Hagnaður í gegnum fjárfestingarleið nemur 20 milljörðum

Fjárfestar sem nýttu sér fjárfestingaleið Seðlabankans snemma árs 2012 hafa fengið rúma 20 milljarða í hreinan gengishagnað.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Auglýsing

Alls hafa fjár­festar sem tóku þátt í útboðum Seðla­bank­ans árið 2012 hagn­ast um 20 millj­arða vegna hækk­unar á gengi íslensku krón­unn­ar. Þetta kemur fram í Mark­aðnum í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans stóð yfir á árunum 2012 til 2015, en hún var liður rík­is­stjórn­ar­innar í að afnema gjald­eyr­is­höft Íslands. Með leið­inni gátu fjár­festar sem komu með erlendan gjald­eyri til  lands­ins keypt krónur í útboðum á allt að 30% afslætti með því skil­yrði að fjár­magnið væri bundið hér í fimm ár. 

Fyrstu fjögur útboðin fóru fram á fyrri hluta 2012 og því er þátt­tak­endum þeirra frjálst að leysa út krón­urnar sínar í evrur núna. Krónu­af­slátt­ur­inn og veru­leg geng­is­styrk­ing krón­unnar síð­ustu fimm árin hafa leitt til þess að þátt­tak­endur þess­arra fjög­urra útboða hafi fengið um 20,3 millj­arða króna í hreinum geng­is­hagn­aði. Ávöxtun fjár­fest­ing­anna er ekki með­talin í þess­ari upp­hæð og því má ætla að fjár­fest­arnir hafi grætt enn meira á þátt­töku í útboð­un­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ilda­mönnum Frétta­blaðs­ins má veik­ingu krón­unna und­an­farnar vikur að nokkru leyti rekja til gjald­eyr­is­út­streymis þeirra fjár­festa sem tóku þátt í fjár­fest­inga­leið­inni 2012. Ekki er hins vegar vitað hversu há upp­hæðin er sem farið hefur úr landi, en ekki er talið að um veru­legar fjár­hæðir sé að ræða.

Íslenskir þátt­tak­endur í fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans

List­inn eins og birt­ist í frétt Mark­að­ar­ins.
Fyr­ir­tæki og fjár­festarUpp­hæðir
Íslensk erfða­grein­ing / Kári Stef­áns­son9.267 millj­.kr.
Bakka­var­ar­bræður5.150 millj­.kr.
Jón S. von Tetzchner4.809 millj­.kr.
Act­a­vis3.201 millj­.kr.
Sam­herji2.423 millj­.kr.
Arius ehf. / Ólafur Ólafs­son1.990 millj­.kr.
Elkem1.794 millj­.kr.
Norð­urál1.506 millj­.kr.
Húsa­smiðjan1.421 millj­.kr.
Arnar Þór­is­son og Þórir Kjart­ans­son962 millj­.kr.
Eim­skip760 millj­.kr.
Iceland Incom­ing ferðir / Bene­dikt Krist­ins­son718 millj­.kr.
Nitur ehf. / Hilmar Þór Krist­ins­son661 millj­.kr.
Skúli Mog­en­sen655 millj­.kr.
Hjör­leifur Jak­obs­son613 millj­.kr.
Iceland Pro Tra­vel / Guð­mundur Kjart­ans­son554 millj­.kr.
Jón Ólafs­son507 millj­.kr.
Róbert Guð­finns­son473 millj­.kr.
Kjartan Þór Þórð­ar­son (Saga Film)408 millj­.kr.
Jabb á Íslandi387 millj­.kr.
Krist­inn Aðal­steins­son369 millj­.kr.
Pétur Stef­áns­son útgerð­ar­maður322 millj­.kr.
Bjarni Ármanns­son300 millj­.kr.
Sig­urður Arn­gríms­son290 millj­.kr.
Aztiq Pharma / Róbert Wessman255 millj­.kr.
Karl Wern­ers­son240 millj­.kr.
Þor­steinn Sverr­is­son215 millj­.kr.
Heiðar Guð­jóns­son209 millj­.kr.
Auð­unn Már Guð­mundss­son190 millj­.kr.
Jónas Hagan Guð­munds­son187 millj­.kr.
Rudolph Lamprecht / Frið­rik Páls­son183 millj­.kr.
PWC173 millj­.kr.
Björg­vin S. Frið­riks­son161 millj­.kr.
Iceland / Jóhannes Jóns­son í Bónus160 millj­.kr.
Stafnar Invest / Ólafur Björn Ólafs­son150 millj­.kr.
Ármann Þor­valds­son141 millj­.kr.
Jón Helgi Guð­munds­son í Byko139 millj­.kr.
Guð­mundur Ásgeirs­son í Nes­skip139 millj­.kr.
Pétur Björns­son121 millj­.kr.
Alga­líf111 millj­.kr.
Reykja­vík Geothermal ehf.107 millj­.kr.
Sam­tals42.421 millj­.kr.

43% þeirrar fjár­hæðar sem kom til lands­ins árið 2012 var frá inn­lendum fjár­festum eða fyr­ir­tækj­um.  Meðal þeirra var Íslensk erfða­grein­ing og Bakka­vara­bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir. List­ann má sjá hér að ofan.

­Sam­kvæmt útreikn­ingum Mark­að­ar­ins gæti félag í eigu Ólafs Ólafs­sonar og Hjör­leifs Þórs Jak­obs­sonar inn­leyst rúmar 800 millj­ónir í geng­is­hagnað miðað við núver­andi gengi, en þeim verður frjálst að leysa inn hagn­að­inn við lok árs. Þetta kom einnig fram í frétt Kjarn­ans fyrr í dag.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fjár­fest­inga­leið­ina, en á mánu­dag­inn var greint frá því að Rík­is­skatt­stjóri hefði til rann­sóknar fjögur mál sem tengd­ust leið­inni, en talið er að margar fjár­fest­ingar hafi komið frá aflands­fé­lög­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent