#ójöfnuður

Breskir menn úr fátækum fjölskyldum tvöfalt líklegri til að vera einstæðingar

Ójöfnuður milli breskra karlmanna fer vaxandi, en hann skilar sér einnig í mismunandi hjúskaparstöðu þeirra, samkvæmt nýrri breskri rannsókn.

Menn sem fengu uppeldi úr fátækum fjölskyldum eru líklegri til þess að vera einhleypir, samkvæmt könnuninni
Menn sem fengu uppeldi úr fátækum fjölskyldum eru líklegri til þess að vera einhleypir, samkvæmt könnuninni

Mik­ill munur er á hjú­skap­ar­stöðu breskra karl­manna eftir fjár­hag, en sam­kvæmt nýrri skýrslu enskra sam­taka eru mið­aldra breskir karl­menn úr fátæk­ari fjöl­skyldum tvö­falt lík­legri til að vera ein­stæð­ingar en þeir sem koma úr rík­ari fjöl­skyld­um. The Guar­dian greinir fyrst frá.

Sam­tök­in, sem heita Institute for Fiscal Stu­dies (IFS), byggðu skýrslu sína á tveimur opin­berum hóp­rann­sóknum (Cohort stu­dies) þar sem 17 þús­und ein­stak­lingum sem fædd­ust í sömu viku, ann­ars vegar árið 1958 og hins vegar árið 1970, var fylgt eft­ir.

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýndu að bil sé á milli hjú­skap­ar­mögu­leika karl­manna eftir upp­eld­is­að­stæð­um, en bilið hafi einnig farið breikk­andi á síð­ustu árum. Sam­kvæmt henni var einn af hverjum þremur 42 ára karl­mönnum úr fátækum fjöl­skyldum ein­stæð­ing­ur, sam­an­borið við einn af hverjum sjö karl­mönnum úr ríkum fjöl­skyld­um. 

Auglýsing

Sam­kvæmt IFS er umrætt bil ekki ein­ungis afleið­ing þess að menn úr fátækum fjöl­skyldum finni sér sjaldnar maka, heldur sé skiln­að­ar­tíðni þeirra einnig tvö­falt hærri en hjá mönnum úr ríkum fjöl­skyld­um.

Ójöfn­uður milli kyn­slóða

Önnur nið­ur­staða IFS var sú að tekju­ó­jöfn­uður karl­manna milli kyn­slóða hafi farið aukandi, en synir ríkra for­eldra eru mun lík­legri til að vera ríkir sjálfir nú en fyrir nokkrum árum. Á árinu 2012 hafi tekjur vinn­andi 42 ára manna með for­eldra í efsta tekju­fimmt­ungnum verið að með­al­tali 88% hærri en þeirra sem áttu fátæk­ari for­eldra. Tekju­bilið er nokkuð stærra en árið 2000, en þá höfðu karl­menn með ríka for­eldra að jafn­aði 47% hærri tekj­ur. 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiErlent