Landsbankinn gerir sátt við Samkeppniseftirlitið

Landsbankinn hefur, fyrstur íslenskra banka, lokið viðræðum við Samkeppniseftirlitið um aðgerðir til að virkja samkeppni milli viðskiptabanka. Aðgerðirnar fela í sér m.a. aukið upplýsingaflæði og minni skuldbindingar neytenda í bankaviðskiptum.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Auglýsing

Landsbankinn gerir sátt við Samkeppniseftirlitið um aðgerðir sem stuðla að virkari samkeppni til hagsbóta fyrir heimili og lítil fyrirtæki. Aðgerðirnar eru margvíslegar, en þær eru allar til hagsbóta fyrir neytendur. 

Markmið sáttarinnar er að draga úr skiptikostnaði í fjármálaþjónustu, stuðla að virkara aðhaldi viðskiptavina og vinna gegn aðstæðum sem gætu leitt til samhæfingu á viðskiptabankamarkaði. Samkeppniseftirlitið hóf viðræður þess efnis við alla viðskiptabankanna fyrir tveimur árum síðan, en viðræður við Arion banka og Íslandsbanka eru á lokastigi. 

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir mikilvægt að fólk og fyrirtæki gæti þess að leita ætíð bestu kjara og skilmála miðað við sínar þarfir. „Með því er veitendum fjármálaþjónustu skapað aukið aðhald sem skilar sér í virkari samkeppni þeirra á milli. Þau skilyrði sem fram koma í sáttinni við Landsbankann eiga m.a. að leiða til þess að auðveldara verði fyrir viðskiptavini að veita slíkt aðhald.”

Auglýsing

Í kjölfar sáttarinnar mun bankinn ráðast í ýmsar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir neytendur, en þær eru eftirfarandi:

  • Uppgreiðslugjöld munu ekki vera lögð á hjá útistandandi lánum sem bera breytilega vexti
  • Sett verða hámörk á þóknun við flutning bundins séreignasparnaðar frá bankanum.
  • Íbúðakaupandi þarf ekki lengur að færa önnur bankaviðskipti til bankans sem hann greiðir íbúðalán
  • Yfirtaka íbúðaláns verður ekki háð því að kaupandinn færi önnur bankaviðskipti sín til bankans.
  • Tekið verður upp upplýsingatækniviðmót (e. API) sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp samanburðarvefsíðu sem virkjað gæti skilvirkara neytendaaðhald.
  • Upplýst verður um verulegar breytingar á vöxtum og verðskrá áður en þær eiga sér stað
  • Sett verður upp API-upplýsingatækniviðmót sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp samanburðarvefsíðu
  • Tilteknir skilmálar íbúðalána sem fela í sér verulega bindingu verða ekki virkjaðir


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent