga sama ár og vegna auk­inna krafa um föngun kolefnis frá stór­iðju dróst losun saman á árunum 2009, 2010 og 2011 en var svo nokkuð svipuð þar eft­­ir.

Sé rýnt í þær breyt­ingar sem orðið hafa síðan 1990 má sjá að iðn­­að­­ar­fram­­leiðsla ber ábyrgð á rúm­­lega helm­ingi aukn­ing­­ar­innar til árs­ins 2015. Far­­ar­tæki á landi bera ábyrgð á nærri því fjórð­ungi aukn­ing­­ar­inn­­ar.

Að því sögðu er mik­il­vægt að benda á að los­un­ar­lands­lag Íslands er að mörgu leyti frá­brugðið því sem þekk­ist ann­ars stað­ar. Fyrir því eru fjórar meg­in­á­stæð­ur.

Losun vegna raf­­orku­fram­­leiðslu og hús­hit­unar á Íslandi veru­­lega lág miðað við löndin á meg­in­landi Evr­­ópu. Nærri því 80 pró­­sent útstreymis frá því sem heitir orku­­geiri (e. Energy sect­­or) í alþjóð­­legum sam­an­­burði er frá sam­­göng­um á Íslandi. Þá er útstreymi vegna land­­not­k­unar nokkuð mikil hér á landi.

Að síð­ustu þá er það mikil ábyrgð iðn­að­ar­fram­leiðsla ber í los­un­ar­bók­haldi Íslands. Það er jafn­­framt ein­­kenni á losun frá Íslandi að eitt verk­efni getur haft mikil áhrif á heild­­ar­losun á árs­grund­velli. Ástæða þessa er smæð íslenska hag­­kerf­is­ins. Eitt meng­andi álver til við­­bótar í kerfið getur aukið heild­­ar­losun frá Íslandi um meira en 15 pró­­sent, að því er kemur fram í los­un­­ar­­bók­haldi Umhverf­is­­stofn­un­­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent