Hagnaður í gegnum fjárfestingarleið nemur 20 milljörðum

Fjárfestar sem nýttu sér fjárfestingaleið Seðlabankans snemma árs 2012 hafa fengið rúma 20 milljarða í hreinan gengishagnað.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Auglýsing

Alls hafa fjár­festar sem tóku þátt í útboðum Seðla­bank­ans árið 2012 hagn­ast um 20 millj­arða vegna hækk­unar á gengi íslensku krón­unn­ar. Þetta kemur fram í Mark­aðnum í Frétta­blað­inu í dag. 

Fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans stóð yfir á árunum 2012 til 2015, en hún var liður rík­is­stjórn­ar­innar í að afnema gjald­eyr­is­höft Íslands. Með leið­inni gátu fjár­festar sem komu með erlendan gjald­eyri til  lands­ins keypt krónur í útboðum á allt að 30% afslætti með því skil­yrði að fjár­magnið væri bundið hér í fimm ár. 

Fyrstu fjögur útboðin fóru fram á fyrri hluta 2012 og því er þátt­tak­endum þeirra frjálst að leysa út krón­urnar sínar í evrur núna. Krónu­af­slátt­ur­inn og veru­leg geng­is­styrk­ing krón­unnar síð­ustu fimm árin hafa leitt til þess að þátt­tak­endur þess­arra fjög­urra útboða hafi fengið um 20,3 millj­arða króna í hreinum geng­is­hagn­aði. Ávöxtun fjár­fest­ing­anna er ekki með­talin í þess­ari upp­hæð og því má ætla að fjár­fest­arnir hafi grætt enn meira á þátt­töku í útboð­un­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ilda­mönnum Frétta­blaðs­ins má veik­ingu krón­unna und­an­farnar vikur að nokkru leyti rekja til gjald­eyr­is­út­streymis þeirra fjár­festa sem tóku þátt í fjár­fest­inga­leið­inni 2012. Ekki er hins vegar vitað hversu há upp­hæðin er sem farið hefur úr landi, en ekki er talið að um veru­legar fjár­hæðir sé að ræða.

Íslenskir þátt­tak­endur í fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans

List­inn eins og birt­ist í frétt Mark­að­ar­ins.
Fyr­ir­tæki og fjár­festarUpp­hæðir
Íslensk erfða­grein­ing / Kári Stef­áns­son9.267 millj­.kr.
Bakka­var­ar­bræður5.150 millj­.kr.
Jón S. von Tetzchner4.809 millj­.kr.
Act­a­vis3.201 millj­.kr.
Sam­herji2.423 millj­.kr.
Arius ehf. / Ólafur Ólafs­son1.990 millj­.kr.
Elkem1.794 millj­.kr.
Norð­urál1.506 millj­.kr.
Húsa­smiðjan1.421 millj­.kr.
Arnar Þór­is­son og Þórir Kjart­ans­son962 millj­.kr.
Eim­skip760 millj­.kr.
Iceland Incom­ing ferðir / Bene­dikt Krist­ins­son718 millj­.kr.
Nitur ehf. / Hilmar Þór Krist­ins­son661 millj­.kr.
Skúli Mog­en­sen655 millj­.kr.
Hjör­leifur Jak­obs­son613 millj­.kr.
Iceland Pro Tra­vel / Guð­mundur Kjart­ans­son554 millj­.kr.
Jón Ólafs­son507 millj­.kr.
Róbert Guð­finns­son473 millj­.kr.
Kjartan Þór Þórð­ar­son (Saga Film)408 millj­.kr.
Jabb á Íslandi387 millj­.kr.
Krist­inn Aðal­steins­son369 millj­.kr.
Pétur Stef­áns­son útgerð­ar­maður322 millj­.kr.
Bjarni Ármanns­son300 millj­.kr.
Sig­urður Arn­gríms­son290 millj­.kr.
Aztiq Pharma / Róbert Wessman255 millj­.kr.
Karl Wern­ers­son240 millj­.kr.
Þor­steinn Sverr­is­son215 millj­.kr.
Heiðar Guð­jóns­son209 millj­.kr.
Auð­unn Már Guð­mundss­son190 millj­.kr.
Jónas Hagan Guð­munds­son187 millj­.kr.
Rudolph Lamprecht / Frið­rik Páls­son183 millj­.kr.
PWC173 millj­.kr.
Björg­vin S. Frið­riks­son161 millj­.kr.
Iceland / Jóhannes Jóns­son í Bónus160 millj­.kr.
Stafnar Invest / Ólafur Björn Ólafs­son150 millj­.kr.
Ármann Þor­valds­son141 millj­.kr.
Jón Helgi Guð­munds­son í Byko139 millj­.kr.
Guð­mundur Ásgeirs­son í Nes­skip139 millj­.kr.
Pétur Björns­son121 millj­.kr.
Alga­líf111 millj­.kr.
Reykja­vík Geothermal ehf.107 millj­.kr.
Sam­tals42.421 millj­.kr.

43% þeirrar fjár­hæðar sem kom til lands­ins árið 2012 var frá inn­lendum fjár­festum eða fyr­ir­tækj­um.  Meðal þeirra var Íslensk erfða­grein­ing og Bakka­vara­bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir. List­ann má sjá hér að ofan.

­Sam­kvæmt útreikn­ingum Mark­að­ar­ins gæti félag í eigu Ólafs Ólafs­sonar og Hjör­leifs Þórs Jak­obs­sonar inn­leyst rúmar 800 millj­ónir í geng­is­hagnað miðað við núver­andi gengi, en þeim verður frjálst að leysa inn hagn­að­inn við lok árs. Þetta kom einnig fram í frétt Kjarn­ans fyrr í dag.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fjár­fest­inga­leið­ina, en á mánu­dag­inn var greint frá því að Rík­is­skatt­stjóri hefði til rann­sóknar fjögur mál sem tengd­ust leið­inni, en talið er að margar fjár­fest­ingar hafi komið frá aflands­fé­lög­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent