Vill Costco og IKEA-áhrif á landbúnað til að lækka eitt hæsta matvælaverð í heimi

Ráðherra í ríkisstjórn segir það ekki náttúrulögmál að vera með hæsta matvöruverð í heimi. Tímabært sé að horfast í augu við þann kostnað sem vernd á landbúnaði bakar neytendum, láta hagsmuni almennings ráða för og breyta kerfinu.

kjarninn_hringbraut_2014_04_12_thorsteinn.jpg
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, segir að fátt geti betur tryggt Íslend­ingum sam­keppn­is­hæft mat­væla­verð en aukin sam­keppni í land­bún­aði. Það sé löngu tíma­bært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem vernd gagn­vart slíkri sam­keppni veldur íslenskum neyt­end­um. Það sé ekk­ert nátt­úru­lög­mál að við séum með eitt hæsta mat­væla­verð í heimi og þau miklu áhrif sem inn­koma Costco á íslenskan smá­sölu­mark­að, og áhrif IKEA á vöru­verð á sínum mark­aði hér­lend­is, sýni hversu mik­il­væg öflug og góð sam­keppni sé fyrir lífs­skil­yrði okk­ar. „Það er löngu tíma­bært að breyta þessu. Látum hags­muni almenn­ings ráða för.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Þor­steinn birti í gær.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, end­ur­skip­aði í sam­ráðs­hóp um end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. Sam­­kvæmt frétta­til­kynn­ingua var sér­­stak­­lega horft til þess að auka vægi umhverf­is- og neyt­enda­­sjón­­ar­miða í hópn­um, sem á að ljúka störfum sínum fyrir árs­lok 2019. Nýir búvöru­samn­ingar voru sam­þykktir á Alþingi í fyrra­haust, í tíð rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, og gilda til tíu ára. Áætl­aður kostn­aður rík­­­is­­­sjóðs vegna þeirra er 13-14 millj­­­arðar króna á ári og þeir festa þá vernd­ar- og nið­ur­greiðslu­stefnu sem ríkt hefur í íslenskum land­bún­aði kyrfi­lega í sessi næstu árin. Í þessum tölum er ekki tekið til­lit til við­bót­ar­kostn­aðar neyt­enda vegna kerf­is­ins, en mat­ar­k­arfan hér­lendis er ein sú dýrasta í heimi, og mun dýr­ari en það sem greitt er fyrir hana í nágranna­löndum okk­ar. Björt fram­­­tíð greiddi ein stjórn­­­­­mála­­­flokka í heild sinni atkvæði gegn samn­ing­un­­um, og rauk nægj­an­lega mikið upp í fylgi í kjöl­farið til að tryggja sér áfram­hald­andi veru á þingi. Flokk­ur­inn mynd­aði í kjöl­farið rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki, öðrum þeirra flokka sem stóðu að gerð og und­ir­ritun nýrra búvöru­samn­inga, og Við­reisn, sem Þor­steinn og Þor­gerður Katrín sitja bæði á þingi fyr­ir.

Auglýsing
Í stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála nýrrar rík­­­is­­­stjórnar eru engar koll­­­steypur í land­­­bún­­­aði. Þar segir að end­­­ur­­­skoðun búvöru­­­samn­ings verði grunnur að nýja sam­komu­lagi við bænd­­­ur, sem miðað er við að ljúki eigi síðar en árið 2019. Í sátt­­­mál­­­anum segir að af hálfu stjórn­­­­­valda verði „hvatt til að vægi almenn­­­ari stuðn­­­ings verði auk­ið, svo sem til jarð­­­rækt­­­­­ar, fjár­­­­­fest­ing­­­ar, nýsköp­un­­­ar, umhverf­is­verndar og nýlið­un­­­ar, en dregið úr sér­­­tækum búgreina­­­styrkj­­­um. End­­­ur­­­skoða þarf ráð­­­stöfun inn­­­­­flutn­ings­kvóta og greina for­­­sendur fyrir frá­­­vikum frá sam­keppn­is­lögum fyrir mjólk­­ur­­iðn­­­að­inn og gera við­eig­andi breyt­ing­­­ar.“

Vill Costco og IKEA áhrifin á land­búnað

Und­an­farna mán­uði hefur Costco hrisst veru­lega upp í íslenskum dag­vöru­mark­aði. Fyr­ir­tækið opn­aði verslun sína í Garðabæ í maí og fyrstu vik­urnar var nán­ast fullt út að dyrum alla daga. Í könnun sem gerð var um miðjan júni, innan við mán­uði eftir opnun Costco, kom fram að 43 pró­­sent lands­­manna sögð­ust hafa farið í Costco frá því að versl­unin opn­aði. Önnur 49 pró­­sent sögð­ust ætla að fara við tæki­­færi en ein­ungis 7,7 pró­­sent lands­­manna sögð­ust að þeir ætli ekki að fara. Áhrif Costco hafa verið víð­tæk. Þannig hefur stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins Hag­ar, sem reka meðal ann­ars versl­anir Bónus og Hag­kaupa, tví­vegis sent frá sér aðkomu­við­vörun vegna sam­dráttar í sölu sem rekja má til opn­unar Costco. Hluta­bréfa­verð í Högum hefur lækkað um tæp 35 pró­sent á tæpum þremur mán­uð­um.

Þor­steinn segir í stöðu­upp­færslu sinni að þau miklu áhrif sem inn­koma Costco á íslenskan smá­sölu­markað hefur haft sýni hversu mik­il­væg öflug og góð sam­keppni er fyrir lífs­skil­yrði okk­ar. „Áhrifa Costco gætir víða, hvort sem horft er til verð­lagn­ingar heim­il­is­tækja, hjól­barða, fatn­að­ar, elds­neytis eða mat­væla. IKEA er annað dæmi um erlenda versl­un­ar­keðju sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöru­verð hér á landi og áhuga­vert verður að fylgj­ast með áhrifum H&M á íslenska fata­verslun þegar fyrsta versl­unin opnar síðar í þessum mán­uði.

Erlend sam­keppni veitir inn­lendum aðilum nauð­syn­legt aðhald, lækkar vöru­verð fyrir okkur öll og tryggir meira vöru­úr­val en ella. Við eigum sífellt að leit­ast við að tryggja sem mesta sam­keppni til að tryggja sem lægst vöru­verð og mestan kaup­mátt. Um það eru flestir lands­menn vafa­lítið sam­mála. Við viljum að lífs­kjör hér á landi stand­ist sam­an­burð við nágranna­lönd okkar á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, hvort sem horft er til launa, vaxta­kostn­aðar eða vöru­verðs.“

Þor­steinn segir að þetta leiði hug­ann að ýmsum þeim mörk­uðum sem enn búa við ríka vernd frá sam­keppni og það háa verð sem íslenskir neyt­endur greiði fyrir þá vernd. Mat­vöru­mark­að­ur­inn sé þar aug­ljóst dæmi. Með stöðu­upp­færslu sinni birtir hann mynd sem sýni grófan sam­an­burð á kostn­aði mat­ar­körf­unnar eftir lönd­um. Mat­vöru sé skipt í tvo flokka, inn­lenda mat­vörur sem nýtur ríkrar inn­flutn­ings­vernd­ar, (mjólk, kjöt og ostar) og aðra mat­vöru sem nýtur lít­illar eða engrar verndar (inn­lend og erlend). Á mynd­inni sem Þor­steinn birtir má sjá að kostn­aður mat­ar­körf­unnar hér á landi trónir á topp­inum í þessum sam­an­burð­i. 

Myndin sem Þorsteinn birti með stöðuuppfærslu sinni.„Hár kostn­aður þeirra mat­væla sem njóta ríkrar verndar skýrir stærstan hluta þess mun­ar. Það er hins vegar mun minni verð­munur er á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta sam­keppni. Það sýnir ótví­rætt kosti sam­keppn­inn­ar, ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í sam­an­burð­ar­lönd­un­um.

Fátt gæti betur tryggt Íslend­ingum sam­keppn­is­hæft mat­væla­verð en aukin sam­keppni í land­bún­aði. Það er löngu tíma­bært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neyt­end­um. Það er ekk­ert nátt­úru­lög­mál að við séum með eitt hæsta mat­væla­verð í heimi. Það er löngu tíma­bært að breyta þessu. Látum hags­muni almenn­ings ráða för.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent