Mikill eldur braust út í Greenfell turninum við Latimer Road í vesturhluta Lundúna í nótt, og dreifðist hann ógnarhratt um allan turninn. Um 200 slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfinu en óttast er að húsið gæti hrunið.
Samkvæmt lýsingum breska ríkisútvarpsins BBC eru aðstæður á vettvangi sagðar hræðilegar þar sem öskur heyrast úr húsinu frá innilokuðu fólki.
Tilkynnt var um eldinn skömmu eftir miðnætti og var slökkvilið fljótt á vettvang. Strax var hafist handa við að rýma bygginguna og talsmaður lögreglu segir við breska ríkisútvarpið að sú vinna standi enn.
Um 120 íbúðir eru í húsinu en það var byggt 1974.
Auglýsing
Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News á meðfylgjandi Youtube rás.