Hagnaður í gegnum fjárfestingarleið nemur 20 milljörðum

Fjárfestar sem nýttu sér fjárfestingaleið Seðlabankans snemma árs 2012 hafa fengið rúma 20 milljarða í hreinan gengishagnað.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Auglýsing

Alls hafa fjár­festar sem tóku þátt í útboðum Seðla­bank­ans árið 2012 hagn­ast um 20 millj­arða vegna hækk­unar á gengi íslensku krón­unn­ar. Þetta kemur fram í Mark­aðnum í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans stóð yfir á árunum 2012 til 2015, en hún var liður rík­is­stjórn­ar­innar í að afnema gjald­eyr­is­höft Íslands. Með leið­inni gátu fjár­festar sem komu með erlendan gjald­eyri til  lands­ins keypt krónur í útboðum á allt að 30% afslætti með því skil­yrði að fjár­magnið væri bundið hér í fimm ár. 

Fyrstu fjögur útboðin fóru fram á fyrri hluta 2012 og því er þátt­tak­endum þeirra frjálst að leysa út krón­urnar sínar í evrur núna. Krónu­af­slátt­ur­inn og veru­leg geng­is­styrk­ing krón­unnar síð­ustu fimm árin hafa leitt til þess að þátt­tak­endur þess­arra fjög­urra útboða hafi fengið um 20,3 millj­arða króna í hreinum geng­is­hagn­aði. Ávöxtun fjár­fest­ing­anna er ekki með­talin í þess­ari upp­hæð og því má ætla að fjár­fest­arnir hafi grætt enn meira á þátt­töku í útboð­un­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ilda­mönnum Frétta­blaðs­ins má veik­ingu krón­unna und­an­farnar vikur að nokkru leyti rekja til gjald­eyr­is­út­streymis þeirra fjár­festa sem tóku þátt í fjár­fest­inga­leið­inni 2012. Ekki er hins vegar vitað hversu há upp­hæðin er sem farið hefur úr landi, en ekki er talið að um veru­legar fjár­hæðir sé að ræða.

Íslenskir þátt­tak­endur í fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans

List­inn eins og birt­ist í frétt Mark­að­ar­ins.
Fyr­ir­tæki og fjár­festarUpp­hæðir
Íslensk erfða­grein­ing / Kári Stef­áns­son9.267 millj­.kr.
Bakka­var­ar­bræður5.150 millj­.kr.
Jón S. von Tetzchner4.809 millj­.kr.
Act­a­vis3.201 millj­.kr.
Sam­herji2.423 millj­.kr.
Arius ehf. / Ólafur Ólafs­son1.990 millj­.kr.
Elkem1.794 millj­.kr.
Norð­urál1.506 millj­.kr.
Húsa­smiðjan1.421 millj­.kr.
Arnar Þór­is­son og Þórir Kjart­ans­son962 millj­.kr.
Eim­skip760 millj­.kr.
Iceland Incom­ing ferðir / Bene­dikt Krist­ins­son718 millj­.kr.
Nitur ehf. / Hilmar Þór Krist­ins­son661 millj­.kr.
Skúli Mog­en­sen655 millj­.kr.
Hjör­leifur Jak­obs­son613 millj­.kr.
Iceland Pro Tra­vel / Guð­mundur Kjart­ans­son554 millj­.kr.
Jón Ólafs­son507 millj­.kr.
Róbert Guð­finns­son473 millj­.kr.
Kjartan Þór Þórð­ar­son (Saga Film)408 millj­.kr.
Jabb á Íslandi387 millj­.kr.
Krist­inn Aðal­steins­son369 millj­.kr.
Pétur Stef­áns­son útgerð­ar­maður322 millj­.kr.
Bjarni Ármanns­son300 millj­.kr.
Sig­urður Arn­gríms­son290 millj­.kr.
Aztiq Pharma / Róbert Wessman255 millj­.kr.
Karl Wern­ers­son240 millj­.kr.
Þor­steinn Sverr­is­son215 millj­.kr.
Heiðar Guð­jóns­son209 millj­.kr.
Auð­unn Már Guð­mundss­son190 millj­.kr.
Jónas Hagan Guð­munds­son187 millj­.kr.
Rudolph Lamprecht / Frið­rik Páls­son183 millj­.kr.
PWC173 millj­.kr.
Björg­vin S. Frið­riks­son161 millj­.kr.
Iceland / Jóhannes Jóns­son í Bónus160 millj­.kr.
Stafnar Invest / Ólafur Björn Ólafs­son150 millj­.kr.
Ármann Þor­valds­son141 millj­.kr.
Jón Helgi Guð­munds­son í Byko139 millj­.kr.
Guð­mundur Ásgeirs­son í Nes­skip139 millj­.kr.
Pétur Björns­son121 millj­.kr.
Alga­líf111 millj­.kr.
Reykja­vík Geothermal ehf.107 millj­.kr.
Sam­tals42.421 millj­.kr.

43% þeirrar fjár­hæðar sem kom til lands­ins árið 2012 var frá inn­lendum fjár­festum eða fyr­ir­tækj­um.  Meðal þeirra var Íslensk erfða­grein­ing og Bakka­vara­bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir. List­ann má sjá hér að ofan.

­Sam­kvæmt útreikn­ingum Mark­að­ar­ins gæti félag í eigu Ólafs Ólafs­sonar og Hjör­leifs Þórs Jak­obs­sonar inn­leyst rúmar 800 millj­ónir í geng­is­hagnað miðað við núver­andi gengi, en þeim verður frjálst að leysa inn hagn­að­inn við lok árs. Þetta kom einnig fram í frétt Kjarn­ans fyrr í dag.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fjár­fest­inga­leið­ina, en á mánu­dag­inn var greint frá því að Rík­is­skatt­stjóri hefði til rann­sóknar fjögur mál sem tengd­ust leið­inni, en talið er að margar fjár­fest­ingar hafi komið frá aflands­fé­lög­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent