Deilieldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur

Hægt er að „sponsa frumkvöðlul“ í matarframleiðslu með því að styrkja verkefnið Eldstæðið á Karolina Fund.

IMG_2558 (2).JPG
Auglýsing

Deilieldhúsið Eldstæðið, atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur er sprottið út
frá eigin reynslu og áskorunum. Eva Michelsen, frumkvöðullinn bakvið hugmyndina, hefur sjálf
verið að leita sér að hagkvæmri og vottaðri vinnuaðstöðu sem hefur allt til alls án þess að þurfa
fara í meiriháttar fjárfestingar sem fylgja matvælaframleiðslu.

Eldstæðið mun bjóða upp á fjórar vinnustöðvar, tvær til eldunar og tvær fyrir undirbúning (prep),
þurrlager, kæli- og frystilager ásamt deiliskrifstofu og fundar/viðburðarrými. Þar verður einnig
hægt að fá ráðgjöf og leiðbeiningar með fyrstu skrefin, frá matvælahugmynd að fullunninni vöru í
verslun.

Hvernig vaknaði hugmyndin að verkefninu?
„Hugmyndina fékk ég þegar ég tók þátt í Bandarísku frumkvöðlaprógrammi sem nefnist YTILI.
Þar gafst mér tækifæri á að heimsækja Washington DC og hitta þar ótal matarfrumkvöðla og
hagkvæmar lausnir fyrir þá. 

Auglýsing
Ég hef því verið að veltast með þessa hugmynd síðan haustið 2017
en hún er loksins að verða að veruleika. Ég hef verið á höttunum eftir hinu “fullkomna” húsnæði,
staðsetningu og svo framvegis. Við fengum 315 fm húsnæði á Nýbýlavegi sem er frábær
staðsetning upp á dreifingarleiðir ofl.“

Segðu okkur frá þema verkefnisins?Eva Michelsen, frumkvöðullinn bakvið Eldstæðið.

„Held það megi með sanni segja að þemað sé matarfrumkvöðlar, nýsköpun og að lækka kostnað
inn á markað fyrir einstaklinga og fyrirtæki með skemmtilegar matvælahugmyndir og nýjungar.
Matur er og verður alltaf til staðar og hefur átt sér stað einstaklega góð og skemmtileg þróun
með mat og matarhefðir Íslendinga undanfarin ár. Eldstæðið er skemmtileg viðbót við þessa
flóru og tel ég að það muni hjálpa mörgum við að stíga sín fyrstu skref og að Íslendingar nær og
fjær muni njóta góðs af.“

Nú eru í boði nokkur áheit sem veita aðgang að Eldstæðinu, eru þessi verð
sambærileg því sem má búast við að aðstaðan kosti?

„Já, þetta eru extra hagstæð kjör og hugsuð fyrir þá sem vilja taka smá prufukeyrslu. Það er eitt
áheit sem mér þykir sérstaklega spennandi og það er að „sponsa frumkvöðul”. Ég er nokkuð
viss um að við þekkjum að lágmarki eina manneskju í okkar nærumhverfi sem er að gera
allskonar tilraunir með matvæli og hefði gagn og gaman af því að komast í atvinnueldhús í
hálfan dag til að prófa sig áfram. Þetta gæti því verið tilvalin gjöf fyrir matarunnendur í þínu
nærumhverfi.“

Facebook síða Eldstæðisins.

Hér er hægt að styrkja verkefnið á Karolina Fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFólk