Hillary Clinton segir allt í nýrri bók

Hillary Clinton lýsir forsetakjörinu í Bandaríkjunum í fyrra frá sínum bæjardyrum í nýrri bók.

Hillary Clinton hefur skrifað bók um upplifun sína af forsetakosningunum í fyrra.
Hillary Clinton hefur skrifað bók um upplifun sína af forsetakosningunum í fyrra.
Auglýsing

Hill­ary Clinton hefur lofað að fella alla múra í nýrri bók hennar sem kemur út í haust. Bók­ina segir hún vera sína per­sónu­leg­ustu hingað til en hún mun fjalla um end­ur­minn­ingar Clinton úr for­setaslagnum við Don­ald Trump á síð­asta ári.

Kápa What Happened eftir Hillary ClintonÁætlað er að bókin verði gefin út í sept­em­ber. Útgef­and­inn segir að í henni segi Clinton frá því hvernig það sé að bjóða sig fram gegn Don­ald Trump, hver hún telji að mis­tök sín hafi verið og hvernig hún hafi tek­ist á við þann raun­veru­leika sem blasti við eftir að hafa tapað fyrsta fram­boði konu til emb­ættis for­seta í Banda­ríkj­un­um.

„Í for­tíð­inni, vegna ástæðna sem ég reyni að útskýra, hefur mér oft fund­ist ég þurfa að hegða mér var­lega á almanna­vett­vangi, eins og ég stæði á vír í háloft­unum án örygg­is­nets. Nú ætla ég að fella alla múr­a,“ segir Clinton í til­kynn­ingu um bók­ina sem mun heita What Happ­ened.

Auglýsing

„Bókin mun einnig gefa les­endum hug­mynd um hvernig það er að bjóða sig fram sem for­seta, sér­stak­lega ef maður er kona. Á end­anum snýst það um það hvernig þú stendur aftur upp eftir ósig­ur,“ segir Clint­on.

Upp­haf­lega var til­kynnt að Clinton væri að skrifa stutta kafla um kosn­inga­bar­átt­una. Fljót­lega höfðu þessir kaflar vaxið í heila end­ur­minn­inga­bók.

„Hún fjallar um þær áskor­anir sem fylgja því að vera sterk kven­kyns fígúra í auga almenn­ings, gagn­rýni á rödd henn­ar, aldur og útlit, og þann tví­skinn­ung sem mætir konum í póli­tík,“ segir í til­kynn­ingu útgef­and­ans.Fékk fleiri atkvæði

Hill­ary Clinton var fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum í fyrra. Hún var talin mun lík­legri sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna af nær öllum þar til á kosn­inga­nótt þegar talið var úr kjör­köss­un­um. Þá fyrst kom í ljós að hún hafði tapað fyrir Don­ald Trump, fram­bjóð­anda Repúblikana­flokks­ins.

Í kosn­ing­unum fékk Hill­ary Clinton mun fleiri atkvæði en Don­ald Trump. Kosn­inga­kerfið í Banda­ríkj­unum er hins vegar byggt upp þannig að kjós­endur kjósa sér kjör­menn, sem síðan kjósa for­seta. Trump var þess vegna kjör­inn for­seti því hann hlaut á end­anum fleiri kjör­menn.

Clinton er fyrsta konan sem stóru valda­flokk­arnir í Banda­ríkj­unum velja sem fram­bjóð­anda sinn í for­seta­kosn­ing­um. Á kosn­inga­nótt í nóv­em­ber í fyrra hafði verið boðið kosn­ingap­artý undir stóru gler­þaki, sem átti að vera tákn­rænt þegar hún myndi stíga fram og flytja ræðu sína sem nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna; Búin að brjóta hæsta og þykkasta gler­þakið í banda­rískum stjórn­mál­um.

Það varð hins vegar ekki.

Hillary Clinton mældist alltaf með meiri stuðning en Donald Trump í könnunum fyrir kosningarnar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent