Dýralíf í vanda vegna loftslagsbreytinga

Lögmál náttúruvals ræður ferðinni í dýraríkinu þar sem tegundir standa í lífsbaráttu vegna loftslagsbreytinga.

Býflugur lifa stuttu en mikilvægu lífi fyrir vistkerfið. Vegna hlýnunar jarðar hefur vorið verið sífellt fyrr á ferðinni undanfarna áratugi og býflugurnar vakna úr vetrardvala á vitlausum tímum.
Býflugur lifa stuttu en mikilvægu lífi fyrir vistkerfið. Vegna hlýnunar jarðar hefur vorið verið sífellt fyrr á ferðinni undanfarna áratugi og býflugurnar vakna úr vetrardvala á vitlausum tímum.
Auglýsing

Loftslagsbreytingar gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir býflugur í Evrópu og hlýnun jarðar eykur kynjahalla meðal skjaldbaka í Atlantshafinu.

Þetta eru niðurstöður tveggja óskyldra rannsókna á áhrifum loftslagsbreytinga á einstaka þætti lífríkisins. Greint er frá niðurstöðunum á vef Climate News Network.

Rannsakendur við háskólan í Würzburg í Þýskalandi rannsökuðu afkomu býflugna við mismunandi aðstæður. Í rannsókninni var líkt eftir vorkomunni og býflugur látnar vakna úr vetrardvala. Vegna hlýnunar jarðar hefur vorið verið sífellt fyrr á ferðinni í Evrópu undanfarna áratugi.

Auglýsing

Líf flugnanna er stutt en afskaplega mikilvægt fyrir umhverfið og gróðurinn. Tilgátan var sú að ef flugurnar vakna úr dvala of snemma – það er að segja áður en fæða úr plöntum er til taks – munu þær ekki lifa af.

Niðurstöðurnar benda til þess að aðeins nokkurra daga tímaskekkja geti haft gríðarlega alvarleg áhrif á líf býflugnanna. Þær flugur sem fóru á stjá of snemma áttu minni möguleika á að lifa af eða afköstuðu mun minna en þær sem höfðu strax aðgang að fæðu.

Heilt yfir voru niðurstöðurnar að vond tímasetning væri slæm fyrir flugurnar. Og plönturnar sem reiða sig á býflugur til frjóvgunar bíða eflaust skaða af.

Lífríki í Evrópu þrífst nú hærra yfir sjávarmáli en áður, enda er kaldara þeim mun ofar sem farið er. Vist- og líffræðingar eru farnir að skrásetja útdauða plantna og dýrategunda vegna þessa. Fjölbreytni þeirra tegunda sem lifa af er takmarkaðra en áður.

Fleiri kvendýr vegna hlýnunar

Í Atlantshafinu eru stórvaxnar skjaldbökur í vanda vegna hlýnunar. Þær eru ein þeirra tegunda þar sem kyn afkvæmisins ræðst af hitastigi þess á meðgöngunni. Vegna hlýnunar jarðar verða nú til fleiri kvendýr en karldýr, og mun fleiri afkvæmi deyja vegna of mikils hita.

Það voru rannsakendur við háskólann í Swansea í Bretlandi sem fylgdust með hitastigi í sandi útungunarstöðva sjávarskjaldbaka við Cape Verde í sex ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent