Fjöldi afþreyingarfyrirtækja fyrir ferðamenn hefur nífaldast á síðustu tíu árum

Fjöldi fyrirtækja sem bjóða upp á afþreyingarþjónustu fyrir ferðamenn hefur nífaldast á tímabilinu 2007-2017, samkvæmt svari ferðamálaráðherra við fyrirspurn um þróun ferðaþjónustu.

Fjöldi fyrirtækja í afþreyingariðnaði fyrir ferðamenn hefur stóraukist, samkvæmt fyrirspurninni.
Fjöldi fyrirtækja í afþreyingariðnaði fyrir ferðamenn hefur stóraukist, samkvæmt fyrirspurninni.
Auglýsing

Fjöldi fyr­ir­tækja í afþrey­ing­ar­iðn­aði fyrir ferða­menn hefur nífald­ast á síð­ustu tíu árum. Einnig hefur ferða­manna­straumur til Íslands hefur verið yfir öllum spám grein­ing­ar­deilda síð­ustu fjögur árin. Þetta kemur fram í svari ferða­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Elsu Láru Arn­ar­dóttur um þróun ferða­þjón­ustu á vef Alþing­is. 

Auglýsing
Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, lagði fram fyr­ir­spurn til ferða­mála­ráð­herra þann 15. maí síð­ast­lið­inn um þróun ferða­þjón­ustu á Íslandi. Svar ráð­herra birt­ist á vef Alþingis í gær, en sam­kvæmt því hefur umfang ferða­þjón­ustu á Íslandi stækkað tölu­vert á síð­ustu tíu árum auk þess sem vægi mis­mun­andi flokka innan ferða­þjón­ust­unnar hefur breyst. 

Fjöldi afþrey­ing­ar­fyr­ir­tækja hefur nífald­ast

Tveir flokkar ferðaþjónustufyrirtækja, 2007 og 2017. Heimild: althingi.is.Mest hefur aukn­ingin verið hjá fyr­ir­tækjum sem bjóða upp á afþr­ey­ingu fyrir ferða­menn, en á tíma­bil­inu 2007-2017 hefur fjöldi þeirra auk­ist um 800%. Á sama tíma­bili hefur fjöldi ferða­skrif­stofa auk­ist um 350% og fjöldi bíla­leiga auk­ist um 130%. Sömu­leiðis hefur fjöldi mennt­aðra leið­sögu­manna og fyr­ir­tækja sem bjóða upp á gist­ingu auk­ist umtals­vert á svip­uðu tíma­bili, eða um 60% og 55%. 

Fjöldi ferða­manna alltaf verið yfir spám

Raunfjöldi ferðamanna miðað við spár greiningardeilda síðustu fjögur árin. Heimild: althingi.isFjöldi ferða­manna sem komu til Íslands síð­ustu fjögur árin var einnig bor­inn saman við spár grein­inga­deilda þriggju bank­anna. Í ljós kom að ferða­manna­fjöldi hefur alltaf verið meiri en spár gerðu ráð fyr­ir. Nokkur munur var á raun- og spá­gildum erlendra ferða­manna fyrir síð­asta ár, en ferða­menn­irnir reynd­ust þá vera tæp 1,8 millj­ón, eða um 290 þús­und fleiri en hæstu spár gerðu ráð fyr­ir.  Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent