Sjávarborð hækkar sífellt hraðar

Sterkar vísbendingar eru komnar fram um að hækkun yfirborðs sjávar sé hraðari en áður var gert ráð fyrir.

Bráðnun íss vegna hlýnunar loftslags er aðalástæða þess að yfirborð sjávar hækkar.
Bráðnun íss vegna hlýnunar loftslags er aðalástæða þess að yfirborð sjávar hækkar.
Auglýsing

Yfir­borð sjávar hækkar hraðar og hraðar með hverju ári sem líð­ur, í takt við hækk­andi hita­stig á jörð­inni. Vís­inda­menn greindu frá þessu í síð­ustu viku og til­tóku hrað­ari bráðnun Græn­lands­jök­uls sér­stak­lega í þessu til­liti.

Árleg hækkun yfir­borðs sjávar var 3,3 milli­metrar árið 2014, miðað við 2,2 milli­metra árið 1993. Miðað við árlega hækkun sjáv­ar­borðs árið 2014 verður sjáv­ar­staða 33 senti­metrum hærri eftir um það bil eina öld, ef ekk­ert verður að gert.

Það var fjöl­þjóð­legt teymi vís­inda­manna frá Kína, Ástr­alíu og Banda­ríkj­unum sem unnu rann­sókn­ina og greindu frá nið­ur­stöðum sínum í tíma­rit­inu Nat­ure Climate Change. Climate Central segir frá.

Á und­an­förnum 100 árum hefur yfir­borð sjávar hækkað um um það bil 20 senti­metra að jafn­aði. Rann­sóknir benda til þess að sjáv­ar­staða muni hækka stöðugt fram eftir 21. öld­inni vegna hlýn­unar jarðar af manna­völd­um.

Hingað til hefur það reynst erfitt að áætla hvort bráðnun íss og jökla hafi aukist, staðið í stað eða minnkað síðan árið 1990. Nið­ur­stöður fjöl­þjóð­lega rann­sókn­arteym­is­ins benda hins vegar til þess að gervi­hnatta­gögn hafi ýkt nið­ur­stöður sem fengnar voru með hjálp gervi­tungla á tíunda ára­tug síð­ustu aldar og „falið“ þró­un­ina.

Hækkun yfirborðs sjávar miðað við leiðrétt gögn er hér merkt inn með svörtum lit. Gráu punktarnir merkja þróunina á hverju ári miðað við fyrri þekkingu.

„Það hefur lengi verið stór spurn­ing í lofts­lags­vís­indum hvort hækkun sjáv­ar­borðs sé hraðri nú en áður. Nú eru sterkar vís­bend­ingar komnar fram um að svo sé,“ sagði Brian Hoskins, pró­fessor við Imer­ial Col­lege í London.

„Þetta er mik­il­væg aðvörun til okkar um þær hættur sem stafa af hækkun yfir­borðs sjáv­ar,“ segir Peter Wad­hams, frá Cambridge-há­skóla, í yfir­lýs­ingu vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Wad­hams hefur meðal ann­ars skrifað bók sem ber tit­il­inn A farewel to ice og fjallar um ára­tuga­langar rann­sóknir hans á ísbreiðum heims­ins. „Hækkun yfir­borðs­ins mun halda áfram löngu eftir að hlýnun jarðar hefur verið stöðv­uð.“

Auglýsing

Fjórð­ungur sjáv­ar­hækk­unar úr Græn­lands­jökli

Bráðnun Græn­lands­jök­uls bar ábyrgð á 25 pró­sent sjáv­ar­yf­ir­borðs­hækk­un­ar­innar árið 2014 miðað við 5 pró­sent árið 1993, sam­kvæmt rann­sókn­inni.

Aðrar stórar upp­sprettur vatns eru í jöklum Himala­yja-fjall­anna, og And­es-fjalla. Þá hefur ísbreiðan á Suð­ur­skauts­land­inu bráðnað mik­ið.

Ekki síður mik­il­vægur þáttur er að með hlýnun sjávar eykst rúm­mál hans. Hlýnun sjávar veldur þess vegna hækkun sjáv­ar­borðs einnig.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent