Sjávarborð hækkar sífellt hraðar

Sterkar vísbendingar eru komnar fram um að hækkun yfirborðs sjávar sé hraðari en áður var gert ráð fyrir.

Bráðnun íss vegna hlýnunar loftslags er aðalástæða þess að yfirborð sjávar hækkar.
Bráðnun íss vegna hlýnunar loftslags er aðalástæða þess að yfirborð sjávar hækkar.
Auglýsing

Yfir­borð sjávar hækkar hraðar og hraðar með hverju ári sem líð­ur, í takt við hækk­andi hita­stig á jörð­inni. Vís­inda­menn greindu frá þessu í síð­ustu viku og til­tóku hrað­ari bráðnun Græn­lands­jök­uls sér­stak­lega í þessu til­liti.

Árleg hækkun yfir­borðs sjávar var 3,3 milli­metrar árið 2014, miðað við 2,2 milli­metra árið 1993. Miðað við árlega hækkun sjáv­ar­borðs árið 2014 verður sjáv­ar­staða 33 senti­metrum hærri eftir um það bil eina öld, ef ekk­ert verður að gert.

Það var fjöl­þjóð­legt teymi vís­inda­manna frá Kína, Ástr­alíu og Banda­ríkj­unum sem unnu rann­sókn­ina og greindu frá nið­ur­stöðum sínum í tíma­rit­inu Nat­ure Climate Change. Climate Central segir frá.

Á und­an­förnum 100 árum hefur yfir­borð sjávar hækkað um um það bil 20 senti­metra að jafn­aði. Rann­sóknir benda til þess að sjáv­ar­staða muni hækka stöðugt fram eftir 21. öld­inni vegna hlýn­unar jarðar af manna­völd­um.

Hingað til hefur það reynst erfitt að áætla hvort bráðnun íss og jökla hafi aukist, staðið í stað eða minnkað síðan árið 1990. Nið­ur­stöður fjöl­þjóð­lega rann­sókn­arteym­is­ins benda hins vegar til þess að gervi­hnatta­gögn hafi ýkt nið­ur­stöður sem fengnar voru með hjálp gervi­tungla á tíunda ára­tug síð­ustu aldar og „falið“ þró­un­ina.

Hækkun yfirborðs sjávar miðað við leiðrétt gögn er hér merkt inn með svörtum lit. Gráu punktarnir merkja þróunina á hverju ári miðað við fyrri þekkingu.

„Það hefur lengi verið stór spurn­ing í lofts­lags­vís­indum hvort hækkun sjáv­ar­borðs sé hraðri nú en áður. Nú eru sterkar vís­bend­ingar komnar fram um að svo sé,“ sagði Brian Hoskins, pró­fessor við Imer­ial Col­lege í London.

„Þetta er mik­il­væg aðvörun til okkar um þær hættur sem stafa af hækkun yfir­borðs sjáv­ar,“ segir Peter Wad­hams, frá Cambridge-há­skóla, í yfir­lýs­ingu vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Wad­hams hefur meðal ann­ars skrifað bók sem ber tit­il­inn A farewel to ice og fjallar um ára­tuga­langar rann­sóknir hans á ísbreiðum heims­ins. „Hækkun yfir­borðs­ins mun halda áfram löngu eftir að hlýnun jarðar hefur verið stöðv­uð.“

Auglýsing

Fjórð­ungur sjáv­ar­hækk­unar úr Græn­lands­jökli

Bráðnun Græn­lands­jök­uls bar ábyrgð á 25 pró­sent sjáv­ar­yf­ir­borðs­hækk­un­ar­innar árið 2014 miðað við 5 pró­sent árið 1993, sam­kvæmt rann­sókn­inni.

Aðrar stórar upp­sprettur vatns eru í jöklum Himala­yja-fjall­anna, og And­es-fjalla. Þá hefur ísbreiðan á Suð­ur­skauts­land­inu bráðnað mik­ið.

Ekki síður mik­il­vægur þáttur er að með hlýnun sjávar eykst rúm­mál hans. Hlýnun sjávar veldur þess vegna hækkun sjáv­ar­borðs einnig.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent