Nafnverð íbúðarhúsnæðis hækkað um 50% á einu og hálfu ári á Suðurnesjum, samkvæmt nýrri skýrslu birt af Íslandsbanka.
Skýrslan, sem ber heitið Endurreisn íbúðarmarkaðarins á Suðurnesjum,
var útbúin af Reykjavík Economics fyrir Íslandsbanka. í henni kemur fram að samfélagið á Suðurnesjum sé að ná fyrri styrk eftir efnahagsáfallið haustið 2009 og brottför varnarliðsins haustið 2006.
Frá árinu 2005 hafi íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 49%. Í byrjun ársins 2017 hafi svo heildarmannfjöldi íbúa í landshlutanum nálgast 25 þúsundum.
Breyting hefur líka verið á aldursdreifingu kaupenda, en ungt fólk hafi í æ ríkari mæli fest kaup á húsnæði. Fyrstu kaupendum hafi fjölgað hratt á svæðinu en um fjórðungur allra kaupsamninga á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 voru vegna fyrstu kaupa.