Hillary Clinton segir allt í nýrri bók

Hillary Clinton lýsir forsetakjörinu í Bandaríkjunum í fyrra frá sínum bæjardyrum í nýrri bók.

Hillary Clinton hefur skrifað bók um upplifun sína af forsetakosningunum í fyrra.
Hillary Clinton hefur skrifað bók um upplifun sína af forsetakosningunum í fyrra.
Auglýsing

Hill­ary Clinton hefur lofað að fella alla múra í nýrri bók hennar sem kemur út í haust. Bók­ina segir hún vera sína per­sónu­leg­ustu hingað til en hún mun fjalla um end­ur­minn­ingar Clinton úr for­setaslagnum við Don­ald Trump á síð­asta ári.

Kápa What Happened eftir Hillary ClintonÁætlað er að bókin verði gefin út í sept­em­ber. Útgef­and­inn segir að í henni segi Clinton frá því hvernig það sé að bjóða sig fram gegn Don­ald Trump, hver hún telji að mis­tök sín hafi verið og hvernig hún hafi tek­ist á við þann raun­veru­leika sem blasti við eftir að hafa tapað fyrsta fram­boði konu til emb­ættis for­seta í Banda­ríkj­un­um.

„Í for­tíð­inni, vegna ástæðna sem ég reyni að útskýra, hefur mér oft fund­ist ég þurfa að hegða mér var­lega á almanna­vett­vangi, eins og ég stæði á vír í háloft­unum án örygg­is­nets. Nú ætla ég að fella alla múr­a,“ segir Clinton í til­kynn­ingu um bók­ina sem mun heita What Happ­ened.

Auglýsing

„Bókin mun einnig gefa les­endum hug­mynd um hvernig það er að bjóða sig fram sem for­seta, sér­stak­lega ef maður er kona. Á end­anum snýst það um það hvernig þú stendur aftur upp eftir ósig­ur,“ segir Clint­on.

Upp­haf­lega var til­kynnt að Clinton væri að skrifa stutta kafla um kosn­inga­bar­átt­una. Fljót­lega höfðu þessir kaflar vaxið í heila end­ur­minn­inga­bók.

„Hún fjallar um þær áskor­anir sem fylgja því að vera sterk kven­kyns fígúra í auga almenn­ings, gagn­rýni á rödd henn­ar, aldur og útlit, og þann tví­skinn­ung sem mætir konum í póli­tík,“ segir í til­kynn­ingu útgef­and­ans.Fékk fleiri atkvæði

Hill­ary Clinton var fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum í fyrra. Hún var talin mun lík­legri sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna af nær öllum þar til á kosn­inga­nótt þegar talið var úr kjör­köss­un­um. Þá fyrst kom í ljós að hún hafði tapað fyrir Don­ald Trump, fram­bjóð­anda Repúblikana­flokks­ins.

Í kosn­ing­unum fékk Hill­ary Clinton mun fleiri atkvæði en Don­ald Trump. Kosn­inga­kerfið í Banda­ríkj­unum er hins vegar byggt upp þannig að kjós­endur kjósa sér kjör­menn, sem síðan kjósa for­seta. Trump var þess vegna kjör­inn for­seti því hann hlaut á end­anum fleiri kjör­menn.

Clinton er fyrsta konan sem stóru valda­flokk­arnir í Banda­ríkj­unum velja sem fram­bjóð­anda sinn í for­seta­kosn­ing­um. Á kosn­inga­nótt í nóv­em­ber í fyrra hafði verið boðið kosn­ingap­artý undir stóru gler­þaki, sem átti að vera tákn­rænt þegar hún myndi stíga fram og flytja ræðu sína sem nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna; Búin að brjóta hæsta og þykkasta gler­þakið í banda­rískum stjórn­mál­um.

Það varð hins vegar ekki.

Hillary Clinton mældist alltaf með meiri stuðning en Donald Trump í könnunum fyrir kosningarnar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent