Níu lykilatriði úr loftslagskýrslunni sem var lekið

Bandarískir vísindamenn láku loftslagsskýrslu vegna ótta um að stjórnvöld í Washington myndu breyta henni eða halda leyndri.

Auglýsing

Ný drög að lofts­lagsút­tekt vís­inda­manna hjá banda­rískum alrík­is­stofn­unum sem send hefur verið for­seta­emb­ætt­inu í Was­hington fjallar um þær lofts­lags­breyt­ingar sem þegar hafa orðið í Banda­ríkj­un­um.

Skýrslu­höf­und­arnir eru afdrátt­ar­lausir í þeirri full­yrð­ingu um að það sé ákaf­lega lík­legt að athafnir manna séu ástæða þess að áhrif lofts­lags­breyt­inga gæti nú þeg­ar. Þessi full­yrð­ing er vit­an­leg and­stæð full­yrð­ingum og trú for­seta Banda­ríkj­anna, Don­alds Trump, sem þegar hefur afnumið reglu­gerðir um aðgerðir í lofts­lags­málum og dregið stuðn­ing Banda­ríkj­anna við Par­ís­ar­sam­komu­lagið til baka.

Þess vegna ákváðu skýrslu­höf­und­arnir að leka drögum af skýrsl­unni til fjöl­miðla eftir að sömu drög voru send til for­set­ans. Í frétt The New York Times segir að vís­inda­menn­irnir hafi verið hræddir um að stjórn Trumps myndi breyta skýrsl­unni eða halda henni leyndri.

Drögin að skýrsl­unni sem send var fjöl­miðlum má lesa í heild sinni á vefnum hér. (At­hugið að skjalið er 63mb að stærð).

Við­brögð stjórnar Trumps við lofts­lags­skýrsl­unni munu hafa mikil áhrif á stefnu og ákvarð­anir í lofts­lags­málum í Banda­ríkj­unum á næstu árum. Banda­ríkin eru í öðru sæti á eftir Kína yfir mest meng­andi ríki heims.

Jafn­vel þó skýrslan fjalli aðeins um áhrif lofts­lags­breyt­inga í Banda­ríkj­unum sjálfum þá er hún áhuga­verð lesn­ing. Á vef banda­ríska dag­blaðs­ins The New York Times eru talin til níu lyk­il­at­riði úr skýrsl­unni. Þau má lesa í laus­legri þýð­ingu hér að neð­an.

Scott Pruitt er forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Hann er yfirlýstur efasemdamaður um loftslagsbreytingar. Donald Trump forseti skipaði hann í embættið fyrr á þessu ári.

Það er heitt úti

Það hlýnar alls staðar í Banda­ríkj­un­um, þá sér­stak­lega í vest­lægum ríkj­um. Að jafn­aði hækk­aði árs­hita­stig um 1,2 gráður á Faren­heit (0,67 gráður á Cels­íus) í Banda­ríkj­unum á seinni helm­ingi síð­ustu ald­ar. Hita­bylgjur og þurrkar hafa náð hámarki sums staðar í Banda­ríkj­un­um, jafn­vel þó sand­storma­tíð fjórða ára­tugs­ins í Norð­ur­-Am­er­íku sé enn hlýjasta skeið í sögu Banda­ríkj­anna.

Breyting árshitastigs á seinni hluta síðustu aldar. Tölur í töflunni eru í Farenheit. Til viðmiðunar þá er 1°á Farenheit jafngild 0,56° á Celcíus.

Meira vot­viðri við aust­ur­strönd­ina

Jafn­vel þó skýrslan geti ekki full­yrt um að sterkir felli­byljir verði tíð­ari, þá þykir ljóst að felli­byljir muni bera með sér meira vot­viðri en nokkru sinni og hafa meiri eyði­legg­ing­ar­mátt.

Slæmar fréttir fyrir Kali­forníu

Hlýnun mun að öllum lík­indum auka á minnkun snjó­lags í Kali­forníu sem er grunn­stoð í vatns­forða rík­is­ins. Ef útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verður áfram mikið og ef ekki verður hag­rætt í rekstri vatns­bóla mun það valda langvar­andi vatns­skorti í fram­tíð­inni.

Þegar rign­ir, þá helli­rignir

Nú þegar gætir áhrifa lofts­lags­breyt­inga í formi öfga­fyllri rign­inga í Banda­ríkj­un­um. Þegar storm­viðri síð­ustu 30 ára eru borin saman við storma á árunum 1900 til 1960 kemur í ljós að úrkoma hefur auk­ist um allt að þriðj­ung. Mest er aukn­ingin í norð­aust­ur­ríkjum Banda­ríkj­anna og minnst í vest­ustu ríkj­un­um.

Úrkomuaukning eftir svæðum í Bandaríkunum síðustu 30 ár miðað við tímabilið 1900-1960.

Sjáv­ar­föll hafa þegar valdið vand­ræðum

Vax­andi sjáv­ar­flóð eru þegar farin að valda flóðum í þétt­býli. Flóð í borgum – bæði á vest­ur- og aust­ur­strönd­inni – munu verða verri á næstu ára­tug­um. Sam­kvæmt gögn­unum munu borgir jafn­vel verða fyrir flóðum á hverjum degi vegna sjáv­ar­falla, eins og til dæmis í Charleston í Suð­ur­-Kar­ólínu. Lægstu stað­irnir í San Francisco eru einnig taldir vera í mik­illi og tíðri flóða­hættu.

Mikið vatn flæddi á land þegar fellibylurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna árið 2012. 233 eru taldir hafa farist vegna stormsins.

Mis­mun­andi áhrif hækk­unar sjáv­ar­borðs

Stór svæði í Banda­ríkj­unum munu finna fyrir hækkun yfir­borðs sjáv­ar. Gert er ráð fyrir að strand­lengjan við Mexík­óflóa og Norð­aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna muni verða verst úti, ekki síst vegna nátt­úr­legs land­brots. Sjáv­ar­straumar, selta sjávar og aðrir þættir hafa mikið um það að segja hversu mikið vanda­mál sjáv­ar­borðs­hækkun kann að verða.

El Niño er ekki eilífur

Veð­ur­fyr­ir­brigðið El Niño í Kyrra­haf­inu hafði mikið að segja um að hita­met á jörð­inni féllu árin 2015 og 2016. Þesslags veð­ur­fyr­ir­brigði hafa hins vegar tak­mörkuð áhrif á hnatt­ræna og stað­bundn­ari þróun lofts­lags yfir lengra tíma­bil. Heldur eru áhrifin skamm­vinn; Þau geta teygt sig yfir mán­uði og jafn­vel ár.

Auglýsing


Mað­ur­inn ber ábyrgð

Skýrslan skilur ekki eftir neinn efa um hver ábyrgð mann­kyns sé á hlýnun loft­lags á jörð­inni: „Það er ákaf­lega lík­legt að áhrif athafna manns­ins séu yfir­gnæf­andi ástæða þess að lofts­lags­breyt­ingar hafi orðið síðan um miðja síð­ustu öld.“ Engar aðrar sann­fær­andi útskýr­ingar geta skýrt nið­ur­stöður gagna­söfn­un­ar­inn­ar.

Und­ir­búum óvæntar upp­á­komur

„Mann­kynið er að fram­kvæma for­dæma­lausa til­raun á hnatt­rænum kerfum með gríð­ar­miklum bruna á jarð­efna­elds­neyti og víð­tæku skóg­ar­námi,“ segir í skýrsl­unni. Jafn­vel þó tölvu­líkön hafi orðið full­komn­ari með árunum þá geti ekk­ert líkan tekið til­lit til allra þeirra flóknu þátta sem knýja lofts­lag jarð­ar. Í skýrsl­unni er varað við þýð­ing­ar­miklum og óvæntum lofts­lagstengdum upp­á­komum í fram­tíð­inni. Þessar upp­á­komur geta verið margar ofsa­fengnar nátt­úru­ham­farir á sama tíma. Þeim mun meira sem við breytum lofts­lag­inu þeim mun lík­legri verða þessar óvæntu upp­á­kom­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent