Níu lykilatriði úr loftslagskýrslunni sem var lekið

Bandarískir vísindamenn láku loftslagsskýrslu vegna ótta um að stjórnvöld í Washington myndu breyta henni eða halda leyndri.

Auglýsing

Ný drög að lofts­lagsút­tekt vís­inda­manna hjá banda­rískum alrík­is­stofn­unum sem send hefur verið for­seta­emb­ætt­inu í Was­hington fjallar um þær lofts­lags­breyt­ingar sem þegar hafa orðið í Banda­ríkj­un­um.

Skýrslu­höf­und­arnir eru afdrátt­ar­lausir í þeirri full­yrð­ingu um að það sé ákaf­lega lík­legt að athafnir manna séu ástæða þess að áhrif lofts­lags­breyt­inga gæti nú þeg­ar. Þessi full­yrð­ing er vit­an­leg and­stæð full­yrð­ingum og trú for­seta Banda­ríkj­anna, Don­alds Trump, sem þegar hefur afnumið reglu­gerðir um aðgerðir í lofts­lags­málum og dregið stuðn­ing Banda­ríkj­anna við Par­ís­ar­sam­komu­lagið til baka.

Þess vegna ákváðu skýrslu­höf­und­arnir að leka drögum af skýrsl­unni til fjöl­miðla eftir að sömu drög voru send til for­set­ans. Í frétt The New York Times segir að vís­inda­menn­irnir hafi verið hræddir um að stjórn Trumps myndi breyta skýrsl­unni eða halda henni leyndri.

Drögin að skýrsl­unni sem send var fjöl­miðlum má lesa í heild sinni á vefnum hér. (At­hugið að skjalið er 63mb að stærð).

Við­brögð stjórnar Trumps við lofts­lags­skýrsl­unni munu hafa mikil áhrif á stefnu og ákvarð­anir í lofts­lags­málum í Banda­ríkj­unum á næstu árum. Banda­ríkin eru í öðru sæti á eftir Kína yfir mest meng­andi ríki heims.

Jafn­vel þó skýrslan fjalli aðeins um áhrif lofts­lags­breyt­inga í Banda­ríkj­unum sjálfum þá er hún áhuga­verð lesn­ing. Á vef banda­ríska dag­blaðs­ins The New York Times eru talin til níu lyk­il­at­riði úr skýrsl­unni. Þau má lesa í laus­legri þýð­ingu hér að neð­an.

Scott Pruitt er forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. Hann er yfirlýstur efasemdamaður um loftslagsbreytingar. Donald Trump forseti skipaði hann í embættið fyrr á þessu ári.

Það er heitt úti

Það hlýnar alls staðar í Banda­ríkj­un­um, þá sér­stak­lega í vest­lægum ríkj­um. Að jafn­aði hækk­aði árs­hita­stig um 1,2 gráður á Faren­heit (0,67 gráður á Cels­íus) í Banda­ríkj­unum á seinni helm­ingi síð­ustu ald­ar. Hita­bylgjur og þurrkar hafa náð hámarki sums staðar í Banda­ríkj­un­um, jafn­vel þó sand­storma­tíð fjórða ára­tugs­ins í Norð­ur­-Am­er­íku sé enn hlýjasta skeið í sögu Banda­ríkj­anna.

Breyting árshitastigs á seinni hluta síðustu aldar. Tölur í töflunni eru í Farenheit. Til viðmiðunar þá er 1°á Farenheit jafngild 0,56° á Celcíus.

Meira vot­viðri við aust­ur­strönd­ina

Jafn­vel þó skýrslan geti ekki full­yrt um að sterkir felli­byljir verði tíð­ari, þá þykir ljóst að felli­byljir muni bera með sér meira vot­viðri en nokkru sinni og hafa meiri eyði­legg­ing­ar­mátt.

Slæmar fréttir fyrir Kali­forníu

Hlýnun mun að öllum lík­indum auka á minnkun snjó­lags í Kali­forníu sem er grunn­stoð í vatns­forða rík­is­ins. Ef útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda verður áfram mikið og ef ekki verður hag­rætt í rekstri vatns­bóla mun það valda langvar­andi vatns­skorti í fram­tíð­inni.

Þegar rign­ir, þá helli­rignir

Nú þegar gætir áhrifa lofts­lags­breyt­inga í formi öfga­fyllri rign­inga í Banda­ríkj­un­um. Þegar storm­viðri síð­ustu 30 ára eru borin saman við storma á árunum 1900 til 1960 kemur í ljós að úrkoma hefur auk­ist um allt að þriðj­ung. Mest er aukn­ingin í norð­aust­ur­ríkjum Banda­ríkj­anna og minnst í vest­ustu ríkj­un­um.

Úrkomuaukning eftir svæðum í Bandaríkunum síðustu 30 ár miðað við tímabilið 1900-1960.

Sjáv­ar­föll hafa þegar valdið vand­ræðum

Vax­andi sjáv­ar­flóð eru þegar farin að valda flóðum í þétt­býli. Flóð í borgum – bæði á vest­ur- og aust­ur­strönd­inni – munu verða verri á næstu ára­tug­um. Sam­kvæmt gögn­unum munu borgir jafn­vel verða fyrir flóðum á hverjum degi vegna sjáv­ar­falla, eins og til dæmis í Charleston í Suð­ur­-Kar­ólínu. Lægstu stað­irnir í San Francisco eru einnig taldir vera í mik­illi og tíðri flóða­hættu.

Mikið vatn flæddi á land þegar fellibylurinn Sandy gekk á land á austurströnd Bandaríkjanna árið 2012. 233 eru taldir hafa farist vegna stormsins.

Mis­mun­andi áhrif hækk­unar sjáv­ar­borðs

Stór svæði í Banda­ríkj­unum munu finna fyrir hækkun yfir­borðs sjáv­ar. Gert er ráð fyrir að strand­lengjan við Mexík­óflóa og Norð­aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna muni verða verst úti, ekki síst vegna nátt­úr­legs land­brots. Sjáv­ar­straumar, selta sjávar og aðrir þættir hafa mikið um það að segja hversu mikið vanda­mál sjáv­ar­borðs­hækkun kann að verða.

El Niño er ekki eilífur

Veð­ur­fyr­ir­brigðið El Niño í Kyrra­haf­inu hafði mikið að segja um að hita­met á jörð­inni féllu árin 2015 og 2016. Þesslags veð­ur­fyr­ir­brigði hafa hins vegar tak­mörkuð áhrif á hnatt­ræna og stað­bundn­ari þróun lofts­lags yfir lengra tíma­bil. Heldur eru áhrifin skamm­vinn; Þau geta teygt sig yfir mán­uði og jafn­vel ár.

Auglýsing


Mað­ur­inn ber ábyrgð

Skýrslan skilur ekki eftir neinn efa um hver ábyrgð mann­kyns sé á hlýnun loft­lags á jörð­inni: „Það er ákaf­lega lík­legt að áhrif athafna manns­ins séu yfir­gnæf­andi ástæða þess að lofts­lags­breyt­ingar hafi orðið síðan um miðja síð­ustu öld.“ Engar aðrar sann­fær­andi útskýr­ingar geta skýrt nið­ur­stöður gagna­söfn­un­ar­inn­ar.

Und­ir­búum óvæntar upp­á­komur

„Mann­kynið er að fram­kvæma for­dæma­lausa til­raun á hnatt­rænum kerfum með gríð­ar­miklum bruna á jarð­efna­elds­neyti og víð­tæku skóg­ar­námi,“ segir í skýrsl­unni. Jafn­vel þó tölvu­líkön hafi orðið full­komn­ari með árunum þá geti ekk­ert líkan tekið til­lit til allra þeirra flóknu þátta sem knýja lofts­lag jarð­ar. Í skýrsl­unni er varað við þýð­ing­ar­miklum og óvæntum lofts­lagstengdum upp­á­komum í fram­tíð­inni. Þessar upp­á­komur geta verið margar ofsa­fengnar nátt­úru­ham­farir á sama tíma. Þeim mun meira sem við breytum lofts­lag­inu þeim mun lík­legri verða þessar óvæntu upp­á­kom­ur.

Utanríkisráðherra skipar í nýtt útflutnings- og markaðsráð
Fjöldi fólks úr atvinnu- og stjórnmálalífi mun vinna að útflutnings- og markaðsmálum.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Miðflokksmenn ætla að fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður flokksmenn um að taka vel á móti Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Stefanía G. Halldórsdóttir og Björgvin Ingi Ólafsson
Vinnum við íslenskuslaginn?
Kjarninn 22. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nova prófar 5G og ný Samsung Galaxy S-lína kynnt
Kjarninn 22. febrúar 2019
Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda
Kjarninn 22. febrúar 2019
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn – Smásagnafebrúar
Kjarninn 22. febrúar 2019
Ólafur og Karl Gauti ganga til liðs við Miðflokkinn
Tveir fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, sem voru reknir þaðan eftir Klaustursmálið, hafa gengið í Miðflokkinn.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Drífa Snædal,
Drífa Snædal: Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast
Drífa Snædal, forseti ASÍ , segir að nú stefni í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi og ábyrgðin sé þeirra sem hafi leyft misréttinu að aukast á síðustu árum þannig að hagsældin hér á landi hafi ekki skilað sér til allra.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiErlent