Níu lykilatriði úr loftslagskýrslunni sem var lekið

Bandarískir vísindamenn láku loftslagsskýrslu vegna ótta um að stjórnvöld í Washington myndu breyta henni eða halda leyndri.

Auglýsing

Ný drög að lofts­lagsút­tekt vís­inda­manna hjá banda­rískum alrík­is­stofn­unum sem send hefur verið for­seta­emb­ætt­inu í Was­hington fjallar um þær lofts­lags­breyt­ingar sem þegar hafa orðið í Banda­ríkj­un­um.

Skýrslu­höf­und­arnir eru afdrátt­ar­lausir í þeirri full­yrð­ingu um að það sé ákaf­lega lík­legt að athafnir manna séu ástæða þess að áhrif lofts­lags­breyt­inga gæti nú þeg­ar. Þessi full­yrð­ing er vit­an­leg and­stæð full­yrð­ingum og trú for­seta Banda­ríkj­anna, Don­alds Trump, sem þegar hefur afnumið reglu­gerðir um aðgerðir í lofts­lags­málum og dregið stuðn­ing Banda­ríkj­anna við Par­ís­ar­sam­komu­lagið til baka.

Þess vegna ákváðu skýrslu­höf­und­arnir að leka drögum af skýrsl­unni til fjöl­miðla eftir að sömu drög voru send til for­set­ans. Í frétt The New York Times segir að vís­inda­menn­irnir hafi verið hræddir um að stjórn Trumps myndi breyta skýrsl­unni eða halda henni leyndri.

Drögin að skýrsl­unni sem send var fjöl­miðlum má lesa í heild sinni á vefnum hér. (At­hugið að skjalið er 63mb að stærð).

Við­brögð stjórnar Trumps við lofts­lags­skýrsl­unni munu hafa mikil áhrif á stefnu og ákvarð­anir í lofts­lags­málum í Banda­ríkj­unum á næstu árum. Banda­ríkin eru í öðru sæti á eftir Kína yfir mest meng­andi ríki heims.

Jafn­vel þó skýrslan fjalli aðeins um áhrif lofts­lags­breyt­inga í Banda­ríkj­unum sjálfum þá er hún áhuga­verð lesn­ing. Á vef banda­ríska dag­blaðs­ins The New York Times eru talin til níu lyk­il­at­riði úr skýrsl­unni. Þau má lesa í laus­legri þýð­ingu hér að neð­an.

Scott Pruitt er forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Hann er yfirlýstur efasemdamaður um loftslagsbreytingar. Donald Trump forseti skipaði hann í embættið fyrr á þessu ári.

Það er heitt úti

Það hlýnar alls staðar í Banda­ríkj­un­um, þá sér­stak­lega í vest­lægum ríkj­um. Að jafn­aði hækk­aði árs­hita­stig um 1,2 gráður á Faren­heit (0,67 gráður á Cels­íus) í Banda­ríkj­unum á seinni helm­ingi síð­ustu ald­ar. Hita­bylgjur og þurrkar hafa náð hámarki sums staðar í Banda­ríkj­un­um, jafn­vel þó sand­storma­tíð fjórða ára­tugs­ins í Norð­ur­-Am­er­íku sé enn hlýjasta skeið í sögu Banda­ríkj­anna.

Breyting árshitastigs á seinni hluta síðustu aldar. Tölur í töflunni eru í Farenheit. Til viðmiðunar þá er 1°á Farenheit jafngild 0,56° á Celcíus.

Meira vot­viðri við aust­ur­strönd­ina

Jafn­vel þó skýrslan geti ekki full­yrt um að sterkir felli­byljir verði tíð­ari, þá þykir ljóst að felli­byljir muni bera með sér meira vot­viðri en nokkru sinni og hafa meiri eyði­legg­ing­ar­mátt.

Slæmar fréttir fyrir Kali­forníu

Hlýnun mun að öllum lík­indum auka á minnkun snjó­lags í Kali­forníu sem er grunn­stoð í vatns­forða rík­is­ins. Ef útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verður áfram mikið og ef ekki verður hag­rætt í rekstri vatns­bóla mun það valda langvar­andi vatns­skorti í fram­tíð­inni.

Þegar rign­ir, þá helli­rignir

Nú þegar gætir áhrifa lofts­lags­breyt­inga í formi öfga­fyllri rign­inga í Banda­ríkj­un­um. Þegar storm­viðri síð­ustu 30 ára eru borin saman við storma á árunum 1900 til 1960 kemur í ljós að úrkoma hefur auk­ist um allt að þriðj­ung. Mest er aukn­ingin í norð­aust­ur­ríkjum Banda­ríkj­anna og minnst í vest­ustu ríkj­un­um.

Úrkomuaukning eftir svæðum í Bandaríkunum síðustu 30 ár miðað við tímabilið 1900-1960.

Sjáv­ar­föll hafa þegar valdið vand­ræðum

Vax­andi sjáv­ar­flóð eru þegar farin að valda flóðum í þétt­býli. Flóð í borgum – bæði á vest­ur- og aust­ur­strönd­inni – munu verða verri á næstu ára­tug­um. Sam­kvæmt gögn­unum munu borgir jafn­vel verða fyrir flóðum á hverjum degi vegna sjáv­ar­falla, eins og til dæmis í Charleston í Suð­ur­-Kar­ólínu. Lægstu stað­irnir í San Francisco eru einnig taldir vera í mik­illi og tíðri flóða­hættu.

Mikið vatn flæddi á land þegar fellibylurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna árið 2012. 233 eru taldir hafa farist vegna stormsins.

Mis­mun­andi áhrif hækk­unar sjáv­ar­borðs

Stór svæði í Banda­ríkj­unum munu finna fyrir hækkun yfir­borðs sjáv­ar. Gert er ráð fyrir að strand­lengjan við Mexík­óflóa og Norð­aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna muni verða verst úti, ekki síst vegna nátt­úr­legs land­brots. Sjáv­ar­straumar, selta sjávar og aðrir þættir hafa mikið um það að segja hversu mikið vanda­mál sjáv­ar­borðs­hækkun kann að verða.

El Niño er ekki eilífur

Veð­ur­fyr­ir­brigðið El Niño í Kyrra­haf­inu hafði mikið að segja um að hita­met á jörð­inni féllu árin 2015 og 2016. Þesslags veð­ur­fyr­ir­brigði hafa hins vegar tak­mörkuð áhrif á hnatt­ræna og stað­bundn­ari þróun lofts­lags yfir lengra tíma­bil. Heldur eru áhrifin skamm­vinn; Þau geta teygt sig yfir mán­uði og jafn­vel ár.

Auglýsing


Mað­ur­inn ber ábyrgð

Skýrslan skilur ekki eftir neinn efa um hver ábyrgð mann­kyns sé á hlýnun loft­lags á jörð­inni: „Það er ákaf­lega lík­legt að áhrif athafna manns­ins séu yfir­gnæf­andi ástæða þess að lofts­lags­breyt­ingar hafi orðið síðan um miðja síð­ustu öld.“ Engar aðrar sann­fær­andi útskýr­ingar geta skýrt nið­ur­stöður gagna­söfn­un­ar­inn­ar.

Und­ir­búum óvæntar upp­á­komur

„Mann­kynið er að fram­kvæma for­dæma­lausa til­raun á hnatt­rænum kerfum með gríð­ar­miklum bruna á jarð­efna­elds­neyti og víð­tæku skóg­ar­námi,“ segir í skýrsl­unni. Jafn­vel þó tölvu­líkön hafi orðið full­komn­ari með árunum þá geti ekk­ert líkan tekið til­lit til allra þeirra flóknu þátta sem knýja lofts­lag jarð­ar. Í skýrsl­unni er varað við þýð­ing­ar­miklum og óvæntum lofts­lagstengdum upp­á­komum í fram­tíð­inni. Þessar upp­á­komur geta verið margar ofsa­fengnar nátt­úru­ham­farir á sama tíma. Þeim mun meira sem við breytum lofts­lag­inu þeim mun lík­legri verða þessar óvæntu upp­á­kom­ur.

Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
Skrifstofa forseta útskýrir fálkaorðuveitingu Piu
Samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands er fálkaorðuveiting Piu útskýrð í ljósi reglna, samninga og hefða sem gilda hér á landi um slíkar orðuveitingar, líkt og annars staðar í Evrópu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Vill auka tolla á kínverskar vörur en aflétta banni á rússneskt fyrirtæki
Bandaríkjastjórn viðraði í gær hugsanleg áform um að leggja tolla á allan kvínverskan innflutning annars vegar og aflétta viðskiptabanni við rússneskt álfyrirtæki hins vegar.
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiErlent