#frumkvöðlar#gulleggið

Gulleggið verður haldið í haust í ár

Gulleggið verður haldin í haust í ár, en keppnin hefur vanalega verið haldin á vorin. Opnað hefur fyrir umsóknir til 21. september næstkomandi.

Frá síðustu keppni Gulleggsins í vor.
Frá síðustu keppni Gulleggsins í vor.

Opið er fyrir umsóknir í frum­kvöðla­keppn­ina Gul­leggið til 16:00 fimmtu­dag­inn 21. sept­em­ber næst­kom­andi. Keppnin sjálf fer fram í sept­em­ber og októ­ber, en hún hefur vana­lega verið haldin í febr­úar og mars. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu Gul­leggs­ins. 

Gul­leggið var síð­ast haldið í vor, en Kjarn­inn fjall­aði um tíu stiga­hæstu hug­myndir sem tóku þátt í loka­keppn­inni þann 15. Mars síð­ast­lið­inn. Hug­mynd­in SAFE Seat hlaut vinn­ing­inn þá, en hún sner­ist um fjaðr­andi báta­sæti sem vernda hryggsúl­una í erf­iðu sjó­lagi.

Keppnin fagn­aði einnig 10 ára afmæli sínu í vor, en mörg þeirra fyr­ir­tækja sem tekið hafa þátt eru orðin að stór­fyr­ir­tækjum í dag. Af fyrri þátt­tak­endum má nefna MenigaKarol­ina Fund, Clara, eTact­icaNude Mag­azineRóró – Lulla Doll, Pink Iceland og Cooori.

Auglýsing

Gul­leggið leitar nú að þáttak­endum, en opið er fyrir umsóknir fram í sept­em­ber. Allir hafa þátt­töku­rétt og er kostn­að­ar­laust að senda inn hug­mynd og fá end­ur­gjöf á við­skipta­á­ætl­un. Hægt er að skrá sig með eða án hug­mynd­ar, en þeir sem skrá sig án hug­myndar eiga kost á því að kom­ast inn í teymi. 

Auk þátt­tak­enda leitar Gul­leggið að nýút­skrif­uðum vöru­hönn­uðum úr Lista­há­skóla Íslands til þess að hanna verð­launa­grip­inn í haust, gegn greiðslu. Þetta hefur verið gert síð­ustu ár, en sam­kvæmt til­kynn­ingu Gul­leggssins hefur hefðin sett skemmti­legan svip í gegnum árin og alltaf vakið mikla lukku.  Áhuga­samir hönn­uðir eru hvattir til að hafa sam­band á gul­leggid@iceland­icstartups.­is.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent