Breskir menn úr fátækum fjölskyldum tvöfalt líklegri til að vera einstæðingar

Ójöfnuður milli breskra karlmanna fer vaxandi, en hann skilar sér einnig í mismunandi hjúskaparstöðu þeirra, samkvæmt nýrri breskri rannsókn.

Menn sem fengu uppeldi úr fátækum fjölskyldum eru líklegri til þess að vera einhleypir, samkvæmt könnuninni
Menn sem fengu uppeldi úr fátækum fjölskyldum eru líklegri til þess að vera einhleypir, samkvæmt könnuninni
Auglýsing

Mik­ill munur er á hjú­skap­ar­stöðu breskra karl­manna eftir fjár­hag, en sam­kvæmt nýrri skýrslu enskra sam­taka eru mið­aldra breskir karl­menn úr fátæk­ari fjöl­skyldum tvö­falt lík­legri til að vera ein­stæð­ingar en þeir sem koma úr rík­ari fjöl­skyld­um. The Guar­dian greinir fyrst frá.

Sam­tök­in, sem heita Institute for Fiscal Stu­dies (IFS), byggðu skýrslu sína á tveimur opin­berum hóp­rann­sóknum (Cohort stu­dies) þar sem 17 þús­und ein­stak­lingum sem fædd­ust í sömu viku, ann­ars vegar árið 1958 og hins vegar árið 1970, var fylgt eft­ir.

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýndu að bil sé á milli hjú­skap­ar­mögu­leika karl­manna eftir upp­eld­is­að­stæð­um, en bilið hafi einnig farið breikk­andi á síð­ustu árum. Sam­kvæmt henni var einn af hverjum þremur 42 ára karl­mönnum úr fátækum fjöl­skyldum ein­stæð­ing­ur, sam­an­borið við einn af hverjum sjö karl­mönnum úr ríkum fjöl­skyld­um. 

Auglýsing

Sam­kvæmt IFS er umrætt bil ekki ein­ungis afleið­ing þess að menn úr fátækum fjöl­skyldum finni sér sjaldnar maka, heldur sé skiln­að­ar­tíðni þeirra einnig tvö­falt hærri en hjá mönnum úr ríkum fjöl­skyld­um.

Ójöfn­uður milli kyn­slóða

Önnur nið­ur­staða IFS var sú að tekju­ó­jöfn­uður karl­manna milli kyn­slóða hafi farið aukandi, en synir ríkra for­eldra eru mun lík­legri til að vera ríkir sjálfir nú en fyrir nokkrum árum. Á árinu 2012 hafi tekjur vinn­andi 42 ára manna með for­eldra í efsta tekju­fimmt­ungnum verið að með­al­tali 88% hærri en þeirra sem áttu fátæk­ari for­eldra. Tekju­bilið er nokkuð stærra en árið 2000, en þá höfðu karl­menn með ríka for­eldra að jafn­aði 47% hærri tekj­ur. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent