#tækni#internetið

Íslendingar með fjórðu hröðustu breiðbandstengingu í heimi

Ísland kemur vel út í alþjóðlegum samanburði þegar hraði breiðbandstengingar er skoðaður, samkvæmt nýjum lista SpeedTest.

Breiðbandstengingin er hröð á Íslandi.
Breiðbandstengingin er hröð á Íslandi.

Nett­teng­ing með breið­bandi var sú fjórða hrað­asta í heimi á Íslandi í júlí, en hún var ein­ungis hrað­ari í Singapúr, Suð­ur­-Kóreu og Hong Kong. Þetta kemur fram í nýbirtum lista SpeedTest

Fyrir þremur dögum síðan til­kynnti SpeedTest heims­listana sinn þar sem löndum er raðað eftir hraða netteng­ingar þeirra, ann­ars vegar með breið­bandi og hins vegar í gegnum síma. Þetta er í fyrsta skiptið sem fyr­ir­tækið birtir slíkan lista á alþjóða­vísu, en sam­kvæmt til­kynn­ingu munu þeir birt­ast mán­að­ar­lega héðan í frá.

List­inn tekur saman próf­anir allra not­enda SpeedTest og aðgreinir þær eftir tíma og lönd­um. Sam­kvæmt fyr­ir­tæk­inu nær fjöldi próf­ana hund­ruðum millj­óna, en úr næst góð mynd af með­al­hraða netteng­ingar þegar allar próf­anir eru safn­aðar sam­an. 

Auglýsing

Heims­listi Speedtest nær til yfir 190 landa, en til þess að telj­ast með á honum þurfa lönd að hafa meira en 3.333 próf­anir frá meira ein 670 ein­stökum not­endum á hverjum mán­uð­i. 

Í fjórða sæti

Ísland kemur vel út í alþjóð­legum sam­an­burði þegar litið er á teng­ingu með breið­bandi í júlí, en sam­kvæmt list­anum var með­al­hraði nið­ur­hals hér á landi sá fjórði hæsti í heim­in­um,   110,52 mega­bitar á sek­úndu. Hrað­asta breið­bandsteng­ingin var í Singapúr, en þar náði með­al­hrað­inn 154,38 mega­bitum á sek­úndu. Í öðru og þriðja sæti voru svo Suð­ur­-Kórea með 125,69 mega­bita á sek­úndu og Hong Kong með 117,21 mega­bita á sek­únd­u. 

Þegar kemur að hraða netteng­ingar í gegnum síma nær Ísland þó aðeins í tíunda sæt­ið, en með­al­hraði síma­n­ið­ur­hals náði 36,84 mega­bitum á sek­úndu í júlí. Sím­netið var hrað­ast í Nor­egi, en þar var með­al­hraði nið­ur­hals 52,59 mega­bitar á sek­únd­u. 

Venes­ú­ela hlýtur þann vafa­sama heiður að vera landið með hæg­ustu breið­bandsteng­ingu í heimi, en hún náði ein­ungis 3,20 mega­bitum á sek­úndu í júlí. Botns­ætið í sím­nets­hraða vermir svo Írak, en þar var með­al­hrað­inn 3,03 mega­bitar á sek­úndu í síð­asta mán­uð­i. 

Lista yfir tíu hröð­ustu breið­bandsteng­ing­arnar má finna hér að neð­an:

Breið­bandsteng­ingar í júlí 2017, sam­kvæmt SpeedTest

Sæti Land Nið­ur­hals­hraði í Mb/s
1 Singapúr 154,38 
2 Suð­ur­-Kórea 125,69
3 Hong Kong 117,21
4 Ísland 110,52
5 Rúm­enía 91,48
6 Macau 80,11
7 Sviss 74,20
8 Sví­þjóð 73,66
9 Banda­ríkin 70,75
10 Lit­háen 67,29

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent