Hillary Clinton segir allt í nýrri bók

Hillary Clinton lýsir forsetakjörinu í Bandaríkjunum í fyrra frá sínum bæjardyrum í nýrri bók.

Hillary Clinton hefur skrifað bók um upplifun sína af forsetakosningunum í fyrra.
Hillary Clinton hefur skrifað bók um upplifun sína af forsetakosningunum í fyrra.
Auglýsing

Hill­ary Clinton hefur lofað að fella alla múra í nýrri bók hennar sem kemur út í haust. Bók­ina segir hún vera sína per­sónu­leg­ustu hingað til en hún mun fjalla um end­ur­minn­ingar Clinton úr for­setaslagnum við Don­ald Trump á síð­asta ári.

Kápa What Happened eftir Hillary ClintonÁætlað er að bókin verði gefin út í sept­em­ber. Útgef­and­inn segir að í henni segi Clinton frá því hvernig það sé að bjóða sig fram gegn Don­ald Trump, hver hún telji að mis­tök sín hafi verið og hvernig hún hafi tek­ist á við þann raun­veru­leika sem blasti við eftir að hafa tapað fyrsta fram­boði konu til emb­ættis for­seta í Banda­ríkj­un­um.

„Í for­tíð­inni, vegna ástæðna sem ég reyni að útskýra, hefur mér oft fund­ist ég þurfa að hegða mér var­lega á almanna­vett­vangi, eins og ég stæði á vír í háloft­unum án örygg­is­nets. Nú ætla ég að fella alla múr­a,“ segir Clinton í til­kynn­ingu um bók­ina sem mun heita What Happ­ened.

Auglýsing

„Bókin mun einnig gefa les­endum hug­mynd um hvernig það er að bjóða sig fram sem for­seta, sér­stak­lega ef maður er kona. Á end­anum snýst það um það hvernig þú stendur aftur upp eftir ósig­ur,“ segir Clint­on.

Upp­haf­lega var til­kynnt að Clinton væri að skrifa stutta kafla um kosn­inga­bar­átt­una. Fljót­lega höfðu þessir kaflar vaxið í heila end­ur­minn­inga­bók.

„Hún fjallar um þær áskor­anir sem fylgja því að vera sterk kven­kyns fígúra í auga almenn­ings, gagn­rýni á rödd henn­ar, aldur og útlit, og þann tví­skinn­ung sem mætir konum í póli­tík,“ segir í til­kynn­ingu útgef­and­ans.Fékk fleiri atkvæði

Hill­ary Clinton var fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum í fyrra. Hún var talin mun lík­legri sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna af nær öllum þar til á kosn­inga­nótt þegar talið var úr kjör­köss­un­um. Þá fyrst kom í ljós að hún hafði tapað fyrir Don­ald Trump, fram­bjóð­anda Repúblikana­flokks­ins.

Í kosn­ing­unum fékk Hill­ary Clinton mun fleiri atkvæði en Don­ald Trump. Kosn­inga­kerfið í Banda­ríkj­unum er hins vegar byggt upp þannig að kjós­endur kjósa sér kjör­menn, sem síðan kjósa for­seta. Trump var þess vegna kjör­inn for­seti því hann hlaut á end­anum fleiri kjör­menn.

Clinton er fyrsta konan sem stóru valda­flokk­arnir í Banda­ríkj­unum velja sem fram­bjóð­anda sinn í for­seta­kosn­ing­um. Á kosn­inga­nótt í nóv­em­ber í fyrra hafði verið boðið kosn­ingap­artý undir stóru gler­þaki, sem átti að vera tákn­rænt þegar hún myndi stíga fram og flytja ræðu sína sem nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna; Búin að brjóta hæsta og þykkasta gler­þakið í banda­rískum stjórn­mál­um.

Það varð hins vegar ekki.

Hillary Clinton mældist alltaf með meiri stuðning en Donald Trump í könnunum fyrir kosningarnar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent