Landsbankinn gerir sátt við Samkeppniseftirlitið

Landsbankinn hefur, fyrstur íslenskra banka, lokið viðræðum við Samkeppniseftirlitið um aðgerðir til að virkja samkeppni milli viðskiptabanka. Aðgerðirnar fela í sér m.a. aukið upplýsingaflæði og minni skuldbindingar neytenda í bankaviðskiptum.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Auglýsing

Lands­bank­inn gerir sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið um aðgerðir sem stuðla að virk­ari sam­keppni til hags­bóta fyrir heim­ili og lítil fyr­ir­tæki. Aðgerð­irnar eru marg­vís­leg­ar, en þær eru allar til hags­bóta fyrir neyt­end­ur. 

Mark­mið sátt­ar­innar er að draga úr skipti­kostn­aði í fjár­mála­þjón­ustu, stuðla að virkara aðhaldi við­skipta­vina og vinna gegn aðstæðum sem gætu leitt til sam­hæf­ingu á við­skipta­banka­mark­aði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið hóf við­ræður þess efnis við alla við­skipta­bank­anna fyrir tveimur árum síð­an, en við­ræður við Arion banka og Íslands­banka eru á loka­stig­i. 

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, segir mik­il­vægt að fólk og fyr­ir­tæki gæti þess að leita ætíð bestu kjara og skil­mála miðað við sínar þarf­ir. „Með því er veit­endum fjár­mála­þjón­ustu skapað aukið aðhald sem skilar sér í virk­ari sam­keppni þeirra á milli. Þau skil­yrði sem fram koma í sátt­inni við Lands­bank­ann eiga m.a. að leiða til þess að auð­veld­ara verði fyrir við­skipta­vini að veita slíkt aðhald.”

Auglýsing

Í kjöl­far sátt­ar­innar mun bank­inn ráð­ast í ýmsar aðgerðir sem eru til hags­bóta fyrir neyt­end­ur, en þær eru eft­ir­far­andi:

  • Upp­greiðslu­gjöld munu ekki vera lögð á hjá útistand­andi lánum sem bera breyti­lega vexti

  • Sett verða hámörk á þóknun við flutn­ing bund­ins sér­eigna­sparn­aðar frá bank­an­um.

  • Íbúða­kaup­andi þarf ekki lengur að færa önnur banka­við­skipti til bank­ans sem hann greiðir íbúða­lán

  • Yfir­taka íbúða­láns verður ekki háð því að kaup­and­inn færi önnur banka­við­skipti sín til bank­ans.

  • Tekið verður upp upp­lýs­inga­tækni­við­mót (e. API) sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp sam­an­burð­ar­vef­síðu sem virkjað gæti skil­virkara neyt­enda­að­hald.

  • Upp­lýst verður um veru­legar breyt­ingar á vöxtum og verð­skrá áður en þær eiga sér stað

  • Sett verður upp API-­upp­lýs­inga­tækni­við­mót sem gerir þriðju aðilum kleift að setja upp sam­an­burð­ar­vef­síðu

  • Til­teknir skil­málar íbúða­lána sem fela í sér veru­lega bind­ingu verða ekki virkj­aðirKanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent