Samanlagt markaðsvirði eigin fjár skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni voru um 1.058 milljarðar króna undir lok júnímánaðar, þar af 980 milljarðar á OMX- markaðinum.
Bókfært eigið fé félaganna á OMX-markaði frá fyrsta ársfjórðungi 2017 var nokkru lægri en markaðsvirði, eða um 450 milljarðar króna. Mikill munur er á markaðsvirði og bókfærðu virði milli félaga, en munurinn sést á svokölluðu P/B- hlutfalli þeirra.
P/B hlutfallið er notað af fjárfestum til að finna út hvernig félög á markaði eru metin. Hæst er hlutfallið 5,84 hjá Nýherja, en lægst er það 1,11 hjá Símanum. Ef hlutfallið er mjög lágt gæti það bent til þess að félagið sé annað hvort undirverðlagt eða þá að það eigi í undirliggjandi rekstrarerfiðleikum. Hafa ber þó í huga að ekki er hægt að að bera saman P/B- hlutföll milli mismunandi fyrirtækja þar sem ásættanlegt skuldahlutfall er breytilegt eftir rekstrarumhverfi.
Markaðsvirði og bókfært eigið fé fyrirtækja á OMX-markaði í Kauphöllinni
Fyrirtæki | Markaðsvirði | Bókfært eigið fé |
---|---|---|
Marel | 236 ma. | 61 ma. |
Össur | 198 ma. | 46 ma. |
Icelandair | 70 ma. | 52 ma. |
Reitir | 70 ma. | 47 ma. |
Eimskip | 59 ma. | 28 ma. |
HB Grandi | 59 ma. | 30 ma. |
Hagar | 50 ma. | 18 ma. |
Reginn | 50 ma. | 18 ma. |
Eik | 40 ma. | 27 ma. |
N1 | 30 ma. | 12 ma. |
Sjóvá | 27 ma. | 15 ma. |
Vís | 23 ma. | 16 ma. |
TM | 21 ma. | 12 ma. |
Voice | 16 ma. | 7 ma. |
Nýherji | 15 ma. | 3 ma. |
Skeljungur | 12 ma. | 7 ma. |
Hræringar á markaði
Nokkrar hræringar hafa verið á markaðnum undanfarna daga, en Kjarninn greindi frá því í að hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,5% í gær. Lækkunina hefði mátt skýra með auknum erlendum fjárfestingum lífeyrissjóðina, en þeir eru stærstu eigendur allra fyrirtækjanna.
Samhliða minnkandi eignarhluti lífeyrissjóða í fyrirtækjunum hafa aflandskrónueigendur verið að bæta við eignarhlut sinn í mörgum félögum, en þeir eru nú komnir í hóp stærstu eigenda margra fyrirtækjanna.