Vill Costco og IKEA-áhrif á landbúnað til að lækka eitt hæsta matvælaverð í heimi

Ráðherra í ríkisstjórn segir það ekki náttúrulögmál að vera með hæsta matvöruverð í heimi. Tímabært sé að horfast í augu við þann kostnað sem vernd á landbúnaði bakar neytendum, láta hagsmuni almennings ráða för og breyta kerfinu.

kjarninn_hringbraut_2014_04_12_thorsteinn.jpg
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, segir að fátt geti betur tryggt Íslend­ingum sam­keppn­is­hæft mat­væla­verð en aukin sam­keppni í land­bún­aði. Það sé löngu tíma­bært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem vernd gagn­vart slíkri sam­keppni veldur íslenskum neyt­end­um. Það sé ekk­ert nátt­úru­lög­mál að við séum með eitt hæsta mat­væla­verð í heimi og þau miklu áhrif sem inn­koma Costco á íslenskan smá­sölu­mark­að, og áhrif IKEA á vöru­verð á sínum mark­aði hér­lend­is, sýni hversu mik­il­væg öflug og góð sam­keppni sé fyrir lífs­skil­yrði okk­ar. „Það er löngu tíma­bært að breyta þessu. Látum hags­muni almenn­ings ráða för.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem Þor­steinn birti í gær.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, end­ur­skip­aði í sam­ráðs­hóp um end­­ur­­skoðun búvöru­­samn­inga í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. Sam­­kvæmt frétta­til­kynn­ingua var sér­­stak­­lega horft til þess að auka vægi umhverf­is- og neyt­enda­­sjón­­ar­miða í hópn­um, sem á að ljúka störfum sínum fyrir árs­lok 2019. Nýir búvöru­samn­ingar voru sam­þykktir á Alþingi í fyrra­haust, í tíð rík­is­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, og gilda til tíu ára. Áætl­aður kostn­aður rík­­­is­­­sjóðs vegna þeirra er 13-14 millj­­­arðar króna á ári og þeir festa þá vernd­ar- og nið­ur­greiðslu­stefnu sem ríkt hefur í íslenskum land­bún­aði kyrfi­lega í sessi næstu árin. Í þessum tölum er ekki tekið til­lit til við­bót­ar­kostn­aðar neyt­enda vegna kerf­is­ins, en mat­ar­k­arfan hér­lendis er ein sú dýrasta í heimi, og mun dýr­ari en það sem greitt er fyrir hana í nágranna­löndum okk­ar. Björt fram­­­tíð greiddi ein stjórn­­­­­mála­­­flokka í heild sinni atkvæði gegn samn­ing­un­­um, og rauk nægj­an­lega mikið upp í fylgi í kjöl­farið til að tryggja sér áfram­hald­andi veru á þingi. Flokk­ur­inn mynd­aði í kjöl­farið rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki, öðrum þeirra flokka sem stóðu að gerð og und­ir­ritun nýrra búvöru­samn­inga, og Við­reisn, sem Þor­steinn og Þor­gerður Katrín sitja bæði á þingi fyr­ir.

Auglýsing
Í stjórn­­­­­ar­sátt­­­mála nýrrar rík­­­is­­­stjórnar eru engar koll­­­steypur í land­­­bún­­­aði. Þar segir að end­­­ur­­­skoðun búvöru­­­samn­ings verði grunnur að nýja sam­komu­lagi við bænd­­­ur, sem miðað er við að ljúki eigi síðar en árið 2019. Í sátt­­­mál­­­anum segir að af hálfu stjórn­­­­­valda verði „hvatt til að vægi almenn­­­ari stuðn­­­ings verði auk­ið, svo sem til jarð­­­rækt­­­­­ar, fjár­­­­­fest­ing­­­ar, nýsköp­un­­­ar, umhverf­is­verndar og nýlið­un­­­ar, en dregið úr sér­­­tækum búgreina­­­styrkj­­­um. End­­­ur­­­skoða þarf ráð­­­stöfun inn­­­­­flutn­ings­kvóta og greina for­­­sendur fyrir frá­­­vikum frá sam­keppn­is­lögum fyrir mjólk­­ur­­iðn­­­að­inn og gera við­eig­andi breyt­ing­­­ar.“

Vill Costco og IKEA áhrifin á land­búnað

Und­an­farna mán­uði hefur Costco hrisst veru­lega upp í íslenskum dag­vöru­mark­aði. Fyr­ir­tækið opn­aði verslun sína í Garðabæ í maí og fyrstu vik­urnar var nán­ast fullt út að dyrum alla daga. Í könnun sem gerð var um miðjan júni, innan við mán­uði eftir opnun Costco, kom fram að 43 pró­­sent lands­­manna sögð­ust hafa farið í Costco frá því að versl­unin opn­aði. Önnur 49 pró­­sent sögð­ust ætla að fara við tæki­­færi en ein­ungis 7,7 pró­­sent lands­­manna sögð­ust að þeir ætli ekki að fara. Áhrif Costco hafa verið víð­tæk. Þannig hefur stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki lands­ins Hag­ar, sem reka meðal ann­ars versl­anir Bónus og Hag­kaupa, tví­vegis sent frá sér aðkomu­við­vörun vegna sam­dráttar í sölu sem rekja má til opn­unar Costco. Hluta­bréfa­verð í Högum hefur lækkað um tæp 35 pró­sent á tæpum þremur mán­uð­um.

Þor­steinn segir í stöðu­upp­færslu sinni að þau miklu áhrif sem inn­koma Costco á íslenskan smá­sölu­markað hefur haft sýni hversu mik­il­væg öflug og góð sam­keppni er fyrir lífs­skil­yrði okk­ar. „Áhrifa Costco gætir víða, hvort sem horft er til verð­lagn­ingar heim­il­is­tækja, hjól­barða, fatn­að­ar, elds­neytis eða mat­væla. IKEA er annað dæmi um erlenda versl­un­ar­keðju sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöru­verð hér á landi og áhuga­vert verður að fylgj­ast með áhrifum H&M á íslenska fata­verslun þegar fyrsta versl­unin opnar síðar í þessum mán­uði.

Erlend sam­keppni veitir inn­lendum aðilum nauð­syn­legt aðhald, lækkar vöru­verð fyrir okkur öll og tryggir meira vöru­úr­val en ella. Við eigum sífellt að leit­ast við að tryggja sem mesta sam­keppni til að tryggja sem lægst vöru­verð og mestan kaup­mátt. Um það eru flestir lands­menn vafa­lítið sam­mála. Við viljum að lífs­kjör hér á landi stand­ist sam­an­burð við nágranna­lönd okkar á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, hvort sem horft er til launa, vaxta­kostn­aðar eða vöru­verðs.“

Þor­steinn segir að þetta leiði hug­ann að ýmsum þeim mörk­uðum sem enn búa við ríka vernd frá sam­keppni og það háa verð sem íslenskir neyt­endur greiði fyrir þá vernd. Mat­vöru­mark­að­ur­inn sé þar aug­ljóst dæmi. Með stöðu­upp­færslu sinni birtir hann mynd sem sýni grófan sam­an­burð á kostn­aði mat­ar­körf­unnar eftir lönd­um. Mat­vöru sé skipt í tvo flokka, inn­lenda mat­vörur sem nýtur ríkrar inn­flutn­ings­vernd­ar, (mjólk, kjöt og ostar) og aðra mat­vöru sem nýtur lít­illar eða engrar verndar (inn­lend og erlend). Á mynd­inni sem Þor­steinn birtir má sjá að kostn­aður mat­ar­körf­unnar hér á landi trónir á topp­inum í þessum sam­an­burð­i. 

Myndin sem Þorsteinn birti með stöðuuppfærslu sinni.„Hár kostn­aður þeirra mat­væla sem njóta ríkrar verndar skýrir stærstan hluta þess mun­ar. Það er hins vegar mun minni verð­munur er á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta sam­keppni. Það sýnir ótví­rætt kosti sam­keppn­inn­ar, ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í sam­an­burð­ar­lönd­un­um.

Fátt gæti betur tryggt Íslend­ingum sam­keppn­is­hæft mat­væla­verð en aukin sam­keppni í land­bún­aði. Það er löngu tíma­bært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neyt­end­um. Það er ekk­ert nátt­úru­lög­mál að við séum með eitt hæsta mat­væla­verð í heimi. Það er löngu tíma­bært að breyta þessu. Látum hags­muni almenn­ings ráða för.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent