Landsbankinn gerir sátt við Samkeppniseftirlitið

Landsbankinn hefur, fyrstur íslenskra banka, lokið viðræðum við Samkeppniseftirlitið um aðgerðir til að virkja samkeppni milli viðskiptabanka. Aðgerðirnar fela í sér m.a. aukið upplýsingaflæði og minni skuldbindingar neytenda í bankaviðskiptum.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Auglýsing

Lands­bank­inn gerir sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um aðgerðir sem stuðla að virk­ari sam­keppni til hags­bóta fyrir heim­ili og lítil fyr­ir­tæki. Aðgerð­irnar eru marg­vís­leg­ar, en þær eru allar til hags­bóta fyrir neyt­end­ur. 

Mark­mið sátt­ar­innar er að draga úr skipti­kostn­aði í fjár­mála­þjón­ustu, stuðla að virkara aðhaldi við­skipta­vina og vinna gegn aðstæðum sem gætu leitt til sam­hæf­ingu á við­skipta­banka­mark­aði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hóf við­ræður þess efnis við alla við­skipta­bank­anna fyrir tveimur árum síð­an, en við­ræður við Arion banka og Íslands­banka eru á loka­stig­i. 

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, segir mik­il­vægt að fólk og fyr­ir­tæki gæti þess að leita ætíð bestu kjara og skil­mála miðað við sínar þarf­ir. „Með því er veit­endum fjár­mála­þjón­ustu skapað aukið aðhald sem skilar sér í virk­ari sam­keppni þeirra á milli. Þau skil­yrði sem fram koma í sátt­inni við Lands­bank­ann eiga m.a. að leiða til þess að auð­veld­ara verði fyrir við­skipta­vini að veita slíkt aðhald.”

Auglýsing

Í kjöl­far sátt­ar­innar mun bank­inn ráð­ast í ýmsar aðgerðir sem eru til hags­bóta fyrir neyt­end­ur, en þær eru eft­ir­far­andi:

  • Upp­greiðslu­gjöld munu ekki vera lögð á hjá útistand­andi lánum sem bera breyti­lega vexti

  • Sett verða hámörk á þóknun við flutn­ing bund­ins sér­eigna­sparn­aðar frá bank­an­um.

  • Íbúða­kaup­andi þarf ekki lengur að færa önnur banka­við­skipti til bank­ans sem hann greiðir íbúða­lán

  • Yfir­taka íbúða­láns verður ekki háð því að kaup­and­inn færi önnur banka­við­skipti sín til bank­ans.

  • Tekið verður upp upp­lýs­inga­tækni­við­mót (e. API) sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp sam­an­burð­ar­vef­síðu sem virkjað gæti skil­virkara neyt­enda­að­hald.

  • Upp­lýst verður um veru­legar breyt­ingar á vöxtum og verð­skrá áður en þær eiga sér stað

  • Sett verður upp API-­upp­lýs­inga­tækni­við­mót sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp sam­an­burð­ar­vef­síðu

  • Til­teknir skil­málar íbúða­lána sem fela í sér veru­lega bind­ingu verða ekki virkj­aðirErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent