Landsbankinn gerir sátt við Samkeppniseftirlitið

Landsbankinn hefur, fyrstur íslenskra banka, lokið viðræðum við Samkeppniseftirlitið um aðgerðir til að virkja samkeppni milli viðskiptabanka. Aðgerðirnar fela í sér m.a. aukið upplýsingaflæði og minni skuldbindingar neytenda í bankaviðskiptum.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Auglýsing

Lands­bank­inn gerir sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um aðgerðir sem stuðla að virk­ari sam­keppni til hags­bóta fyrir heim­ili og lítil fyr­ir­tæki. Aðgerð­irnar eru marg­vís­leg­ar, en þær eru allar til hags­bóta fyrir neyt­end­ur. 

Mark­mið sátt­ar­innar er að draga úr skipti­kostn­aði í fjár­mála­þjón­ustu, stuðla að virkara aðhaldi við­skipta­vina og vinna gegn aðstæðum sem gætu leitt til sam­hæf­ingu á við­skipta­banka­mark­aði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hóf við­ræður þess efnis við alla við­skipta­bank­anna fyrir tveimur árum síð­an, en við­ræður við Arion banka og Íslands­banka eru á loka­stig­i. 

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, segir mik­il­vægt að fólk og fyr­ir­tæki gæti þess að leita ætíð bestu kjara og skil­mála miðað við sínar þarf­ir. „Með því er veit­endum fjár­mála­þjón­ustu skapað aukið aðhald sem skilar sér í virk­ari sam­keppni þeirra á milli. Þau skil­yrði sem fram koma í sátt­inni við Lands­bank­ann eiga m.a. að leiða til þess að auð­veld­ara verði fyrir við­skipta­vini að veita slíkt aðhald.”

Auglýsing

Í kjöl­far sátt­ar­innar mun bank­inn ráð­ast í ýmsar aðgerðir sem eru til hags­bóta fyrir neyt­end­ur, en þær eru eft­ir­far­andi:

  • Upp­greiðslu­gjöld munu ekki vera lögð á hjá útistand­andi lánum sem bera breyti­lega vexti

  • Sett verða hámörk á þóknun við flutn­ing bund­ins sér­eigna­sparn­aðar frá bank­an­um.

  • Íbúða­kaup­andi þarf ekki lengur að færa önnur banka­við­skipti til bank­ans sem hann greiðir íbúða­lán

  • Yfir­taka íbúða­láns verður ekki háð því að kaup­and­inn færi önnur banka­við­skipti sín til bank­ans.

  • Tekið verður upp upp­lýs­inga­tækni­við­mót (e. API) sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp sam­an­burð­ar­vef­síðu sem virkjað gæti skil­virkara neyt­enda­að­hald.

  • Upp­lýst verður um veru­legar breyt­ingar á vöxtum og verð­skrá áður en þær eiga sér stað

  • Sett verður upp API-­upp­lýs­inga­tækni­við­mót sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp sam­an­burð­ar­vef­síðu

  • Til­teknir skil­málar íbúða­lána sem fela í sér veru­lega bind­ingu verða ekki virkj­aðirÍslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent